Forsíđa   
 12.04.2020
 Páskar og tími upprisu: tímavíddir eyfirsks afdalabónda


Páskar enn á ný við ysta haf.
Tími upprisu og endurnýjunar
í Náttúru og mannheimi.
Tíminn í raunheimum er öðruvísi
en í draumum en samt er tími
daganna nú, líkari draumi,
raunar líkari martröð en nokkru
öðru eða nokkru sinni fyrr hjá
nútímamönnum. Að hugsa ekki
bara í tímalínum heldur í hringrás,
gæti reynst hjálplegt á þessum
óvissutímum.





Eyfirskur afdalabóndi á síðustu öld,
Kjartan Júlíusson á Skáldstöðum efri,
var þekktur af sínu heimilisfólki fyrir
áhuga sinn á tímavíddum drauma en
einnig af landkönnun sinni á fjöllum;
einkum fór hann þessar fjallaferðir
að kvöld- og næturlagi þegar skilin
dags og nætur runnu saman.
Kjartan skráði daglega drauma sína,
m.a. á pappírshólkana af Tímanum
sem þá var víða keyptur til sjávar
og sveita og barst með ötulum
póstinum/mjólkurbílnum frameftir.
Góð vinkona Skuggsjár, alin upp
hjá Kjartani og konu hans í gamla
torfbænum á Skáldstöðum til
10 ára aldurs, kann ýmsar sögur
af Kjartani og Halldóri Laxness,
sem var mikill vinur hans og
tíður heimilisgestur. Spurning
með Bjart í Sumarhúsum... og
makalaus táknfræði bæjarnafnsins,
Skáldstaðir, í því samhengi!





Kjartani varð tíðrætt um hreina og
tæra loftið á fjöllum og hve létt væri
að ganga þar í efstu hæðum.
Hann lýsir fjallakönnun sinni í bókinni
Reginfjöll að haustnóttum sem Iðunn
gaf út 1978 með formála nóbelskáldsins.
En þar talar Laxness m.a. um fjallamálverk
sem þá voru komin í tísku á veggjum
landsmanna og hve þau færa landann
nær náttúrunni og kynngi hennar.
Enduruppgötvun náttúrunnar á
stofuvegg, hvetur til fjallakönnunar
í raunheimi!





Sannkallað barn náttúrunnar, Kjartan,
sem tók mark á draumum sínum
til leiðsagnar og virti gjafir þeirra.
Um leið og hann kannaði hin þunnu
skil heimanna og möguleikana á
að sækja þangað ljós og visku,
þá virðist hann hafa sótt í
spilverk minninga úr fortíð en
líka áfram úr framtíð líkt og
frumbyggjar víða um heim.
En Öldungar þeirra kveða sér nú
hljóðs og má þar nefna Öldunga
Hopi indíána og frumbyggja
Ástralíu. Skilaboð þeirra
tengjast skilum heima og vídda:
við erum að ganga í gegnum
óhjákvæmilega gátt breytinga,
(port--portal), og inn í nýja tíma
og nýja vídd.



Verum vonbjört þessa páska
og gleðjumst yfir lífinu þrátt
fyrir viðsjár. Gerumst læs á
þær rúnir sem náttúran ristir.





#
Meira >>
 10.04.2020
 Heims-Skugginn og Náttúran: Björt í ţinni skuggsjá skín...


Nú þegar eitt hundrað dagar eru
liðnir í alheimsfaraldri kórónu,
er bjartara til himins í stórborgum
heimsins hvar dýrin hafa víða
haldið innreið sína. Mengunarkófi
er að slota nú þegar veröldin
hefur stöðvað mesta umferð á
lofti, láði og legi. Heimskerfin
komin að fótum fram hvað sem
síðar verður, með mestu kreppu
í aðsigi í níu áratugi.





Undir fullum ofurmána dagsins
fyrir Skírdag, var óræður himinspegill
nær Jörðu og skærari en nokkru
sinni fyrr í 70 ár eins og séð hafði
verið fyrir af stjarnvísindunum.
Enn heldur himingeimur tryggð
við allt sem lifir, og farfuglarnir
sem elska sín íslensku heimkynni,
eru margir lentir á landinu kalda
eftir langflugið yfir heimsálfur og -höf.





Náttúran fer sína hringrás að vanda.
Og ef til vill er tími vor ekki línulegur
heldur hringlaga, á sér byrjun sem
hefur engan enda og öfugt.
Frumbyggjar Ástralíu, s.s. Anangúar
í návígi Uluru fjalls, búa yfir með elstu,
óslitnu samfélögum manna og jafnframt
einhverjum elstu trúarsiðum mannkyns.
Dæmi um eina sviðsmynd af nokkrum,
þá var/er/verður í Alheimsdreyminu
--Dreamtime--, núverandi hamför
heimsins þegar til. En jafnframt
felur hamförin í sér fræ að nýrri
þróun, leiðina aftur og áfram heim...
Draumar gefa okkur færi á að
svifa um rými án takmarkana
tímans og gjarnan talað um þá sem
hreyfingu í rúmi--movement in space.
Nútíma draumfræðingar hafa
undanfarinn áratug, lagt sérstaka
áherslu á nauðsyn þess að dreyma
saman um bættan og betri hag og
heim til handa öllum jarðarbúum.
Samdreymi sem heyfiafl breytinga
er dreymir nýjan heim inn í veruna.





Murray Stein og fleiri draumfræðingar,
tala nú um Heims-Skuggann sem
hefur lagst yfir allt, og fá inn aukinn
fjölda drauma sem tengjast
dauða og endalokum. En hér hjá
Skuggsjá er líka talsvert um að
fólk upplifi tímann bara alveg stopp,
bæði í vöku og svefni!
Eins og þegar horft var til ferðar
til Indónesíu í mars að upplifa
Dag Þagnarinnar á Balí - Nyepi -,
þá var þegar í desember erfitt
að sjá fyrir sér og skynja að sá tími
myndi hreinlega renna upp enda
rann hann ekki upp!
Og ferðinni frestað um óákveðinn
tíma eftir kóvid takmarkanir.
Dagur Þagnar rann samt upp
þann 25. mars bæði þar og hér
og Balíbúar fögnuðu nýju ári!





Heims-Skugginn - World Shadow -,
hefur í sér fólgna möguleika að sjá
margt upp á nýtt og endurnýja
manngerð kerfin sem voru orðin
bæði plánetu og öllu lífi um megn.
Þurfum að ganga hugrökk í gegnum
gáttina á mótum hins gamla og nýja.
Keldhverfingurinn Kristján Jónsson,
fjallaskáld, (1842-1869), kvað um
lindarvatnið sem sækir hljóðlátlega
fram hvað sem öllu líður og hvernig
veröldin þrátt fyrir myrkur og syndir
mannfólksins, skín björt í skuggsjá
lindarinnar:





Veröld sveipuð synda rökkri
björt í þinni skuggsjá skín...





#
Meira >>
 21.03.2020
 Draumblá vorjafndćgur og dýrđin, dýrđin í skugga Kórónu



Veðurfegurð mikil á sólbjörtum fimmtudegi
við ysta haf þann 19. mars en heyrst hafði
til vorboðans sem kveður burt leiðindin,
lóunnar, nokkru fyrr: dýrðin, dýrðin.
Þjóðtrúin kennir að komi lóan snemma og
syngi dýrðin, dýrðin, sé von á góðu vori
sem komi snemma. Er það óskandi
eftir harðan og langan illviðravetur,
að lóan kveði burt snjóinn.





Nóttina á eftir tóku draumblá vorjafndægur
við þegar tími og rúm heimsálfa á milli mættust
í stafrænum heimi Internets og tölvupósta:
nútíma könnuðir í alheimssamfélaginu
sáu þann kost vænstan að hverfa á braut til
heimkynnanna í norðri, og nú þurfti að afbóka með
hraði, bóka nýtt og endurhugsa sinn gang.
Það þurfti að henda tölvupóstum á milli heimsálfa
til þess að græja svo skyndilega heimferð.
Klukkan var nákvæmlega 3.50 þessa nótt jafndægra
í norðrinu og að nálgast hádegi í Singapúr hvar
íslenski könnuðurinn var staddur að komast í flug til
Evrópu og þaðan til síns heima á Ísalandi, beint í sóttkví.






Hið fágæta og friðaða hreisturdýr--pangolin--og mennsk
ásókn og græðgi sem engu eira, hvorki friðuðu
né öðru, hafði tekið völdin, og kórónuveiran tekin að
geisa án afláts, trúlega komin úr friðuðu hreisturdýri
sem matreitt hafði verið, keyptu á markaði, eða nýtt
í því skyni að búa til læknislyf; vonandi nær veiran ekki
að stökkbreytast til frekari versnunar...
Hættulegustu veirur samtímans koma úr dýrum
til manna, eða svo er sagt, eins og ebólan sem
stökk úr leðurblöku í menn og stökkbreyttist síðan
í enn hættulegri og banvænni legg...
(Sýklahernaður er ein sviðsmyndin, sem Vísindavefur
Háskóla Íslands, dregur upp af tilurð ebólaveirunnar).
Raunar er möguleiki, að það sem sé uppi á teningnum
með hreisturdýrið og upphaflegu smitleiðina í mannfólkið,
sé að dýrið kunni að hafa borið kórónuveiru úr úrgangi,
sem fallið hefur til jarðar frá leðublöku, og sem hreisturdýr
fékk upp í sig þegar það rótaði í jarðvegi eftir æti. Og að
þannig hafi veiran komist í vefi dýrsins, sem síðan var
matreitt og borðað, eða skeljar þess nýttar til lækninga.
Samt vakna margar spurningar eins og af hverju ætti það
að gerast einmitt nú þar sem hreisturdýr til átu er jú ekki
nýtt af nálinni? Breyting á erfðaefni--stökkbreytt afbrigði
kórónaveiru í nútímanum--er einn svarmöguleika.






En hvað vitum við svo sem um dýrin, innra líf þeirra
og hegðun í sinni búbblu? Hvar halda smáfuglarnir
sig--staðfuglarnir--hundruðum saman, á köldum
vetrum þegar þeir sjást ekki heima við bæ, eða
í görðum landsmanna? Hvað vitum við um lóuna?
Þjóðtrúin segir að lóan kunni nefnilega að dvelja í
margra mánaða dvala með vetursetu hér í skjólum
og með birkikvist eða víðisbút í goggi og síðan mæta til
leiks að vori. Snilld! Já, þessi veðurglöggi vaðfugl veit
lengra nefi sínu hvort sem lóan fer, flýgur langflugið til
Bretlandseyja til vetrardvalar og flýgur síðan að vori
um heiðloftin blá til landsins kalda, eða þykist fara
en er bara allan tímann hér heima í felum...
En, já, nú eru villt dýr sem áður voru étin af gráðugu
mannfólki, alfriðuð í Kína eftir þessa hræðilegu og
hættulegu útbreiðslu banvænnar kórónuveiru,
Covid-19, sem er að gjörbreyta kerfum manna
um veröld víða.





Hver hefði séð þessi geigvænlegu umskipti
fyrir á örskotsstund nema Náttúran sjálf?
Heimurinn er gjörbreyttur og nú skiptir traust,
tiltrú á mennsku og mildi og samstaða
innan þjóða og milli þjóða, réttar upplýsingar og
vísindaleg þekking, öllu, til þess að takast
á við það sameiginlega verkefni að hindra frekari
útbreiðslu og þróa bóluefni, bjarga mannslífum.
En hvað verður ofaná, samvinna eða sundrung,
mun tíminn leiða fram. Vonum það besta.
Eitt er ljóst, loftmengun hefur minnkað snarlega
nú þegar dregur svo um munar úr ferðalögum
á lofti og láði. Og fólk þarf að búa við sjálft sig
og aðra, sama hvað.

Margir tala um aukið draumflæði nú þegar það er
nær sjálfu sér og sínum nánustu, er meira heima
og hefur þurft að hægja á sér.



Segir svo hjá meistara Konfúsíusi:



Hvert sem leið okkar liggur,
ferðumst við með okkur sjálf.




#
Meira >>
 14.02.2020
 Sálarkortiđ: Persóna og Skugginn og draumlendur


Í djúpsálfræðinni er leitast
við að kortleggja lendur
sálarinnar, bæði hinar sýnilegri
og hinar duldari sem og
draumheima eins og kemur
vel fram í skrifum Carl G. Jung,
s.s. í the Red Book, og í skrifum
fjölmargra lærisveina hans.
Marie-Louise von Franz, (1915-1998),
var náinn lærísveinn Jung og skrifaði
m.a. um ævintýri og ýmis minni
í þeim, um drauma, alkemíu og
hið heilaga Gral, og beitingu skapandi
ímyndunarafls til þess að byggja
brú á milli hins meðvitaða og
undirmeðvitaða. Hún starfaði
lengi í Zurich við Jung stofnunina
þar og hefur haft mikil áhrif á
leika sem lærða um heim allan,
og voru skrif hennar ákveðið þema
í doktorsritgerð forstjóra Skuggsjár
á sínum tíma.




Á síðari árum, hefur hinn kanadísk
ættaði sálgreinir, dr. Murray Stein,
sem starfað hefur árum saman
við ISAP stofnunina í Zurich--
International School of Analytical
Psychology--skrifað í anda þessara
brautryðjenda og haft mikil áhrif víða
með bókum sínum um duldar
lendur sálarinnar og erkitýpurnar,
arfgerðirnar, sem dvelja í hinni
sammannlegu dulvitund.
Bækur eins og The Bible as Dream
og Map of the Soul - Persona:
Our Many Faces, hafa fengið mikið
alþjóðlegt lof, og komu út á
árunum 2017 0g 2019.




Nýverið kom út hjá Asheville-Jung
Center í Asheville, Norður Karólínu,
og Chiron Publications, önnur
bók Murray Stein, um sálarkortið,
Map of the Soul - Shadow: Our Hidden Self.
Í þessum tveim kortagerðarbókum,
fjallar hann annars vegar um
Persónuna, sem við sýnum út á við
og grímurnar okkar. Og hins vegar
um duldu öflin í undirdjúpum sálarinnar,
Skuggann, sem við viljum oft ekki
gangast við, en eru öllum sameiginleg,
og birtast gjarnan í draumum og
martröðum, jafnvel í ofbeldi og illvirkjum
einstaklinga og samfélaga.
Leggur áherslu á, að það sé ekki
fyrr en við viðurkennum þessa hluta
af okkur, sem við getum öðlast
dýpri sjálfsþekkingu og heilun,
sem síðan gerir okkur fært að
skilja og byggja betri heim.




Suður-Kóreska strákabandið, BTS,
hefur mjög hrifist af fræðum
Murray Stein og sendi frá sér
albúm eftir úkomu Persónu
bókarinnar 2019 og mun nú á
næstu dögum senda annað albúm
frá sér, sem vísar í margt í seinni
bókinni um Skuggann og er
albúmið unnið í náinni samvinnu
við Stein.
Raunar hét fyrsta albúm BTS
frá 2013, No More Dream,
trúir hinni fornu kóresku hefð,
að fjalla um skilin draums og veru.
Það er ekki úr vegi á sjálfan
Valentínusardag, að vitna í
eitt frægasta lag BTS úr fyrra
albúminu, sem hefur fengið
eitthvert mesta áhorf og spilun,
sem um getur á YouTube.
Lagið heitir A Poem of Small
Things - Boy With Luv:






Listen my my bay I´am
Flying high in the sky
With the two wings you gave me back then
Now it´s so high up here
I want you tuned in to my eyes
Yeah you makin´ me a boy with luv
Yeah you makin´ me a boy with luv


---------------

I´ll speak very frankly
Sometimes I was a little shut up
Elevated sky, expanded hall
Sometimes I prayed let me run away
But your pain is my pain
When I realized that, I vowed to myself,
with the wings of Icarus you gave me
Not toward the sun but toward you
Let me fly




#


Meira >>
Síđasta frétt  1  2  3  4  5  6  7  8  9  10  11  12  13  14  15  16  17  18  19  20  21  22  23  24  25  26  27  28  29  30  31  32  33  34  35  36  37  38  39  40  41  42  43  44  45  46  47  48  49  50  51  52  53  54  55  56  57  58  59  60  61  62  63  64  65  66  67  Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA