Forsíđa   
 28.07.2022
 Draumskrök og bláa eđa rauđa pillan og Geimöld


Einni af kvenfrumkvöðlum lækna-
vísindanna og tvöföldum nóbels-
verðalunahafa, pólska eðlis-og efna-
fræðingnum, Marie Curie, (1867-1934),
varð eitt sinn að orði: í lífinu er ekkert,
sem þarf að óttast heldur aðeins að skilja.

En stundum kjósum við skilningsleysi,
óminni, að fljóta bara með og vera ekki
vitandi vits; --það þarf hugrekki og baráttu
til að skilja--, slævð af dægurmennsku,
sókn eftir stundargæðum og lýðskrumi.

Ódysseifur hefði t.a.m. getað valið
þann ódauðleika, sem Kalípsó bauð
honum, en hann valdi að brjótast
úr ódáinsviðjum og halda aftur heim.
Þá fyrst fann hann leiðina aftur.

Líkt og hjá Neó í Virkinu eða Matrix
þar sem valið stendur á milli þess
að taka hjá Morfeusi bláu pilluna
og hverfa á mót hyllinga og óraunveru,
eða taka rauðu pilluna og vakna til
raunveruleika og skilnings.
Þar sannast hið fornkveðna, að
sá á kvölina, sem á völina.
Valið er vissulega snúið: leiðarljós
geta reynst villuljós og draumar,
sem hafa verið til leiðsagnar,
geta reynst markleysur, svefnórar;
draumskrök.

Í Laxdælu ofl. fornsögum er talað um
markleysu í draumi sem draumskrök.
En hættan er sú, að fyrirboði í draumi
geti verið túlkaður sem draumskrök
en reynist svo alls ekki. Kannski af því
draumurinn kom illa við dreymandann,
féll ekki að þægindarammanum eða
fyrirframgefinni þekkingu, óskum og
vonum, eða einfaldlega af því erfitt
reyndist að ráða í hann og hann var
dreymandanum óþægilegur.

Dæmi um slíkan draum, sem í fyrstu
var túlkaður sem draumskrök, en
reyndist síðan mögnuð forspá, er
draumur Ólafs pá af uxanum Harra,
sem hann lét höggva 18 vetra.
Nóttina á eftir, birtist kona ein mikil
og reiðileg, í draumi Ólafs, sem
kvaðst skyldu hefna sonar síns með
því að taka frá Ólafi það afkvæmi,
sem væri honum kærast.
Þegar tímar liðu fram, tengdu menn
þennan draum sem fyrirboða við
víg Bolla á fóstbróður sínum og
syni Ólafs pá, kappanum Kjartani.

Vandrataður vegurinn í bæði vöku
og draumi. Og sérstök gáfa að geta
dreymt fyrir atburðum og kunna að
ráða drauma.
Oft þarf að segja fram draum sinn og
fá annan til að ráða hann líkt og
Guðrún Ósvífursdóttir í Laxdælu,
heitkona Kjartans en síðar eiginkona
Bolla, sem leitaði með ráðningu drauma
sinna til fjölskylduvinarins, hins spaka
Gests Oddlleifssonar.

Guð drauma var Morfeus hjá
Grikkjum, tengdur nótt og
stjörnuhimni en faðir hans og
föðurbróðir, voru guðir næturinnar,
Hypnos, guð svefnisns, og bróðir
hans Þanatos, guð dánarheima.


Morfeus er myndsmiður drauma;
hann mótar og formar drauma;
eins konar drauma-hönnuður.
Sannkallað ólíkindatól og lætur hafa
fyrir því að leita draumráða sinna
og síðan túlka þau svo vel sé.
Sagan sýnir, að af draumum og
draumsýnum mannsandans, sprettur
ný þekking, sem færir út mörk hins
þekkta og víkkar skilning og vitund.

Líkt og nú um stundir þegar gamall
draumur um gleggri tækni til
athugunar himingeimsins, rætist í
geimsjónauka, sem kenndur er við
fyrrum forstjóra NASA, James Webb.
Sjónaukinn fór fyrst í loftið á Jóladag 2021.
Og þann 12. júlí sl. tók hann að senda
algjörlega magnaðar og fagrar myndir
af fjarlægum stjörnuþokum úr óravíddum
himingeima og ævafornra tíma.

Nú færumst við út fyrir endimörk hins
þekkta, stödd í nýjum tíma og nýrri vídd:
Geimöld.

Draumurinn um skilning á undravíddum
Alheimsins, færist æ nær svo og svörin
við spurningunni um líf á öðrum hnöttum.
Fjarlægur draumur, sem eitt sinn virtist
líkjast fjarstæðukenndu draumskröki...
#

Meira >>
 27.06.2022
 Hćgstreymi eins og í draumi og blóm látleysisins: fjólur


Svefn og draumar eru kunnug stef á
Sjösofendadegi 27. júní þegar minnst er
grísku Sjösofendanna, sem sváfu í helli
í 100 ár vegna ofsókna en vöknuðu til
nýrrar aldar og breyttra og betri tíma.

Hægstreymi vitundarlífsins í svefni
og draumi, felur í sér fræ að nýrri þróun.

Lífið er margslungið og á sér sínar
ljósu og dökku hliðar. Grös Jarðar
endurspegla það vel. Sama blóm
getur í senn verið svefn-, drauma-
og lækningajurt en líka eitrað sé
það ekki notað rétt. Magn, tími
blómgunar, hluti plöntu ofl. skipta
mestu í þessu samhengi. 

Grikkir ræktuðu hinar hógværu fjólur
og höfðu blómið í hávegum en voru
jafnframt meðvitaðir um hinar mörgu
hliðar hvers blóms; hverrar sálar...

Í Ódyssseifskviðu talar Hómer um
fjólur hafi vaxið við hellismunnann
hjá dísinni Kalipsó hvar hún hélt
kappanum Ódysseifi í 7 ár eða uns
gyðjan Aþena skipaði henni að aflétta
töfrunum yfir honum. Gat hann þá
loks fundið leiðina aftur heim.

Fjólur eru að fornu og nýju bæði
blóm lífs og dauða í þjóðtrú víða
um lönd. Hjá Grikkjum voru fjólur
táknblóm Persefónar, sem Hades
girntist og nam á brott til undirheima.
Sagnir herma að hún hafi verið að
tína fjólur þegar hún hvarf til Heljar.
Aðrar sagnir herma að hún hafi verið
að tína blóm á engi en einu blómin,
sem hrutu úr vendinum, sem hún
hélt á og náðu samt að festa rætur
á leiðinni niður, hafi verið fjólurnar.
Í úkraínskri þjóðtrú hefur varðveist
undurfögur sögn um tilurð fjólunnar.
Sögnin er á þá leið að ungmenni,
piltur og stúlka, felldu hugi saman
og hugðust giftast en þegar kom
að brúðkaupi, upplýstist gamalt
leyndarmál, að þau væru í raun
systkini. Í harmi sínum að mega
ekki eigast, biðluðu þau til Almættisins
um forsjá og miskunn og óskuðu
þess að þau mættu verða að blómi.
Og til varð þrenningarfjólan fagra,
fjólublá, gul og hvít, sem Úkraínumenn
kalla líka systkinablómið og margar
þjóðir kalla þrenningarfjóluna til
heiðurs heilagri þrenningu.
Fjólur í íslenskri náttúru eru miklir
vorboðar og hafa löngum glatt
landsmenn bæði í görðum og þar
sem þær vaxa villtar. Stjúpublómin
innfluttu eru systurtegund og talað
um fjóludeild og stjúpudeild innan
fjóluættarinnar--Violaceae.
Þessu lítilþæga fjólubláa blómi með
sinni dásamlegu angan og undramætti
til lækninga, hefur verið lýst sem
blómi látleysisins.
Segir svo Grímhildur drottning í
Niflungaljóð frá 12. öld og lykilpesóna
í Völsungasögu Sigurðar Fáfnisbana
og Búrgundaríkis:Enginn er auðmýkri en hún,
og engu gæti fótur þinn léttar troðið,
því hún sýnist næstum blygðast sín,
meiri en gras að vera
svo vel felur hún sig,

Í draumfræðum er fjólan afar gott
draumtákn og fjólublár litur einnig.
Litur innsæis, sammannlegs skilnings,
nándar og friðar.

Eðlisfræðingurinn og náttúruspekingurinn
--höfundur fræðanna um þyngdarlögmálið--,
Ísak Newton, (1643-1672), skipti niður
bylgjulengdum sjáanlegs ljóss á hið
svokallaða litahjól. Hann setti fjólubláa
litinn milli rauðs og blás við enda
sjáanlegra bylggjulengda á hjólinu.
En fjólublár heitir eftir fjólunni og
var sjöundi og síðast liturinn.
Newton þótti feiminn og lítt fyrir
að flíka hugmyndum sínum; hóglegur
og feiminn eins og fjólan...Skáldin okkar tala um litla fjólu sem
grær við skriðufót, eða Akrafjall og
Skarðsheiði eins og fjólubláir draumar...

Skáldinu og rektornum frá Arnarstapa
á Snæfellsnesi, Steingrimi Thorsteinssyni,
(1831-1913), var fjólan hugleikin, s.s. í
ljóðinu Fjólan og lindin. Hann sá í fjólunni
bæði hógværa fegurð og djúpan
andlegan sannleika í því hægstreymi
lífsins, sem hún vex og dafnar.
Hægstreymi, sem er alltaf til staðar
ef við viljum að gá og skapar
frjóan lífvænleika. Hægstreymi
vitundar í svefni og draumi, er
okkur lífsnauðsyn til endurnýjunar
líkams- og sálarkrafta.

Vorfjólan sér himininn í vakandi
vatnsiðu tærri. Hún sér sjálfa sig
í því hreina og sér þar sinn himinn
um leið, kveður Steingrímur en
fallvaltleikinn er ekki langt undan,
partur af eilífri hringrásinni.
Fjólan lifir af ástríðu þar til hún
hnígur fyrir lindarvatninu tæra,
sem nærði hana og gaf henni tilgang
en sem hún líka veitti gleði og ást:Í lægð undir hamrinum háa,
svo hóglega rennur ein lind,
frá bakkanum fjólan hin bláa
í bununni sér sína mynd.#

Meira >>
 31.05.2022
 Mannúđ og miskunnsemi í martrađarvökuNúverandi hörmungarástand í Evrópu
og víðar, er sem allsherjar martraðar-
draumur þar sem mannúð og miskunnsemi
eru fótum troðin og útleiðir vantar.

Glötun mennskunnar...


Glögglega kemur í ljós hve lítlu þjóðir
heimsins hafa varið í þróun sáttamiðlunar
og í þjálfun einstaklinga og teyma,
sem sinnt geta friðarumleitunum og
vopnahlésviðræðum, sem geta leitt
niðurstöðu og til ásættanlegra
samninga.
 
Og í kjölfar covid heimstollsins, sem
þjóðir eru rétt að rísa upp úr, mala
hergagnaframleiðendur nú gull sem
aldrei fyrr og selja vopn á báða bóga.

Að ekki sé minnst á börn sem
fórnarlömb en alls staðar fara börn
halloka í þessum aðstæðum;
lýðskrumarar tala fjálglega um
að það sé lllskan en ekki vopnin,
sem stjórni drápum saklausra.
Merkilegt að hún sé aðallega bundin
við hin ýmsu fylki BNA!

Börn á flótta eru nú talin um 45 milljónir
en alls er talað um að 100 milljónir
manna séu á flótta í heiminum.
Talan hefur hækkað geigvænlega
á einungis örfáum mánuðum.
Þá hefur misskipting gæðanna aukist,
sárafátækt orðin ískyggileg, og fæðuöryggi
ógnað vegna bæði stríðsátaka og þurrka.
Hér heima gengur dægurþrasið
m.a. út á hvort tiltekin orðræða um
vist í helvíti, sé hatursorðræða
eður ei. Manngert og óráðshjallegt
helvíti, sem menn skammta öðrum,
og auðkenna sem fasista.
Ætli aflátsbréf verði ekki sett í sölu fljótlega?
Jæja, úr því þetta var ekki hatursorðræða
hjá prestinum, þá er þetta bara ókei!
(Annað væri aðför að tjáningafrelsinu!).

Í þessu samhengi, er ekki minnst á að
líka er til fyrirbæri sem nefinst ófræging
--defaming--, sem beinist að sjálfsvirði,
heiðri og persónu einstaklinganna, sem
fyrir verða. Sem sé ærumeiðing.
En suss, suss...


Bókstafshyggja--fundamentalism--
og pólitísk rétthugsun, er boðskapur
daganna, líka á gamla Fróni.
Ekki að furða að margir tali um
að svefn þeirra sé raskaður og þeir
kvíði að vakna til dagsins. Til heims,
sem er gjörbreyttur og enginn veit
hvert leiðir okkur líkt og að vera
á merkingarlausri svefngöngu...
Nú reynir á mennskuna og mannúðina,
seigluna til þess að lifa af í umróti daganna
í samfélagi tómlætisins, sem sumum
finnst ekki endilega besti staðurinn
lengur að búa og starfa í eins og
örmögnun og uppgjöf umönnunarstétta
sýnir ljóslega.
Hvar er hjálpin hálparans?

Orðræða, sem sáir ótta og sundrung,
má ekki verða yfir og allt um kring
í daglegu lífi og líðan - og ræna
fólk eðlilegri hvíld svefnsins og
gjöfum draumlífsins til þess að lina
sorgir og endurnýja þrek og þor
og tengjast sínum innri áttavita.

En póstmódernískt þjóðfélag
okkar, Alþingi og stjórnvöld,
--Íslland best í heimi--,:
er þetta þjóðfélag í stakk búið
til þess að finna sinn áttavita og
sigla þjóðarfleyinu í gegnum
brimgarð nútíma hræringa?Í hörmungum hefur mannshugurinn
bæði fyrr og nú, þurft að takast á við
nýjar áskoranir og finna lausnir
og endurskapa tengslin við mennskuna,
við meðlíðan--compassjón--, og samhjálp.
Krímskaginn og stríðin þar, gátu t.a.m.
af sér nútíma hjúkrunarfræði með
enska frumkvöðulinn, Florence Nightingale,
í fylkingarbrjósti: konuna með lampann.
Og það sama má segja um
svissneska mannvininn og Nóbels-
verðlaunahafann, Jean-Henri Durant,
(1828-1910), sem eftir að upplifa
stríðsátök á Ítalíu og mannlegar
hörmungar í kjölfarið, stofnaði við
annan mann, Alþjóða Rauða Krossinn.
Ignite the mind´s spark
to rise the sun in you.


(Florence Nightingale, 1820-1910).#


Meira >>
 17.04.2022
 Andinn kćrleikans á bleiku Páskatungli


Páskatungl er risið við yzta haf;
fegurð þess á sér samhljóm
í anda kærleikans--brunni lífs
í brjósti manns--eins og Björn
Halldórsson frá Laufási kvað.

Hið fulla apríltungl er gjarnan
kallað bleikur máni--pink moon.
Nafngiftin er komin úr máli
Indíánaþjóða í BNA og Kanada
og tengd fyrstu blómunum sem
þar blómgast á vorin en það eru
bleik blóm villtra ljómablóma,
svokallaðra Wild ground phlox.
Afbrigði þeirra eru þekkt í
görðum hérlendis, s.s. hinn
bleiki Garðaljómi eða
purpurablái Paradísarljómi.

Ljómablómin eru velþekkt
draumtákn og standa fyrir
góða drauma--sweet dreams--;
tengingu, einingu og kærleika
meðal manna.
Að loknum vetri, koma þau
aftur á nýjan leik, þessir
hugljúfu vorboðar. Tákn um
sköpun og endurfæðingu,
upprisuna í hringrás lífsins líkt
og páskaliljurnar á Norðurslóð.
Vitnisberar um seigluna í
hinu smáa, sem við mættum
gefa betri gaum í umhverfi
okkar og veitir gleði inn í tilvistina.

Minna á hin örsmáu, ástríku
öfl, sem vinna verk sitt í
samskiptum manna líkt
og einn af feðrum sálarfræða
og draumfræða, William James,
(1842-1910), orðaði það
þegar hann ræddi um að sér
hugnaðist ekki lengur stórvirki
og miklar ráðagerðir, stórar
stofnanir og mikið veraldargengi.

Þessa páska er hugurinn
hjá smáfólkinu, sem nú hrekst
frá heimkynnum sínum og
þarfrnast umhyggju og alúðar
í heimi grimmdar og ómennsku.
Börn þurfa elsku og gæsku
til þess að ná að dafna og vera til.
Skylt og ljúft að veita hjálparhönd,
styðja og styrkja, nú þegar öfugþróun
hremmir lífvænleikann og setur heiminn
á hvolf og ekki sér fyrir endann á.
Munum líka eftir vægi og mætti orðsins
í þessari nýju og ógnandi heimsmynd.
Kom þú andinn kærleikans,
tak þú sæti í sálu minni,
svala mér á blessun þinni,
brunnur lífs í brjósti manns.(Björn Halldórsson frá Laufási,
1823-1882).#
Meira >>
Síđasta frétt  1  2  3  4  5  6  7  8  9  10  11  12  13  14  15  16  17  18  19  20  21  22  23  24  25  26  27  28  29  30  31  32  33  34  35  36  37  38  39  40  41  42  43  44  45  46  47  48  49  50  51  52  53  54  55  56  57  58  59  60  61  62  Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA