Forsíđa   
 01.01.2020
 Ljóshvolfiđ og helgitré á nýju ári plöntuheilsuÁramótin gengu í garð í
mildu votvirðri og ákveðnum
stillileika veðurguðanna
hér í Norðrinu.Landinn leit
til himins og fagnaði
nýju ári 2020, alþjóðaári
plöntuheilsu samkvæmt
bókum UNESCO.
Hvort það voru marglitir
og háværir flugeldar, sem
fönguðu athyglina, eða
sköpunarverkið og ljóshvolfið,
eða bara allt í bland, skal
ósagt látið.
Hlýlegt og einlægt trjáknús
á ármótum er kærkomið,
bæði fyrir menn og tré...
Við öndum að okkur
súrefninu frá trjánum
og þessir staðbundnu
samfylgdarvinir--sumir
aldagamlir eins og 
reyniviðirnir í Eyjafirði--,
hafa sannarlega orðið vitni
að mörgu í mannheimum
og plöntuheimum.
En margir reyniviðir hér
um slóðir, hófu lífdaga
sína sem græðlingar af
reyniviðnum forna á
Hvassafelli í Eyjafjarðarsveit.
Á þeim reynivið var mikil
helgi og hann því nefndur
helgitré, sem þjóðskáldið
Jónas Hallgrímsson, hefur
óefað haft kynni af í uppvexti
sínum, unglingur á Hvassafelli.Tré eiga sér sitt líf
innbyrðis og tala
saman og miðla
upplýsingum í
gegnum  ræturnar:
sveppanet í iðrunum
flytur rafboð á milli.
Gerir vart um hættur ofl.
Tré binda líka mikið
vatn og dæla víða.
Margslungnar verur
með persónuleika og
háþróað tengslanet.
Og ef lagt er við hlustir,
má heyra þau tala,
syngja...
Og kannski sjá þau ganga
líka eins og Etnarnir hjá
Íslandsvininum Tolkien!
(Raunar er trúin á talandi tré,
þekkt í þjóðtrú og minnum
um heim allan, langt
aftur í aldir).
Munum að við höfum skyldur
við trjá- og plöntulífið,
sem nú brennur um veröld
alla, í bæði eiginlegri
og óeiginlegri merkingu.
Höfum skyldur við búsvæði
plantna, verndun þeirra og
viðhald en eldar og sýkingar
ásamt land-og/eða ofnýtingu,
verða til þess að plöntur ná
víða ekki að aðlagast og
eru sumar tegundir í hættu
að deyja alveg út eins og
á Amazon svæðinu, þessari
stærstu súrefnisveitu Jarðar.
Nú um stundir verður um
40% allrar mataruppskeru
heimsins, plöntusýklum að bráð.
Þessar hörmungar hafa
síðan áhrif á byggileika,
atvinnu og fæðuöryggi,
að ótöldu því að kunnugleiki
hversdagsins laskast og firrist.Finnum okkar tré: getum
hæglega gróðursett
okkar tré, eða annarra,
eða styrkt trjárækt með
einum eða öðrum hætti
og þannig kolefnisjafnað
sem mótvægi við eitur-
gufunum í andrúmsloftinu.
Munum að bæði vernda og
hlusta á tónverk Móður
Jarðar í trjám og plöntum
undir fágætri hljómkviðustjórn
ljóshvolfsins á árinu 2020,
nú þegar perlumóðurskýin
--glitskýin--svífa leikandi
í Norðrinu og gleðja sál
og sinni þennan fyrsta dag...


#Meira >>
 31.12.2019
 Deigla tímans og seigla draumsins um nýjan heim

Meira >>
 24.12.2019
 Jólasól: hvađ er glatt sem hiđ góđa guđsauga?

Meira >>
 22.12.2019
 Draumnćtur á vetrarsólhvörfum

Meira >>
1  2  3  4  5  6  7  8  9  10  11  12  13  14  15  16  17  18  19  20  21  22  23  24  25  26  27  28  29  30  31  32  33  34  35  36  37  38  39  40  41  42  43  44  45  46  47  48  49  50  51  Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA