Forsíđa   
 14.07.2024
 Leikgleđi drauma á hásumri


Háar hitatölur á hálfskíjuðum
sunnudegi hér í Eyjafirði og 
fjöllin rísa björt í brjóstinu.
Vitneskjan um júlítíma í kortunum,
er ekki bara glaður draumur heldur
raunveruleiki: hásumar.



Og fjöllin rísa björt í brjósti þér,
þau benda heim svo langt sem auga sér.
Og moldin vakir, mold og gróin tún
- og máttug rís þín sól við fjallabrún.


Svo kveður Matthías Johannessen,
(1930-2024), í ljóði sínu
Ávarp Fjallkonunnar 1967.



 
Í dagsins önn og argaþrasi og
auknum áhyggjum venjulegs fólks
út af kolrangri hagstjórn og sí
endurteknum tilraunum með
fjármálakerfi sem drifið er af okri
undanfarna rúma fjóra áratugi,
veðrur æ minna um eðlilegar og
nærandi svefnhvíldir og mikilvæga
úrvinnslu drauma. Úrvinnslu sem
talin er nausynleg fyrir endurröðun
daglegrar reynslu í minni og 
heilun tilfinninga og samskipta
úr vökunni. Og nú síðast, tala
fræðingar um taugafræði
miðtaugakerfis og heilaheilsu
í þessu samhengi.




Nú um stundir, dregur úr tímanum 
til dagdrauma--sími og samskipta-
miðlar, tæki og tól taka yfir--og
trúlega eru þeir nú meir kvíðablandnir 
en áður var, litaðir af
áhyggjum af stöðu mála
í afkomu fólks og ástandinu
í heiminum víðast hvar. 
En nú er talið að leikgleðin 
í draumum næturinnar og í 
dagdraumum okkar, séu 
náskyld fyrirbæri.

Í leikgleði drauma skapast
svigrúm fyrir vonir og skapandi 
sýnir á nýja möguleika og
oft vaknar dreymandi fullur
af nýjum þrótti til verkefna
dagsins. Ímyndunarafl og
sköpunargleði nátengd hvort
sem er í vöku eða svefni.
Töfrar draumsins mega
ekki fara halloka fyrir 
vélhyggju nútímans.




Talið er að fólk dreymi a.m.k. 
3 til 5 drauma á nóttu hverri en 
minni á þá er vissulega misjafnt.
Reynslan sýnir að draumar
sem hreyfa virkilega við
dreymandanum varðveitast
betur, fólk man þá einfaldlega
mun betur. Og gjarnan hafa
slíkir draumar ýmist djúpa,
persónulega merkingu fyrir
dreymandann og/eða eru
forboðar um komandi atburði.
 
En almennt eru draumar
síkvik fyrirbæri og ekki
óeðlilegt að þeir gleymist
í flæði svefns og vöku þegar
dreymandinn sér þá örstutt
fyrir sér nývaknaður og svo
eru þeir horfnir.
Hliðið að undirmeðvitundinni
sem geymir alls konar upplýsingar
úr reynslu daganna og af áreitum
sem raunar sum mega alveg
vinsast úr og gleymast í
óminnishafinu.




Stór hluti af mennsku okkar
að láta sig dreyma um heima
og geima í vöku sem draumi.
Draumar gerast í flæði og 
spurning hvort AI-gervigreindinni
takist nokkru sinni að höndla hið 
flæðandi og skapandi
eðli drauma og tilfinninga?
En nú þegar eru sumir innan
draumfræðanna farnir að skoða
með notkun gervigreindar við
flokkun draumtákna og draumsafna
og getur þannig komið að góðu gagni.

Já, en dreymir AI rafkindur?
Getur AI spunnið eitthvað nýtt,
upplifað tilfinningar og tamið
sér leikgleði draumlífsins?
Stórar spurningar sem framtíðin
mun eflaust færa okkur nær 
svörum við svo fremi mannkyni 
lánist að nýta gervigreindina
til góðs og umgangast af virðingu.



#

 

Meira >>
 27.06.2024
 Hjartkćra blómiđ mitt blíđa og fjóludraumar

Meira >>
 23.05.2024
 Heiđríkja og sól á blómamána - og eyjan í hjartanu


Sólbjartur fimmtudagur
á fullu tungli, svokölluðum
blómamána eða flower-moon
upp á enska tungu:
blóm taka að springa út eitt
af öðru og ein og ein fjóla
kinkar kolli í garðinum.
Þessir sumarboðar fylla 
okkur von um hið fagra
og sanna.

Boðskapur sem á vel við
nú í aðdraganda forseta-
kosninga en umræðan hefur 
verið ansi lituð af aurburði,
niðurrifstali og tilburðum
til skrílmenna þjóðina
svo vitnað sé í orðalag
skagfirska bóndans og
skáldsins sem fór til 
Vesturheims, yrkti þar og orti,
Stephans G Stephanssonar,
(1853-1927).

En verum þess minnug að
þjóðin velur sinn forseta ...





Í hröðum heimi vaxandi átaka
þjóða á milli, þarf eyríkið við
yzta haf, enn á ný á framsýnum 
leiðtoga að halda sem ber 
almannahag fyrir brjósti og 
hefur þá innsýn og kjark
til að bera að slá á puttana á
valda-og hagsmunaölfum sem
geta afvegaleitt þjóðina að nýju.
En í útvarpsviðtali í morgunþætti
Rásar 1 þann 13. maí sl. við
Guðmund Hálfdánarson, 
prófessors í sagnfræði, sem
jafnframt er Jón Sigurðssonar
prófessor, þar sem hann ræddi
um valdsvið og ábyrgðarskyldur
forseta, nefndi hann að forseti
hefði m.a. mátt slá á puttana
á fjármálaöflunum í aðdraganda
hrunsins.

Ennfremur bendir Guðmundur 
á löngu tímabæra og þarfa 
endurskoðun stjórnarskrár og 
mikilvægi þess að taka upp 
forsetakaflann líkt og margir 
bæði leikir og lærðir hafa gert 
og stjórnvöld lofað að ráðast í
en trassað.

Hefur Ólafur Þ Harðarson, 
prófessor í stjórnmálafræði,
löngum verið skeleggur
talsmaður slíkra breytinga,
s.s. út frá fjölda meðmælenda
á bak við frambjóðendur til
forseta og annað kosninga-
fyrirkomulag: tvennar kosningar,
seinni umferð milli tveggja efstu
úr fyrri kosninu, eða val í fyrsta 
og annað sæti sem dæmi sýna 
að gefst vel eins og hjá Írum.




Hvaða land og samfélag
munu komandi kynslóðir erfa?


Í ljóði sínu Herhvöt úr norðri,
yrkir Einar Már Guðmundsson
um eyjuna í hjartanu og herhvöt
unga fólksins að roðfletta myrkrið
og afhausa eymdina:



Þú sem býrð með eyju í hjartanu
og víðáttur geimsins
stétt undir iljunum:

Réttu mér norðurljósin!
Ég ætla að tala við unglinginn
sem heldur á stjörnunum.

Við roðflettum myrkrið
og afhausum eymdina.



(Einar Már Guðmundsson, 1956 -;
Ljóð 1980-1995, Mál og menning, 2002).




#













Meira >>
 25.04.2024
 Dálćti og trygglyndi fugla á Sumardaginn fyrsta - og ađ fá sér kríu



Sumardagurinn fyrsti rís stilltur 
og bjartur við yzta haf og fraus
nótt og dagur saman hér nyrðra.
Mikil umskipti urðu í veðri í vikunni
og ljóst að vorið er mætt til leiks.

Oft fylgir vorinu árvaka vegna
birtunnar snemma: vakna árla;
vakna fyrir allar aldir; vakna
eldsnemma.
Gott ráð að temja sér þá fornu
list að blunda: fá sér kríu 
yfir daginn og endurhlaða batteríin.
Það að fá sér kríublund, er
sótt í háttalag kríunnar sem
tyllir sér oft örstutta stund niður,
vokir yfir öllu og steypir sér
niður, veiðir og er svo flogin.

Mælt er með að blundur yfir
daginn sé þó ekki lengri en
20-30 mínútur uppá að raska
ekki eðlilegum nætursvefni.
Smá kría gæti verið 5-10
mínútur.




Tryggð þeirra fjölmörgu fugla
sem byggja landið með okkur,
gefur gott í hjartað. Djúp er ástin
á búsvæðum norðlægra heimkynna.

Fljúga sumir farfulgar óralangar 
vegalengdir af suðrænni 
slóðum á varpstöðvarnar hér.
Er krían sá flugfimi farfugl 
eða ferðalangur sem á metið
en hún flýgur alla leið frá
Suður-Afríku, Asíu og Suður-
skautslandinu, til heimkynna
sinna hérlendis.

Gott ef við hjá Skuggsjá,
sáum ekki stóran kríuhóp
fljúga í essi til norðurs yfir 
Víðivöllum í Blönduhlíð
í Skagafirði í byrjun maí
eitt vorið, (alls endis ónæmur 
fyrir deilum stríðandi fylkinga
fyrri alda á jörðu niðri.
Sjálfur Örlygsstaðabardagi
háður þar í grenndinni á
13. öld milli Ásbirninga 
og Sturlunga. Fjölmennasti
bardagi Íslandssögunnar
og talið að um tvö þúsund
og fimm hurndruð hafi 
þá barist). 





Við gleymum því gjarnan
að fleiri byggja landið og unna
því í friði en við mannfólkið.
Raunar eru fuglar margfalt
fleiri en íbúafjölldi landsins og
skiptir sá fjöldi hundruðum 
þúsunda eða jafnvel milljónum 
eins og hjá þeim virðulega
og prestlega fugli, lundanum,
sem telur um 2 milljónir!




Nú er vorboðinn ljúfi,
heiðlóan komin til landsins
frá vetrarstöðvum sínum
í Vestur-Evrópu. Og syngur
sitt dirrindí á sinni mállýsku.
Dýrðin-dýrðin.
Líkt og hjá öðrum tegundum, 
ber lóusöngurinn sérkenni 
sem hafa þróast út frá 
heimkynnum og búsvæðum.

Hér á landi verpir rúmlega
helmingur allra lóa í heiminum;
alls um 300 þúsund varppör!
Og söngurinn hljómar líkur
en með sínum sérkennum
og blæbrigðum eftir því hvort
lóan býr á Norðurlandi eða
Suðurlandi.
Elsta merkta lóan sem vitað
er um í heiminum, var 34ra ára.

Hundruðir þúsunda skógarþrasta
með sinn magnaða söng, 
eru dæmi um farfugla sem sýna
landinu bláa dálæti og tryggð
og gleðja sál og sinni á vorin
með sínum fagra söng.

Staðfuglar eins og flugfimir 
meistarar háloftanna,
örninn og fálkinn, sækja heim 
og verja sömu óðul ár eftir ár.
Og trúlega sjá þeir meir
af okkur mannfólkinu, úr
forsal vinda en við gerum
okkur grein fyrir.




Sumir fuglar eru hraðskreiðari
en aðrir og geta flogið hingað
á nokkrum klukkustundum
eins og helsingjar frá Skotlandi.
Krían tekur sér sinn tíma og
er oftast um 6-10 vikur á leiðinni,
tyllir sér og veiðir á milli.



Ekki má gleyma staðfuglunum
sem gleðja mann og annan
yfir vetrarmánuðina líkt og
músarindillinn. Hér eru talin
dvelja um 4 þúsund pör.
Hann hefur iðulega glatt
okkur hjá Skuggsjá með
reglulegum komum í garðinn
í Fjólugötu.

Sagt er að garðfuglarnir læri 
á fótatak íbúa húsanna og
láti vita af sér, heilsi með 
muldri, kvaki eða söng.



Vorfuglakvak: sannkallaðar
sumargjafir í boði Náttúrunnar.

Gleðilegt sumar og takk fyrir
veturinn!




Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt.
Um varpann leikur draumsins perluglit.
Snert hörpu mína himinborna dís,
og hlustið englar guðs í Paradís.



(Úr Kvæðið um fuglana.
Davíð Stefánsson, 1895-1964.
Lag: Atli Heimir Sveinsson, 1938-2019).



#









Meira >>
Síđasta frétt  1  2  3  4  5  6  7  8  9  10  11  12  13  14  15  16  17  18  19  20  21  22  23  24  25  26  27  28  29  30  31  32  33  34  35  36  37  38  39  40  41  42  43  44  45  46  47  48  49  50  51  52  53  54  55  56  57  58  59  60  61  62  63  64  65  66  67  68  69  Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA