Forsíđa   
 25.04.2016
 Táldraumar ađ vori 2016: féfléttur eđa féflettur?
Meira >>
 27.03.2016
 Páskar: ţyrnikórónan og blómstrandi stafur lífsins
Meira >>
 25.03.2016
 Tré: lifandi táknmyndir eilífrar hringrásar; en tala tré?
 


Tré og átrúnaður á tré
hefur lengi fylgt mannkyni.


Iðulega eru tré talin
dulargáfum gædd,
geta bæði heyrt og
talað, veitt leiðsögn
og varað við hættum.
Þau verða sum mjög gömul,
eldri en heilir mannsaldrar.


Tré eru sannarlega lifandi
táknmyndir eilífrar
hringrásar lífs og dauða,
endurnýjunar, frjósemi og upprisu.


Fíkjutréð - tré góðs og ills -
er af mörgum talið eitt
helgasta tré heims en
 það nær að endurnýja
rætur sínar og færa sig
úr stað eftir þörfum.
Það var einmitt undir krónum
fíkjutrésins sem Buddha öðlaðist
sína uppljómun í Bodh Gaya.


Dæmi um talandi
tré
í trúarbrögðum og
heimspeki eru Tré Lífsins í
gyðingdómi og kristni og
Askur Yggdrasils í heiðni.
Birtingarmyndir heimstrésins
sem á rætur í undirheimum
og hefur krónur sínar í himnum,
burðarás alls lífs, órofa tenging
milli heima og vídda;
talandi tré dýpstu visku.


Í nútíma bókmenntum
sjást dæmi um trjáatrú og
 sagnir af talandi trjám,
í verkum Íslandsvina á borð við
J. R. R. Tolkien og Neil Gaiman.
En hér á landi var reyniviðurinn
helgastur trjáa og lá bann
við að höggva hann.


Lengi hefur verið um það rætt
hvert tréð var í krossi Krists?
Ákveðin helgi skapaðist snemma
á krosstréð eins og fram kemur
í fyrsta þekkta ljóðinu á enska
 tungu The Dream of the Rood,
sem jafnframt vill svo
til að er draumljóð.


Ljóðið var meitlað í rúna-steinkross
í Ruthwell á Skotlandi á 7. öld.
Tileinkað heilagri Hildu,
abbadís í Whitby,
 hafnarbæ Jórvíkur - York,
þekktri að manngæsku
og ráðsnilld í samspili
engilsaxa og nýkristinna.


Ljóðið er kennt við
kúasmalann Cædmon,
síðar biskup, sem þekktur
var að því að dreyma
draumkvæði og syngja 
til dýrðar og vegsömunar.


Í ljóðinu talar dreymandinn
við krosstréð helga sem
talar til baka í sýnum
af andans dýrðarheimum.


Dream of the
Rood hefst
á eftirfarandi ljóðlínum:



Listen! I wil speak of the sweetest dream,
what came to me in the middle of the night,
when the speech-bearers slept in their rest.
.
It seemed that I saw a most wondrous tree
raised on high, circled round with light,
the brightest of beams. All that beacon was
covered in gold; gems stood
fair at the earth´s corners,
and five there were up on the cross-beam.
All creation, eternally fair,
beheld the Lord´s angel there;



(Exeter Bókin; þýðing
R. M. Liuzza úr Old English).




*
 

Meira >>
 20.03.2016
 Vorjafndćgur og stjörnufari bíđur á himni...
Meira >>
Síđasta frétt  1  2  3  4  5  6  7  8  9  10  11  12  13  14  15  16  17  18  19  20  21  22  23  24  25  26  27  28  29  30  31  32  33  34  35  36  37  38  39  40  41  42  43  44  45  46  47  48  49  50  51  52  53  54  55  56  57  58  59  60  61  62  63  64  65  66  67  Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA