Forsíđa   
 24.12.2022
 Friđur - fegurst jólaskart - og fólkiđ og Sundiđ í BrekkugötunniÍ uppvexti Bjargar, forsvarskonu Skuggsjár,
kynntist hún skáldinu sem kallað hefur
verið fylgdarmaður húmsins, Kristjáni
frá Djúpalæk á Langanesströnd
í Bakkafirði, (1916-1994).

Þannig hagaði til að eitt húsasund,
í daglegu tali nefnt Sundið, var á milli
æskuheimilis hennar og skrifstofu
Kristjáns í næsta húsi þar sem blaðið
sem hann ritstýrði, Verkamaðurinn,
var staðsett.


Sundið var fjölfarið og oft vettvangur
uppátækja og bernskubreka sem
þeir fullorðnu hentu gaman af.
Og þar hittust og tóku tal saman
hinir eldri og reyndari sem bjuggu
og/eða störfuðu í húsunum númer
3 og 5 að Brekkugötu í miðbæ Akureyrar
en númer 3 var æskuheimil Bjargar
og númer 5 vinnustaður Kristjáns.

Andstæðir pólar í pólitík skeggræddu
um landsins gagn og nauðsynjar
þegar þeir hittust í Sundinu.
Sumir að koma, aðrir að fara.
Þessi samskipti forkólfa verkalýðs-
baráttunnar og alls pólitíska litrófsins,
fóru ávallt vel fram og mikið gantast og
vísum hent fram. Gagnkvæm virðing
einkenndi þessi friðsamlegu samskipti;
Kristján með sína alpahúfu tottandi
pípuna kankvís.


Síðar átti Björgu eftir að dreyma
merkilegan tímamótadraum með
Sundið og húsin tvö í aðalhutverki:
einn af þessum svokölluðu stóru
draumum sem marka nýja áfanga
og oft óvænta, í lífshlaupinu.


Magnað hve nánasta umhverfið
hefur mikil áhrif og lifir með okkur
alla tíð eins og sálfræði nútímans
er æ meir að leggja áherslu á.
Og segir líka til sín í draumlífinu
líkt og annað sem hefur djúpa
og lifandi merkingu fyrir okkur.Friður meðal manna heima og
heiman, er grundvöllur eðlilegrar
og heilbrigðar þróunar en ekki
sjálfgefinn. Um það vitna þær
stríðshörmungar sem nú ganga
yfir í samfélagi manna í okkar
heimsálfu, Evrópu,
Fylgdarmaður húmsins, er heiti
heildarverka Kristjáns frá Djúpalæk
sem kom út hjá Hólum árið 2007
í umsjón Ragnars Inga Aðalsteinssonar
og Þórðar Helgasonar.

Kristján orti mörg einstök kvæði
sem tengdust húmi og vetrartíð,
svefni og draumum, og jólum.
Eru Hin fyrstu jól eflaust þeirra
þekktust sem Ingibjörg Þorbergs
söng svo fallega og fjölmargir síðan.
Annað er Jólafriður en í einu erindi
þess segir svo:
Þá tekur kyrrð í veröld völd
þá verður hýtt og bjart.
Og friður nær og fjær á jörð
er fegurst jólaskart.Gleðileg friðarjól!#


Meira >>
 21.12.2022
 Vegurinn liggur til veralda ţinna...Fögnuður á Vetrarsólstöðum
nú þegar lengsta nóttin er að baki
og stysti dagur ársins rennur fram;
sól stendur andartakið kyrr, hverfist
svo um sig á himinbaug.
Festingin hingað tll fengið að vera
í friði og enn á sínum stað:
vegur minn liggur til veralda þinna,
kvað listaskáldið góða.

Dag tekur að lengja á ný og það
birtir hænufetið sem reynist
samt býsna drjúgt.
Magnað að fljúga sjónflugi yfir
Fagradalshraun á þessum tíma-
mótum Náttúrunnar og berja
eldstorknaða svarta flákana í
Geldinagadölum og Merardölum
augum í mildri skammdegisbirtu
þessa sólstöðusíðdegis.
Maður þakkar bara pent.
Nýtt land í mótun og forvitnilegt
að fygjast með smáveru- og
plöntulífi setja sinn svip á það
með tíð og tíma.
Inn á milli hamfarafrétta fjölmiðla
og samskiptamiðla--sækjandi æ meir
í peningainnspýtingu frá ofsa og hatri--,
er gleðilegt að sjá jákvæðar frásagnir
eins og af notkun blóma í framleiðslu
á gervileðri - pleðri. Í stað þess
að sóa þeim og henda þó sölnuð séu.
Blóm,sem áður höfðu verið notuð til
þess að gleðja, í virðingarskyni eða
til lofgjörðar, fá nú nýtt hlutverk í
endurvinnslu og framleiðslu nýrrar
og skaðlausari afurðar.
Sýnir í leiðinnii hve hugvitið getur fleytt
okkur áfram til nýrra dáða og uppgötvana
án þess að valda lífríkinu skaða.
En á nokkrum áraugum hafa, illu heilli,
um 70% villtra dýra og plantna horfið
af sjónarsviðinu.

.
Blómin í allri sinni fegurð og lítillæti,
sigra hjörtun og veita vonarbirtu
líkt og biskupshatturinn eða
fjalldalafífillinn af rósaætt með
sín stóru og drjúpandi dumbrauðu
blóm á háum stöngl, nú í vetrardvala.
Rótin harðger og lifir af og var.notuð
bæði til nytja og lækninga hér áður,
hjálpleg við hita og kvefi sem herjar
á þessum árstíma - og mögulega
tll þess að brugga jólaölið!

Gjafmildi og seigla blómjurta á köldu
landi, lærdómsrík; fjalldalafífill hefur
fundist hæst eða í allt að 640-660
metra hæð til fjalla og dala hérlendis,
í Eyjafirði, ekki fjarri æskuslóðum
listaskáldsins góða.
Fyrr á öldum voru þessar slóðir
gjarnan kallaðar undiir Fjöllum.

Ekki að undra að mótunarár Jónasar
undir Fjöllum,að Hvassafelli og
Möðrufelli, setji svip sinn á
náttúruljóð hans og önnur skrif.
Hæglát sýn á festinguna á kyrrlátum
dögum við sólsetur, er honum
hugleikin; hann þýddi fjölmörg
gullfalleg ljóð líkt og Sólsetursljóð
enska skáldsins og konsúlsins,
G.P.R.James. Sólin, röðullinn,
mun rísa enn á ný og hresstur
snúa á himin:

Drag nú hið blásvarta,
blysum leiftranda
salartjald saman
yfir sæng þinni,
brosi boðandi,
að af beði munir
bráðlega hresstur
á himin snúa.
#
 
Meira >>
 16.11.2022
 Hjartaţungt í heimi; skuggabaldur úii einn...


Í dag eru 215 ár liðin frá
fæðingu listaskáldsins góða
og orðasmiðsins knáa,
Jónasar Hallgrímssonar,
(16.11.1807 - 26.05.1845).

Þrátt fyrir um margt óblíða ævi
og fálæti valdsmanna um
hans lífshagi - og síðar bein -,
hafa fáir samlandar náð að lyfta
okkur í sál og sinni og láta okkur
dreyma um betri tíð fyrir mann
og annan; sannkallaður
ástmögur þjóðarinnar.
Slíkt er hans aðdráttarafl, bæði fyrr
og nú, að fjömargir geta samkennt
sig við hann í íslenkum raunveruleika
og aðstæðum. En aðdráttarafl er
eitt af nýyrðum Jónasar.

Ljóðin hans, nýyrðin, náttúrufræðin,
allur sá afrakstur, ber vott um
gríðarlega elju, afköst og næmni
skálds og fræðimanns sem lést
langt fyrir aldur fram, aðeins
37 ára gamall.
Jónas var menntaður í steinafræði
og jarðfræði innan náttúruvísinda
og hafði áður lagt stund á guðfræði
og lögfræði. Telst prestssonurinn úr
Öxnadal, - þar sem háir hólar,
hálfan dalinn fylla, - best menntaði
Íslendingurinn og fjölfræðingurinn
á sinni tíð.


Talandi um tíð og tíma: Jónas
var afar glöggur á hringrásina í
náttúrunni og gang himintungla
og þýddi m.a. merkilegt rit um
stjörnufræði eftir danska
stærðfræðinginn, G.F. Ursin.
Kom Stjörnufræði, létt handa alþýðu,
út í Viðey, árið 1842.
Í þeirri þýðingu er að finna
fjölmörg frábær nýyrði sem hafa
eignast fastan sess í þjóðtungunni.
Dæmi þar um eru reikistjarna,
sporbaugur, ljóshraði, aðdráttarafl
og þyngdarafl.

Í skáldskap og fræðum Jónasar,
má sömuleiðis víða finna falleg
og hnittin nýyrði, eins og haförn,
leðurblaka, útsýni, niðaþoka,
molla, sunnanvindur, sjónstjörnur,
sviphrein, ylhýr og hjartaþungt.
 Nýlega kom út hjá Sögum útgáfu,
kærkomið bókverk sem segir
frá nýyrðasmíði Jónasar og
lýsir sögu hans í myndum,
eftir þær Önnu Sigríði Þráinsdóttur,
málfræðing og Elíni Elísabetu
Einarsdóttur, teiknara.
Verkið kallast Á sporbaug.Þennan afmælisdag Jónasar,
grúfir skammdegismyrkrið við
marauða jörð snemmmorguns
og rakt er í lofti, síðan tekur
að rigna á köflum en léttir á milli
í hægstreymi seinnipartsins - og
um lágnættið, tekur hljóðlátt
næturmyrkrið völdin.

Óhætt að segja að hjartaþungt
í heimi nú um stundir og
skuggabaldur og skuggavaldra,
sé víða að finna í hamfaraveðri
tíðar og tíma. Missum ekki vonina
um betra útsýni í mannheimi.

Í einn af veðurvísum Jónasar,
yrkir hann svo:Skuggabaldur úti einn
öli daufu rennir.
Skuggavaldur, hvergi hreinn,
himnraufar glennir.#

Meira >>
 26.10.2022
 Tunglskinsljóđ, sem blćrinn ber; vetur rís í válegri veröld


Nú er vetur genginn í garð
og sumarið kvatt. Þessi tímamót
í náttúrunni líkt og svo mörg
önnur slík tímamót, eru álitin gjöful
til úrvinnslu og drauma. Vegvísar
um ókomna tíð.

Fyrsti Vetrardagur var hinn
22. október og síðan hafa dagar
verið stilltir, bjartir og fagrir;
á kvöldin blika stjörnur og
Norðurljósadýrð. Og snemma í
gærmorgun á nýju tungli, varð
deildarmyrkvi á sólu.
Tunglskinið býr yfir sínum
mögnuðu töfrum, sem vekja
von um sönn kærleikstengsl
en líka eftirsjá eins og segir í ljóðinu
Þín hvíta mynd, eftir góðskáldið,
Tómas Guðmundsson,(1901-1983),
og sem tónskáldið, Sigfús Halldórsson,
(1920ö1996), gerði undurfallegt
lag við og gaf út á albúminu
Fagra Veröld árið 1978.
Ljóðabók Tómasar, Fagra veröld,
hafði komið út 1946.

Ófáir íslenskir söngvarar hafa
spreytt sig á flutningi Þín hvíta mynd.
Má þar nefna Guðrúnu Á. Símonar,
Alfreð Clausen, Ellý Vilhjálms, og nú
síðast, Kristjönu Stefáns og Svavar Knút.


Eins og tunglskinsljóð, sem blærinn ber
úr bleikri firð á vængjum sér,
líður mér um svefninn hægt og hljótt
þín hvíta mynd um svarta nótt,
 kannske var það draumur, sem ég gat ekki gleymt,
en eitt er víst að síðan er í hjarta minu reimt.
Þegar Náttúran skartar sínu
fegursta eins og þessi dægrin
og hægstreymi vetrar tekur
völdin, eru mannlegir harmleikir
og ólýsanleg grimmd í veröldinni,
eitthvað svo úr takti við allt
þetta ljóðræna og draumkennda
sjónarspil.
Náttúran leitar samræmis
fyrir lif í jafnvægi.
Líka í mannheimi.
Á tímum vélvæðingar og
tækniundra og alnetsins,
getum við nú hlustað á okkar
frábæru söngvara flytja
Þín hvíta mynd, s.s. á YouTube.

En á sama tíma hefur því miður
reynst stutt í alvarlega firringu
í tengslum á milli manna og við
aðrar lífverur. Samkennd og meðlíðan
fara minnkandi en ásækni í áhrif
og völd yfir meðbræðrunum
aukast, oft með vélabrögðum.
Narsissmi og siðblinda í sókn.

Merkingarbær tengsl við aðra og
náin tilfinningabönd og félagatengsl,
eru jú það veganesti, sem við
þurfum á að halda til að vaxa og
þroskast og verða að manni
hvar mennska og miskunnsemi
eru leiðarljósin.
Nú um stundir ber svo við að hægt
er að granda öðrum manneskjum
með því að sitja bara við skrifborð
í órafjarlægð og beina þaðan
langdrægum flaugum til að valda
sem mestum skaða á lífi,
innviðum og eignum.
Með akkúrat engin tengsl við
skotmörkin: slíkt gæti truflað
sálarró og hreyft við siðvitund
skotmanna! Standa svo upp
frá dagsverkinu og ganga sæll
til náða eða hvað?

Eitruð valdaklíkan og ofstækisfullir
ráðgjafar í sínum makindum
þar fyrir ofan, stígandi dans við
forherta vopnasala; valdaelíta með
ægivald á fjölmiðlun, beitandi falsfréttum
og upplýsingaóreiðu.
(Ljóst að margir slíkir æðstráðendur
meika ekki dagana nema þunglyfjaðir/
eiturslævðir í sínu alræðisbrjálræði
eins og sagan sýnir. Hiltler var t.a.m.
háður daglegum amfetamínsprautum.
Gat ekki sofið. Skyldi engan undra).
Nýr, firrtur og óhugnanlegur
veruleiki blasir við með tilkomu
nýrra vopna, sem eru að gjörbreyta
heimsmyndinni, umturna gildum
og sverfa illilega að mannlegum
tengslum og reisn.


Vetur rís í válegri veröld.
Gleymum ekki að við eigum
möguleika til að ná áttum
og fóta okkur í þessum
nýja og harða veruleika.
Niðurstaðan á þann veg,
að við megum ekki sofna
á verðinum, baráttu er
þörf, nú sem aldrei fyrr.
 #
Meira >>
Síđasta frétt  1  2  3  4  5  6  7  8  9  10  11  12  13  14  15  16  17  18  19  20  21  22  23  24  25  26  27  28  29  30  31  32  33  34  35  36  37  38  39  40  41  42  43  44  45  46  47  48  49  50  51  52  53  54  55  56  57  58  59  60  61  62  63  64  65  66  67  Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA