Forsíđa   
 01.01.2020
 Ljóshvolfiđ og helgitré á nýju ári plöntuheilsu



Áramótin gengu í garð í
mildu votvirðri og ákveðnum
stillileika veðurguðanna
hér í Norðrinu.Landinn leit
til himins og fagnaði
nýju ári 2020, alþjóðaári
plöntuheilsu samkvæmt
bókum UNESCO.
Hvort það voru marglitir
og háværir flugeldar, sem
fönguðu athyglina, eða
sköpunarverkið og ljóshvolfið,
eða bara allt í bland, skal
ósagt látið.








Hlýlegt og einlægt trjáknús
á ármótum er kærkomið,
bæði fyrir menn og tré...
Við öndum að okkur
súrefninu frá trjánum
og þessir staðbundnu
samfylgdarvinir--sumir
aldagamlir eins og 
reyniviðirnir í Eyjafirði--,
hafa sannarlega orðið vitni
að mörgu í mannheimum
og plöntuheimum.
En margir reyniviðir hér
um slóðir, hófu lífdaga
sína sem græðlingar af
reyniviðnum forna á
Hvassafelli í Eyjafjarðarsveit.
Á þeim reynivið var mikil
helgi og hann því nefndur
helgitré, sem þjóðskáldið
Jónas Hallgrímsson, hefur
óefað haft kynni af í uppvexti
sínum, unglingur á Hvassafelli.







Tré eiga sér sitt líf
innbyrðis og tala
saman og miðla
upplýsingum í
gegnum  ræturnar:
sveppanet í iðrunum
flytur rafboð á milli.
Gerir vart um hættur ofl.
Tré binda líka mikið
vatn og dæla víða.
Margslungnar verur
með persónuleika og
háþróað tengslanet.
Og ef lagt er við hlustir,
má heyra þau tala,
syngja...
Og kannski sjá þau ganga
líka eins og Etnarnir hjá
Íslandsvininum Tolkien!
(Raunar er trúin á talandi tré,
þekkt í þjóðtrú og minnum
um heim allan, langt
aftur í aldir).








Munum að við höfum skyldur
við trjá- og plöntulífið,
sem nú brennur um veröld
alla, í bæði eiginlegri
og óeiginlegri merkingu.
Höfum skyldur við búsvæði
plantna, verndun þeirra og
viðhald en eldar og sýkingar
ásamt land-og/eða ofnýtingu,
verða til þess að plöntur ná
víða ekki að aðlagast og
eru sumar tegundir í hættu
að deyja alveg út eins og
á Amazon svæðinu, þessari
stærstu súrefnisveitu Jarðar.
Nú um stundir verður um
40% allrar mataruppskeru
heimsins, plöntusýklum að bráð.
Þessar hörmungar hafa
síðan áhrif á byggileika,
atvinnu og fæðuöryggi,
að ótöldu því að kunnugleiki
hversdagsins laskast og firrist.







Finnum okkar tré: getum
hæglega gróðursett
okkar tré, eða annarra,
eða styrkt trjárækt með
einum eða öðrum hætti
og þannig kolefnisjafnað
sem mótvægi við eitur-
gufunum í andrúmsloftinu.
Munum að bæði vernda og
hlusta á tónverk Móður
Jarðar í trjám og plöntum
undir fágætri hljómkviðustjórn
ljóshvolfsins á árinu 2020,
nú þegar perlumóðurskýin
--glitskýin--svífa leikandi
í Norðrinu og gleðja sál
og sinni þennan fyrsta dag...






#











Meira >>
 31.12.2019
 Deigla tímans og seigla draumsins um nýjan heim


Enn á ný segir tíminn til sín
og byrjar brátt nýja hringrás,
sama hvort okkur líkar
betur eða verr; raunar höfum
við bara ekkert um það að segja,
Náttúran er við stjórnvölinn.
Afstæði tímans og rúmsins er
hollt fyrir þröngt sjónarhorn vort:
nú klukkan 16 þegar þessi pistill
er ritaður, berst kveðja
úr framtíðinni til árs og friðar,
miðnætti í Suðaustur Asíu,
og nýtt ár runnið upp hinum
megin á hnettinum!




Árið 2019 sem nú kveður,
markar lok heils áratugar
og einkennist um margt af
umróti og ólgu, allt að upplausn
í samfélögum, og minni sem
stærri einingum innan þeirra
og þeirra á millum; hefur á
stundum verið martröð likast.
En friðarviljinn er lífsseigur,
og víða er frábært mannúðar-
og hjálparstarf unnið eins og
við hér á Fróni fengum
sannarlega að reyna í
nýliðnum náttúruhamförum.




Hamfarahlýnun, og einhverjir
mestu þjóðflutningar í sögunni,
ásamt stafrænu byltingunni,
munu umbylta samfélögunum
eins og við þekkjum þau; þessi
þróun er að verða æ skarpari.
Aftur er það Náttúran sem
lætur ekki að sér hæða en
það vald sem Herrar Jarðar
hafa tekið sér, gæti, ef fram
heldur sem horfir, leitt til enn
frekari hörmunga, eyðileggingar,
endanlegs hruns vistkerfa og
fjölbreyttra menningarheima.




Sömuleiðis, er hættan af hningun
mennskunnar mikil, og af því
refsileysi, (impunity), lygum og
falsi, sem víða ræður ríkjum.
Það að telja sig komast upp
með allt, og raunar gera það,
sýnir að mannfólkið hefur glatað
sjónum á sín leiðarljós; margir
taka þetta mynstur sem gefnu,
sjá sér jafnvel hag að því, eða
gefast upp fyrir ofureflinu, og
hver reynir að bjarga sér.
Víða hættulegir einstaklingar
við stjórnvölinn, sem þrífast
í slíkum jarðvegi, hafa átt
sinn þátt í að skapa hann,
viðhalda og stjórna.
Að ótöldu hermanginu...
Eignasamþjöppun og
ójöfnuður hefur aukist.




Þjóðirnar tala gjarnan um
manngæsku, mildi og trúna
á réttlátan framgang mála,
dharma--fairness of conduct--,
sem gunnstoðir samfélaganna,
og slá varðborg þar um.
En getur ríkjandi eitrað mynstur
valdníðslu, græðgi og mismununar,
nokkuð annað en endað með
ósköpum svo andstætt sem
það er lögmálum þróunarinnar
og lífsins sjálfs?





Tíminn gefur svörin,
segir gömul speki.
Og svörin eru oft margræð
jafnvel óræð. Hver hefði
t.a.m. trúað að Asperger
unglingsstúlka myndi
hrista jafn vel upp í heims-
byggðinni og raunin er,
og fá ungt fólk um heim
allan til liðs við málstað
Jarðarinnar og vernd
hennar og viðhald?
Minnir á hið óræða og
undursamlega skapandi
afl drauma sem geta
umbreytt bæði manni
og öðrum ef á er hlustað.




Í stóra samhenginu hvað
heimsbyggðina snertir,
--m.a. vegna alþjóða-
samvinnu og viðskipta--,
hefur dregið úr ólæsi,
barnadauða, fólksfjölgun,
og sárustu örbirgðinni.
Menntun kvenna sækir
á, og heilbrigði er betra.
Já, það er deigla og
seigla í gangi, sem er
að fleyta okkur inn á
nýjan áratug á vit nýrra
vona og drauma þar sem
miklu skiptir að dreyma
saman um betra lif til
handa Plánetunni og öllum,
sem hana byggja. Á ferð
Jarðar í samfélagi stjarna
og vetrarbrauta á hverjum
merkar uppgötvanir eru
að eiga sér stað sem munu
óefað kollvarpa ríkjandi
heimsmynd.
Nýr draumur...




#
Meira >>
 24.12.2019
 Jólasól: hvađ er glatt sem hiđ góđa guđsauga?

Meira >>
 22.12.2019
 Draumnćtur á vetrarsólhvörfum

Meira >>
Síđasta frétt  1  2  3  4  5  6  7  8  9  10  11  12  13  14  15  16  17  18  19  20  21  22  23  24  25  26  27  28  29  30  31  32  33  34  35  36  37  38  39  40  41  42  43  44  45  46  47  48  49  50  51  52  53  54  55  56  57  58  59  60  61  62  63  64  65  66  67  Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA