Forsíđa   
 22.09.2024
 Draumţemu á litríkum Haustjafndćgrum


Haustjafndægur gengin í garð
á rökum og stilltum morgni í 
Norðrinu; í hádeginu brýst
sólin fram og gleður sál og sinni;
seinni parturinn lofar góðu.
Svo byrjar skáldkonan
María Sigmundsdóttir (1958- ),
Haustljóð sitt:


Haustið er komið í hundrað þúsund litum
með heiðbláa daga, jarðneska dýrð.


Munu draumar okkar breytast
og taka lit árstíðarinnar eða
haldast þeir með svipuð þemu
frá einni árstíð til þeirra næstu?
Óvitað, en sannarlega verðugt
rannsóknarefni.



Talið er að frá 8-10 ára aldri,
dreymi okkur a.m.k. 3 til 6 
drauma á nóttu.
En draumaminnið er brigðult:
trúlega gleymast um 90-95%
drauma fljótlega eftir að við
vöknum og förum fram úr.
En vissulega er hægt að þjálfa
draumaminnið, s.s. að skrifa
draumana strax niður og/eða
spegla þá í samtali við aðra.



Talið er, að draumar breytist
að vissu marki með aldri og þá 
að einhverju leyti út frá þeim 
þroskaverkefnum sem fylgja 
hverju æviskeiði, þ.e. reynslu
vökunnar, heilsu og líðan.
Aldraða dreymir t.a.m. oftar
endurtekna drauma sem hafa 
fylgt þeim í gegnum ævina.
Með auknum tíma og ró
ævikvöldsins, geta þeir
nú skoðað bæði vöku-og
draumreynslu sína og þá
lærdóma sem reynslan
hefur gefið og hvað endurteknir
draumar hafa hugsanlega 
verið að segja þeim eða
leiðbeina með. 
Þá er og spurning hvort 
draumum í lit, fækki
með auknum aldri miðað
við yngri dreymendur og
spennandi að sjá niðurstöður
slíkra rannsókna síðar.




Helstu þemu i draumum
virðast haldast nokkuð stöðug
í gegnum æviskeiðin og
hefur verið skipt í þrjá flokka 
sem snerta úrvinnslu á skynjun, 
hugsun og tilfinningum vökureynslu.
En vert er að taka fram, að þessi
nálgun á eðli drauma, er ekki
sú eina. Óefað eigum við enn eftir
að uppgötva margt fleira um eðli,
inntak og tilgang draumlífsins
en svo að allt megi tengja reynslu
okkar yfir dagana og úrvinnlu á
hugmynda-og skynheimi vökunnar.
Ekki eru sem sé allir draumar
endilega úrvinnsludraumar:



Draumar sem snerta tengsl 
okkar við aðra og endurspegla 
innri ólgu og togstreitu.
Dreymandinn skynjar hættu 
og ógn, finnst hann vera að detta;
vera eltur eða ráðist á.

Draumar sem snerta eigin líkama
og kynvitund. Dreymanda
finnst hann vera að fljúga;
finna peninga eða borða eitthvað gott.

Draumar sem snerta árangur og
frammistöðu í félagslegu tilliti
og áhyggjur þar af.
Dreymanda finnst hann vera
nakinn; hann fellur á prófi;
missir tönn eða mætir of seint.




Langtímarannsókn sem birt var
í Journal of Psychology 2004 eftir
Michael Schredl, Petra Ciric ofl.
sýnir að 55 helstu draumþemu 
fólks á tímabilinu 1956 til 2000, 
voru í meginatriðum svipuð.
En þemum fjölgaði þegar á leið
tímabilið sem snertu nútíma-
lífsháttu og tækni, tæki og tól.
Sem dæmi varð aukning á
tíðni flugdrauma, dreymanda
fannst hann sjálfur fljúga eða
vera í flugvél. Rannsakendur
tengja þessa aukningu við
þá staðreynd að veruleg
fjölgun varð á flugi sem 
fararmáta á sama tímabili
hjá fólki um heim allan.
Langtímaminnið hefur meiri
ítök í draumlífinu en skammtíma-
minni og bent hefur verið á að ný 
tækni, tól og tæki eins og sími
og tölva virðast síast hægar inn 
sem algeng draumþemu og tákn
en fræðimenn áttu von á.


Af 55 helstu draumþemunum,
má nefna eftirfarandi 10 algeng:

vera að læra í skóla;
falla á prófi; vera eltur; detta; 
fljúga; missa tennur; sjá skordýr;
vera frosinn af hræðslu;
sjá lifandi persónu sem látna
eða öfugt; synda.

Draumfræðingar leggja áherslu 
á að hægt sé að læra á drauma
sem endurspegla óttaþemu 
vökunnar sem oft eru martraðakennd, 
með því að skoða slíka drauma
og læra að mæta þeim án þess
að þeir slái dreymandann út af
laginu. Þróa seiglu og bjartsýni
sem vinnur gegn hamfarahugsun
og tilhneigingu til skautunar,
að sjá bara svart eða hvítt.



Ljóst er að reynsla vökunnar,
speglast í draumum næturinnar.
Er í þessu samhengi, litið svo á 
að draumar stuðli að auknu jafnvægi 
í sálarlífinu, ferli upplýsingar,
endurraði reynslu í minni og
hjálpi dreymanda að sjá nýjar 
lausnir; læra.
Talið er að það taki allt að 7 daga
að ferla upplýsingar úr vökunni
í draumum nætur þannig að
eðlileg heildun eigi sér stað 
við þekkingu sem fyrir er.
Er mælt með að dreymendur
á hvaða aldri sem er, hugi vel að
undirbúningi fyrir svefninn og eigi
góða stund, s.s. án krefjandi áhorfs,
áður en gengið er til náða.

Það sem við störfum og sýslum
við, á sér greiða leið inn í draumana.
Dæmi þar um er að tónlistarfólk 
dreymir tvisvar sinnum fleiri tóndrauma,
að talið er, en þeir sem ekki starfa 
við tónlist. Þetta eru frekar draumar 
frá gömlum tíma þegar þeir voru að
mennta sig í tónlistinni en nútíma
hlustun og spilun. Dreymandi heyrir 
jafnvel áður óheyrða tónlist sem 
bendir til hins skapandi máttar 
draumlífsins enda hafa margir 
listamenn í gegnum tíðina
sagt frá lögum, textum og myndum 
sem þeir hafa fyrst heyrt eða
séð í draumum sínum.
Hið sama má segja um skapandi
drauma vísinda-og uppfinningamanna.



Dreymi vel á komandi 
haustnáttum!


#





Meira >>
 18.08.2024
 Balí: eyja Guđanna og samanburđur draumhefđa


Votur og svalur sunnudagur
hér í Norðrinu. Minnir nú
frekar á september en
ágúst en jæja...


Ýmsir draumar af landinu bláa
hafa okkur gengið hér
hjá Skuggsjá. Nú síðast
í draumi nætur af nýju eldgosi
á Reykjanesi, ofar í landslagi
en áður. Vonum það besta
og treystum okkar góða vísinda-
fólki og hjálparliðum. En tökum
störf þerra ekki sem sjálfsögð.
Hvar er hjálpin hjálparans,
segir á einum stað.




Þjóðhátíðardagur Indónesa í gær
og ný höfuðborg vígð á Borneó,
Nusantara, í stað höfuðborgarinnar
Jakarta á Jövu sem óttast er að
kunni að síga í sæ. Er það hrap
þegar hafið.





Talandi eða dreymandi um
eldfjöll og eldvirkni: Íslendingar 
hafa á síðustu árum tekið
miklu ástfóstri við eldfjalla-
eyríkið fjölmenna, Indónesíu, 
sem er fjórða fjölmennasta 
ríki heims. Og er jafnframt á
einhverjum mestu flekaskilum
sem um getur í jarðfræðilegri 
merkingu.


Trúlega er landinn ekki bara
að leita á suðrænar sólarslóðir
eins og á Balí sem er vinsælasti 
áfangastaðurinn heldur finnur
samkennd með lífi fólksins
og náttúrunni þar á eyjunni 
grænu, eyju guðanna. 
Eru eldgos og náttúruhamfarir 
þar mjög algeng í gegnum 
aldirnar og sársaukafullur veruleiki
í lífi íbúa. Jafnvel þó sjálf eldgosin 
geti reynst stórfenglegt sjónarspil,
þá vita Balíbúar að eyðileggingin 
getur líka reynst hörmuleg
líkt og hér heima, nú síðast
í Grindavík.




Það er verðugt rannsóknarefni
að kanna betur hvað reynist
líkt í draumhefð Indónesa og
Íslendinga þegar kemur að
draumreynslu er snertir bæði
fyrirboða að náttúruhamförum
og reynslu fólks af því að takast
á við afleiðingar þeirra.
Eldfjallaeyjur í suðri og norðri
og íbúar sem búa við ógnaröfl 
bæði skapandi og eyðandi náttúru.

Vísir að slíkum samanburði varð
til við heimsókn til Balí stuttu fyrir
Covid fyrir nokkrum misserum.
Nú standa vonir til að unnt sé
að vinna betur úr gögnum sem
söfnuðust þá. Ennfremur að skoða
margt fleira í andlegri trúarhefð
Balíbúa. En miðað við Indónesíu
í heild sem er fyrst og fremst
múhameðstrúar, ríkir enn sterkt
afbrigði Hindúatrúar og Búddasíðar
á Balí sem þar hefur þróast í 
aldanna rás.




Draumar, eins konar uppgjör á 
reynslu daganna og tilfinningum 
dreymandans. Sammannlegir og
gjarnan tengdir andlegri merkingu og 
lífstrú hvar sem er á heimskringlunni.
Tenging bæði inn á við og út á við.
Dýrmætur hluti mennskunnar og
raunveruleg gæði sem okkur ber 
að vernda og virða.
Að ógleymdu því að börn þurfa frið 
til þess að vaxa og dreyma -
og upplifa töfra draums og veru.


#
Meira >>
 14.07.2024
 Leikgleđi drauma á hásumri


Háar hitatölur á hálfskíjuðum
sunnudegi hér í Eyjafirði og 
fjöllin rísa björt í brjóstinu.
Vitneskjan um júlítíma í kortunum,
er ekki bara glaður draumur heldur
raunveruleiki: hásumar.



Og fjöllin rísa björt í brjósti þér,
þau benda heim svo langt sem auga sér.
Og moldin vakir, mold og gróin tún
- og máttug rís þín sól við fjallabrún.


Svo kveður Matthías Johannessen,
(1930-2024), í ljóði sínu
Ávarp Fjallkonunnar 1967.



 
Í dagsins önn og argaþrasi og
auknum áhyggjum venjulegs fólks
út af kolrangri hagstjórn og sí
endurteknum tilraunum með
fjármálakerfi sem drifið er af okri
undanfarna rúma fjóra áratugi,
veðrur æ minna um eðlilegar og
nærandi svefnhvíldir og mikilvæga
úrvinnslu drauma. Úrvinnslu sem
talin er nausynleg fyrir endurröðun
daglegrar reynslu í minni og 
heilun tilfinninga og samskipta
úr vökunni. Og nú síðast, tala
fræðingar um taugafræði
miðtaugakerfis og heilaheilsu
í þessu samhengi.




Nú um stundir, dregur úr tímanum 
til dagdrauma--sími og samskipta-
miðlar, tæki og tól taka yfir--og
trúlega eru þeir nú meir kvíðablandnir 
en áður var, litaðir af
áhyggjum af stöðu mála
í afkomu fólks og ástandinu
í heiminum víðast hvar. 
En nú er talið að leikgleðin 
í draumum næturinnar og í 
dagdraumum okkar, séu 
náskyld fyrirbæri.

Í leikgleði drauma skapast
svigrúm fyrir vonir og skapandi 
sýnir á nýja möguleika og
oft vaknar dreymandi fullur
af nýjum þrótti til verkefna
dagsins. Ímyndunarafl og
sköpunargleði nátengd hvort
sem er í vöku eða svefni.
Töfrar draumsins mega
ekki fara halloka fyrir 
vélhyggju nútímans.




Talið er að fólk dreymi a.m.k. 
3 til 5 drauma á nóttu hverri en 
minni á þá er vissulega misjafnt.
Reynslan sýnir að draumar
sem hreyfa virkilega við
dreymandanum varðveitast
betur, fólk man þá einfaldlega
mun betur. Og gjarnan hafa
slíkir draumar ýmist djúpa,
persónulega merkingu fyrir
dreymandann og/eða eru
forboðar um komandi atburði.
 
En almennt eru draumar
síkvik fyrirbæri og ekki
óeðlilegt að þeir gleymist
í flæði svefns og vöku þegar
dreymandinn sér þá örstutt
fyrir sér nývaknaður og svo
eru þeir horfnir.
Hliðið að undirmeðvitundinni
sem geymir alls konar upplýsingar
úr reynslu daganna og af áreitum
sem raunar sum mega alveg
vinsast úr og gleymast í
óminnishafinu.




Stór hluti af mennsku okkar
að láta sig dreyma um heima
og geima í vöku sem draumi.
Draumar gerast í flæði og 
spurning hvort AI-gervigreindinni
takist nokkru sinni að höndla hið 
flæðandi og skapandi
eðli drauma og tilfinninga?
En nú þegar eru sumir innan
draumfræðanna farnir að skoða
með notkun gervigreindar við
flokkun draumtákna og draumsafna
og getur þannig komið að góðu gagni.

Já, en dreymir AI rafkindur?
Getur AI spunnið eitthvað nýtt,
upplifað tilfinningar og tamið
sér leikgleði draumlífsins?
Stórar spurningar sem framtíðin
mun eflaust færa okkur nær 
svörum við svo fremi mannkyni 
lánist að nýta gervigreindina
til góðs og umgangast af virðingu.



#

 

Meira >>
 27.06.2024
 Hjartkćra blómiđ mitt blíđa og fjóludraumar

Meira >>
1  2  3  4  5  6  7  8  9  10  11  12  13  14  15  16  17  18  19  20  21  22  23  24  25  26  27  28  29  30  31  32  33  34  35  36  37  38  39  40  41  42  43  44  45  46  47  48  49  50  51  52  53  54  55  56  57  58  59  60  61  62  63  64  65  66  67  68  Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA