Forsíđa   
 27.06.2023
 Svefn og dreymi í Dýrafirđi og flćđandi hjörtu...Nú er Sólmánuður hafinn
en hann hefst í 9. viku sumars,
oftast á bilinu 18. -24. júní.
Grasaferðir voru algengar
á þessum tíma og sum grös
til matar, drykkjar eða lækninga,
ráðlagt að tína fyrir 21. júní,
Sumarsólstöður eða 24. júní,
Jónsmessu.


Það er sannarlega ákveðið
streymi, flæði í náttúrunni og
lífinu öllu í Sólmánuði en við
upphaf hans má heyra dýr
tala og velta sér upp úr dögginni
og öðlast bæði heilun og skyggni,
segir þjóðtrúin. Og:flæðandi hjörtu
geisla gleði og nýrri von.

Ljósar nætur--Light nights--
vð fagran Dýrafjörð, gefa
lífinu við yzta haf dulúð
og dreymi, En í allri birtunni
hvar ekkki sjást skil dags
og nætur, kemur gjarnan
óregla á svefn og glíman
á daginn getur einkennst
af vissu svefnleysisástandi.

Dagur Sjösofenda rís við
fuglasöng og mjúklátt ölduvagg.
Gott að heita á þá við svefnleysi
m.a. og ráða í veður næstu vikur
en sunnar í álfunni þótti veður
á Sjösofendadegi,segja fyrir um
veður næstu 6 vikur á eftir.

Sjösofenda er þó helst minnst
sem andans manna í frumkristni
og boðbera nýrrar hugsunar
um líf og dauða: að lífið
haldi alltaf áfram og möguleiki
sé á lífi eftir dauðann.

Sjösofendurnir voru grísk
ungmenni sem sváfu í nær 200
ár á meðan ofsóknir gengu
yfir á hendur frumkristnum.
Þegar þeir vöknuðu, var þjóð
þeirra orðin kristin og,gátu þeir
sagt frá dvöl sinni í svefn-og
draumheimum. En að því loknu,
lögðust þeir aftur til svefns
og sofa nú sælir um alla eilífð.

Suður-kóreska skáldkonan,
Choi-Seung Ja, (1952-), er ein
kunnasta ljóðskáldið þar í landi.
Landar hennar hafa dvalið um
skeið við listsköpun, skriftir
ofl. í Dýraafirði, nánar tiltekið
í Blábankanum á  Þingeyri
sem er nýsköpunar- og
samfélagsmiðstöð svæðisins.
Þangað hafa komið einstaklingar
af mörgum þjóðernum og
davlið til lengri eða skemmri tíma.

Í ljóðinu Til þín, yrkir Seung Ja
um flæðandi hjörtu:Flæða hjörtu auðveldar en vindurinn
ég snerti enda greina þinna
Fljótlega fer ég inn í hjarta þitt
Ég vil vera auga fellibylsins sem deyr aldrei#

Meira >>
 24.05.2023
 Leika sér ţar lömbin smá - og draumasafn ÖxndćlingsÍslenska sauðkindin hélt lífi í
landanum í gegnum aldirnar
Tákn um tryggð og fórnargjafir.

Vorið góða grænt og hlýtt,
(þó býsna misjafnt eftir lands-
hlutum þetta árið), lyftir svo
sannarlega sál og sinni þessi
björtu dægur þegar skil dags
og nætur flæða í eitt gangverk.

En við tökum mörgu sem sjálfsögðu,
minnust of sjaldan flókins hlutskiptis
bóndans eins og þegar kemur að því
að skera lambfé að hausti.
Gefum okkur að þetta lærist og venjist.
Svo er þó alls ekki alltaf og sumir eldri
bændur hafa á endanum hætt sauðfjárrækt
vegna þessa. Í stað þess að harðna,
hafa þeir orðið meirari með aldrinum
og ekki lengur treyst sér til að sjá
á eftir fé sínu til slátrunar.

Nú hefur einn af velunnurum
Skuggsjár kvatt þennan heim.
Einstakur draumamaður sem
brá búi á sínum tíma og flutti
á mölina. Seinni hluta starfs-
ferilsins vann hann með bíla
og vélar og voru bílar og/eða kindur
tíð þemu í draumum hans.

Algengir veðurdraumar voru að
dreyma hvítar kindur saman sem
vissi á snjókomu. Það að dreyma
að hann væri að rýja fé, gat vitað
á góðan ábata, eða sjá kindur á beit,
að ákveðin mál myndu leysast vel.
Nokkru fyrir andlátið, hafði hann fært
Skuggsjá draumasafn sitt að gjöf.


Viðvörunardraumar eru gjarnan
tengdir rauða litnum og það
að dreyma endurtekið sama
drauminn af látinni og kærri frænku
koma brunandi á fagurrauðum bíl
inn á bílaplanið hans og staðnæmast
þar, var etv draumtákn sem rættist.
Forboði að eigin andláti, ekki löngu
eftir að hún sjálf hafði fallið frá.
Komandi að sækja hann.

Á slíkum draumum sést mikilvægi
þess að segja frá draumum sem
koma endurtekið og hreyfa við
okkur og einnig að skrá þá.

Þar sem háir hólar, hálfan
dalinn fylla, kvað Jónas um
æskuslóðir sínar í Öxnadal.
Með hverju árinu, er dalurinn
að taka æ betur við sér og
gróa upp með ægifögrum
Hraundröngum og tignarlegum
píramídanum--Þverbrekku-
hnjúknum--, sem framvörðum.
Ekki að undra að slíkt sjónarspil
Náttúrunnar, skapi búendum
líkt og nýlátnum velunnara
Skugggsjár, dýpri sýn á allt
sem er. Fóstri draumlyndi og
draumgáfu sem þeir hafa
hlotið í dýrmæta vöggugjöf.

Við rætur þessara mögnuðu
fjalla/fjallgarðs,hvíla bæirnir
Hraun og Háls.Í Vorvísu Öxndælingsins frá Hrauni,
Jónasar Hallgrímssonar, (1807-1845),
segir m.a.:
Ærin ber
og bærinn fer
að blómgast þá.
Leika sér þar lömbin smá.
Hjartans þakkir fyrir draumana
og velvildina, SKÁ frá Hálsi!
Blessun fylgi nýrri vegferð.#Meira >>
 09.04.2023
 Páskar: ađ sjá draumadísina í svefni vćrumPáskar við yzta haf boðandi
fögnuð vorsins og mildina
miskunnandi í mannheimi.


Skáldið, þýðandinn og rektor
Lærða skólans, Steingrímur
Thorsteinsson, (1831-1913),
yrkir um þá mildi og miskunn
sem draumadísin færir hryggri
sál með sínum elskuríka anda:
þeim sorgin sætast gleymist
er sólhýrt bros þitt sjá.
Kynslóðir íslenskra barna
eiga Steingrími margt að þakka
með þýðingum hans á Þúsund
og einni nótt og Sögum og
ævintýrum H.C. Andersen.


Svo yrkir Steingrímur um
draumadísina:


Í svefni ég sé þig værum,
þitt svífur fleyið dátt
á sævi silfur skærum
við sætan hörpuslátt.Konseptið um draumadísina
lifir með þjóðinni og skilningurinn
á þeirri blessun, hugsvölun og
endurnýjun sálar-og líkamskrafta
sem svefn og draumar geta veitt.
Og er öllum börnum nauðsynleg
til vaxtar og þroska.

Ófá börnin hafa fyrst komist
í kynni við fjarlæg lönd og álfur,
aðra menningarheima við lestur
sagnasafna á borð við Þúsund og
eina nótt.Látið sig dreyma um
heima og geima.

Safnverkið er talið sett saman á
8. til 9. öld og er m.a. sótt fanga
í sögnum frá Indlandi, Persíu.
Sýrlandi, Arabíu og Egyptalandi,
Sagnirnar taldar frá fornöld og miðöldum.
Hver kannast ekki við sögurnar
af Ali Baba, Aladdín og töfralampanum,
og Sindbað sæfara?
Und friðar björtum boga
þú birtist mér í dúr.
Sem sól ég lít þig loga
er laugar sumarskúr.Njótið gleðilegra páska
í draumsins friðarró.#


Meira >>
 21.03.2023
 Vorbirtan unga vitjar eftir draumskyggđa vetrarnótt...Jafndægur á vori boða nýjan tíma
og nú verður dagur lengri en nóttin.
Nýtt tungl rís, og þrátt fyrir kuldabola
heimskautaloftsins, heldur lífið sína
rás og vorbirtan unga vitjar eftir
draumskyggða vetrarnótt.
Frost fór í mínus 21 gráðu
að Torfum í Eyjafirði í gærnótt.
Og 18 mínus gráður um hádegisbil
út við vitann á Svalbarðseyri við
svarbláan blikandi sjógang.
Sólbjört vorjafndægur við yzta haf,
Kaldbakur snjóhvítur og hreint
konunglegur.

Á tímamótum í Náttúrunni líkt og nú,
er talið að draumar gangi mönnum
ljósir og lifandi. Svo var um næturdraum
um fílana þrjá að leik í drifhvítum snjónum
--einn stór og tveir ungar--,og sjalið sem
minnti á blómumsetta og litríka mosabreiðu
sem varpað var yfir þá til þess að verja
bitrum frostkuldanum.
Já, það er að koma vor og vonandi
kemur gróður vel undan vetri.

En þrír fílar í íslenskum snjó?

Fíllinn er löngum tákn trygglyndis,
ástríkis í garð afkvæma og hjarðar,
þolgæðis, góðs minnis og gáfna.
Og þrír fílar saman víða gæfumerki.
Kannski eru fílar í íslenskum snjó,
tenging til Austurlanda fjær og þá
einkum Kína, Indlandis og Indónesíu
þar sem Skuggsjá hefur sinnt
rannsóknum og nú síðast á Balí
hvaðan einn aðstandenda Skuggsjár
er nýkoiminn. Verður meira af slíku
þegar fram horfir. Að dreyma fíl/fíla
gjarnan talið tákna vekgengni í
viðskiptum og verkefnum.

Nú eru Indónesar að sigla inn í
nýtt ár skv. þeirra tímatali með sex
daga hátíðahöldum og fagna
fyrsta degi nýs ár--Nyepi--á morgun,
svokölluðum Degi þagnarinnar.

Fílar víða í Asíulöndum hafa misst
allt að 60-70% heimkynna sinna
vegna landbrots manna til búsetu
eða nýtingar lands til teræktunar
og gúmmívinnslu til að mynda.
Stofninn hrunið og þeir í útrýmingarhættu.
Verndarsvæði hafa verið sett upp,
s.s. á Balí.

Hvað sem líður draumtúlkun, draumvitundin
er mögnuð í sínum sjónarspilum!

Veturinn hefur markast af óvægnum
hristingi á heimsmyndinni; stríðsbrölti.
Jafnframt skerpt á fókusnum um hvað
er hvurs virði í veröld fánýtis og hégóma.
Þversagnir úti um allt og heimsmyndin
gjörbreytt.

Ef þú auðsýnir ekki miskunnsemi,
telstu ekki mennskur, áréttaði meistari
Meng eða Mencíus,(ca. 372-289 f. Kr.),
annar helsti siðspekingur kínverskra
Konfúsíusarfræða. Hann taldi þjóðar-
leiðtoga afgerandi hverju sinni í
framvindu samfélaga, til góðs eða iills.
Ábyrgð valdhafa er mikil.

Sjúkrahús, skólar og almannarými;
börn og almennir borgarar, nú skotspónar
eins og ekkert sé. Hlutgerð sem skotmörk.

Skáldið Valdimar Tómasson, (f 1971),
skrifaði nýlega sína sjöttu ljóðabók og
er hún í minningu Vilborgar Dagbjartsdóttur,
skáldkonu sem lést í september 2021.
JPV/Forlagið gaf bókina út sl. vor:
Blástjarna efans.

Valdimar yrkir um fánýti heimsins
og glámskyggni, þungan nið efa og
firringar. Sársauka og brostnar vonir,
trú og vantrú á tímum neysluhyggju
og tómhyggju; tómlæti.
En við seitlandi undirtón svefns
og drauma og líkn þeirra
Ljóðin tala inn í samtímann og
má líkja við lágstemmda en
áleitna og marglaga söngkviðu
sem hægt er að hlusta á aftur og
aftur og finna þar nýjan samhljóm
í hvert eitt sinn:Blikar á himni
blástjarna efans
og hver tunglgeisli
ber tinandi sársauka.

Harmljóðið dynur
í dauðakyrri nótt.


Það er vor í kortunum.
Kemur í einsemd sem öðru:


Þú drottning einsemdarinnar
draumskyggða vetrarnótt.
Minn tryggi vinur
er vetrarsnjórinn.

Mín vitjar um síðir
vorbirtan unga.#
Meira >>
Síđasta frétt  1  2  3  4  5  6  7  8  9  10  11  12  13  14  15  16  17  18  19  20  21  22  23  24  25  26  27  28  29  30  31  32  33  34  35  36  37  38  39  40  41  42  43  44  45  46  47  48  49  50  51  52  53  54  55  56  57  58  59  60  61  62  63  64  Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA