Forsíđa   
 27.02.2023
 Töfraglćst friđarlönd draumanna


Tungl rís skært á norðvesturhimni
snemmmorguns og norðurljós og
stjörnur hafa glatt sál og sinni
undanfarin kvöld við upptakt frá
Venusi og Júpíter.
Veður verið milit og blikar af vori:
fuglar kvaka í garði jafnvel þó enn
sé nokkuð í jafndægur á vori
og vetri ekki lokið. Kærkomið
að fá svona hlé frá vetrarhörkum
og láta sig dreyma um betri tíð
með blóm í haga.




Nú er að koma æ betur í ljós
hve draumlíf nætuinnar skiptir
miklu fyrir andlega og líkamlega
heilsu og aðlögun að verkefnum
daganna. Í draumsvefninum, hinum
svokallaða REM- svefni, (Rapid
Eye Movement), á sér stað
endurröðun í minni og úrvinnsla
tilfinninga og reynslu daglegs lífs,
gleði og sorga, amsturs og angurs.
Slík draumtímabil eru nokkur
yfir nóttina og gerast á 60 til 90
mínútna fresti ef miðað er við
heildarsvefntíma í 7-9 klukkustundir
sem flestir þurfa til hvíldar og
endurnýjunar. Það merkilega
við draumsvefninn er m.a..að
í honum er vitundarstarf mjög virkt
en líkaminn nánast slekkur á sér
á meðan dvalið er í REM.





Til þess að njóta gæða
draumsvefnsins og flögra um
á vængjum ímyndunaraflsins
í draumalandinu, þurfum við
að auka meðvitundina um
nógan svefn og efla svefngæðin.
Átta okkur á mikilvægi svefns
og drauma fyrir heiilsuna,
ekki síst fyrir hjarta-og heilaheilsu.
Nú eru að koma fram rannsóknir
sem sýna að ónógur nætursvefn
og sá skortur á hvíld sem skapast
við íþyngjandi angur í dagsins önn
og yfirspennu taugakerfisins, hefur
áhrif á starfsemi hjarta og æðakerfis
og getur t.a.m. aukið líkur á
hjartaáföllum og heilablóðfalli,
m.a. vegna langvinns og oft á
tíðum ómeðhöndlaðs háþrýstings.





Það hvernig við högum dögunum,
hefur afgerandi áhrif á gæði
svefnsins og reynslu næturlífsins,
bæði á lendum drauma og djúps
hvíldarsvefns.
Skortur á hvildarhléum yfir daginn,
stundum til íhugunar og núveru
í hægstreyminu--slaka, teygja, anda--,
markar síðan svefnreynsluna.
Margir eiga við álag og áhyggjur
að stríða daglega og afleiddan
svefnvanda.og þurfa svefnlyf til þess
að geta sofið heila nótt og náð þeim
svefn-og hvíldartíma sem öllum
er nauðsynlegur. Að því ógleymdu,
að afleiðingar sjúkdóma og slysa
með tilheyrandi verkjum, halda
vöku fyrir mörgum. Svefnleysi
er mjög skaðlegt til lengdar.
Nú hafa verið að koma ágæt
jurtasvefnlyf á markað hélrendis
sem eru að hjálpa mörgum
að koma sínum svefni í betra horf.





Óttinn við að geta ekki sofnað eða
vera endalaust að vakna upp yfir
nóttina er alþekktur. Gott ráð er
að átta sig á að næturnar eins og
dagarnir eru misijafnar. Allajafna
er ekkert óeðlilegt við að vakna
upp yfir nóttina, jafnvel nokkrum
sinnum. Aðalatriðið er þó að læra
að svæfa sig aftur, Gömul svefnráð
koma að góðu gagni eins og að
söngla eða fara með barnagælur,
bænir, möntrur eða hverfa í dýrmætan
sjóð minninganna af fólki og fyrirbærum,
sem hafa gefið okkur mikið á lífsins leið.

Nú mæla svefnfræðingar líka með
að fólk fari framúr og hreyfi sig
og sýsli eitthvað ef það nær ekki
að sofna á kvöldin eða ef það
vaknar upp á nóttunni, ef meir
en ca. 20 mínútur hafa liðið
án þess að geta fest svefn.
Það að hugsa um óravíddir
hafsins og hnig sjávaröldunnar,
hjálpar mörgum eða hlusta á
ákveðna tónlist; lesa.
Benda má á að Inni á vefsíðunni
www.calm.com ofl. sambærilegum
síðum, er að finna ýmis góð
svefn- og slökunarráð.
Að lifa í auknu hæglæti og angurleysi
og læra að mæta áskorunum
daglega lífsins án þess að ergja
sig stöðugt eða dæma, er kúnst
og leið til bættra daga og nátta;
til einfaldra lífsgæða.




Nú er talið að fyrr á öldum,
hafi fólk almennt skipt nóttunní
í tímabil svefns og vöku og er
talað um tvífasa eða margfasa
svefn í því samhengi. Fólk sýslaði
ýmislegt á vökunni, spjallaði,
spáði i draumana ofl. Líkur eru
á að þessi aldagömlu svefn-
mynstur séu inngreypt
djúpt í taugakerfi okkar og
í því ljósi eðlilegt að svefn
nútímamannsins geti stundum
verið tvífasa eða margfasa:
sofa, vakna upp og vaka,
falla aftur í svefn...
Iðnbylingin breytti þessu
aldagamla mynstri með nýjum
atvinnuháttum yfir langa daga
án góðra hvílda og síðan
ljósmengun til viðbótar.
Og nú síðast tæknin með
sínum bláskjám en vitað er
að bláu ljósgeislarnir frá síma-,
tölvu-og sjónvarpsskjáunum,
eru slæmir fyrir hvíld og svefn,




Enn á ný sækjum við í draumþýða
Dalina hvar skáldin allt frá fornu
fari, hafa ritað um svefn og drauma,
og nú í smiðju skálldsins og
söngvarans Jóns frá Lljárskógum
í Laxárdal., (1914-1945). Í ljóði hans
Húmar að kveldi sem margri íslenskir
söngvarar hafa flutt ógleymanlega
eins og bæði Svavar Knútur og
Erna Hrönn, yrkir Jón um draumgyðjuna
og ljúfar gjafir hennar:




Syngdu mig inn í svefninn. ljúfi blær.
Sorgmæddu hjarta er hvíldin jafnan vær.
Draumgyðjan ljúfa, ljá mér vinarhönd,
og leið mig um þín töfraglæstu friðarlönd.
Ég er þreyttur, ég er þreyttur,
og ég þrái svefnsins fró.
Kom draumanótt, með fangið fullt af friði og ró.



#




.




Meira >>
 01.01.2023
 Náttúran, vagga alls; elskum hiđ ókomna og biđjum um friđ


Náttúran, vagga alls og einnig gröf;

Þessi orð skáldsins Jóahnnesar úr
Kötlum, (1891-19721), koma í huga
á fyrsta degi nýs árs. Skáldsins sem
orti og skrifaði svo ötullega
og drengilega, líka fyrir börnin,
um svefn þeirra, vonir og drauma.
Hann nefndi fyrstu ljóðabækur
sínar eftir hendingum úr
gamalli barnagælu:



Bí, bí og blaka,
álftirnar kvaka,
ég læt sem ég sofi
en samt mun ég vaka.



.
Jóhannes var alinn upp á heiðarbýli
um 10 km. frá Ljárskógum í Dölum
sem nefndist Ljárskógarsel
og var á Gaflfelllslheiði.
Hann kenndi sig við ævinttýralegt
leiksvæði æskuslóðanna inni á
heiðinni,stutt frá ánni Fáskrúð
með sín fögru gil,stapa, hylji,
og gljúfur hvar laxar léku
glaðir: örnefnið Katlar er haft
um þennan töfraheim.



Hér á öldum áður á Ísalandi,
var farið til grasa: á grasafjall.
Góðu heilli er sá siður að ganga
í endurnýjun lífdaga.

Hógvær grös Jarðar, rætur,
fræ og korn, hafa íi gegnum
aldirnar, satt marga munna
og forðað hungri og er árið
2023 hjá Sameinuðu þjóðunum,
tileinkað hirsi, harðgerum
grastegundum með samheitið
millet-hirsi sem oft vaxa við frekar
ólífvænleg skilyrði og þurfa lítið
til sín eins og á þurrum gresjum
Afriku og víða í Asíu, s.s.
á Indlandi sem er stærsti
ræktandi og útflytjandi
hirsis í heiminum.

Kjörið í súpur, brauð og grauta,
barnamat og drykki; glútenlaust.
Að ótalinni notkun í dýrafóður.



Lítillætis og látleysis, ekki stórmennsku
og brjálæðis, er sannarlega þörf
í mannlegu samfélagi og á
veraldarvísu nú um stundir.
Höldum á vit hins ókunna
á nýju ári með bæn um frið fyrir
mannanna börn og allt ungviði
hvar sem er svo það megi
vaxa og dafna - sofa og dreyma
og eiga öruggt athvarf.

Jóhannes úr Kötlum orti um
friðinn, nánd og tengingar
í tíma og rúmi, hér og nú, 
þá og þar, var, er og verður,
í nýstárlegri Þulu frá Týli
í ljóðabók sinni Sjödægru sem
út kom hjá Heimskringlu 1955:



elskum hið ókomna
biðjum um frið
horfumst í augu
horfumstt í augu gegnum fjarlægðirnar
horfumst í augu gegnum aldirnar
biðjum um frið.



#
















Meira >>
 31.12.2022
 Ađ una viđ sitt í Ţórđargleđi samtímans



Þórðargleði, skemmdargleði,
skaðagleði - schadenfreude -,
er sú tilhneinging kölluð
að gleðjast yfir mistökum
og óförum annarra og viðhalda
síðan í orðræðu og umtali.
Nútími vor er undirlagður af
slíkri iðju og eiga þar fjölmiðlar
og samskiptamiðlar stóran
þátt. Og skila peninga-
maskínunni sínu og öfugt.




Hin fornu Hávamál töluðu
um að:öng er sótt verri
hveim snotrum manni
en sér engu að una.



Að una við sitt og fá frið
til þess og finna raunverulega
gleði í hinu daglega, er viss
kúnst íæ flóknari heimi fyrir
friðelskandi borgara, að ekki
sé mú talað um svæðin hvar
stríðsherrar reka fleyg inn
í líf venjulegs fólks, að þeim
óforspurðum, murka úr
þeim líf eða hrekja á flótta
úr heimkynnum sínum;
traðka á öllu sem mannlegt
getur talist.

Ná stríðsherrarnir nokkru
sinni að una við sitt með
stækkandi herfang og gróða?



Laskaður heimur lá vel
við höggi eftir kófið, að fá
yfir sig stríðsrekstur og
tilheyrandi hörmungar enda
ljóst að tækifærið var nýtt.

Kannski sofnuðum við
á verðinum, töldum okkur
trú um að við værum komin
lengra í mennskunni en
reyndist vera?

Ekki eina skýringin; sagan
sýnir að einn geðvilltur leiðtogi
með hirð um sig af sínum
líkum, nær að spilla friðnum,
og ræna fólk, þjóðir og þjóðar
-brot, friðnum til að una við sitt
en leita líka fram, vaxa og dafna.


Og nú um stundir eru ótrúlega
margir slíkir mannfjendur við
völd hvar sem litið er á
heimskringlunni.
Lygin sjaldnast langt undan.



Ef við sundurslítum lögin,
sundurslítum við líka friðinn:
hornsteinn samfélags okkar
við yzta haf.
Heimsins bíður nú það
verkefni að setja lög og
endurbæta alþjóðalög og
regluverk og endiurskoða
sögulega samninga.
Geópólitík og landfræðilegir
hagsmunir í alþjóðatengslum
ríkja á milli, er flókið úrlausnarefni
og óhjákvæmilegt.
Áskorun sem ekki verður
unnin nema með samstilltu
ataki, sögulegri innsýn,
deiglu,visku. Ekki yfirgangi,
óttta og sundrungu.




Hinum einstaka alþýðulistamanni,
Samúel Jónssyni, í Selárdal,
(1884-1969), varð gjarnan
að orði: homm og sei sei.
Mættum við fá frið til þess
að anda og vera til og gleðjast
í homm og sei, sei.
Landið er á sínum stað þessi
áramót í heimafirði listamannsins
með barnshjartað,
tignarlegum Arnarfirði
hvar Dynjandi í klakaböndum
stendur sína vakt að venju,
óhaggaður.


Við eigum hvert annað að,
munum það og verndum
og verjum, nú þegar árið
2022 er kvatt og nýtt ár
bíður okkar:



Veistu ef þú vin átt
þann er vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.


(Hávamál, 44. vísa).


#
 
Meira >>
 24.12.2022
 Friđur - fegurst jólaskart - og fólkiđ og Sundiđ í Brekkugötunni



Í uppvexti Bjargar, forsvarskonu Skuggsjár,
kynntist hún skáldinu sem kallað hefur
verið fylgdarmaður húmsins, Kristjáni
frá Djúpalæk á Langanesströnd
í Bakkafirði, (1916-1994).

Þannig hagaði til að eitt húsasund,
í daglegu tali nefnt Sundið, var á milli
æskuheimilis hennar og skrifstofu
Kristjáns í næsta húsi þar sem blaðið
sem hann ritstýrði, Verkamaðurinn,
var staðsett.


Sundið var fjölfarið og oft vettvangur
uppátækja og bernskubreka sem
þeir fullorðnu hentu gaman af.
Og þar hittust og tóku tal saman
hinir eldri og reyndari sem bjuggu
og/eða störfuðu í húsunum númer
3 og 5 að Brekkugötu í miðbæ Akureyrar
en númer 3 var æskuheimil Bjargar
og númer 5 vinnustaður Kristjáns.

Andstæðir pólar í pólitík skeggræddu
um landsins gagn og nauðsynjar
þegar þeir hittust í Sundinu.
Sumir að koma, aðrir að fara.
Þessi samskipti forkólfa verkalýðs-
baráttunnar og alls pólitíska litrófsins,
fóru ávallt vel fram og mikið gantast og
vísum hent fram. Gagnkvæm virðing
einkenndi þessi friðsamlegu samskipti;
Kristján með sína alpahúfu tottandi
pípuna kankvís.






Síðar átti Björgu eftir að dreyma
merkilegan tímamótadraum með
Sundið og húsin tvö í aðalhutverki:
einn af þessum svokölluðu stóru
draumum sem marka nýja áfanga
og oft óvænta, í lífshlaupinu.


Magnað hve nánasta umhverfið
hefur mikil áhrif og lifir með okkur
alla tíð eins og sálfræði nútímans
er æ meir að leggja áherslu á.
Og segir líka til sín í draumlífinu
líkt og annað sem hefur djúpa
og lifandi merkingu fyrir okkur.



Friður meðal manna heima og
heiman, er grundvöllur eðlilegrar
og heilbrigðar þróunar en ekki
sjálfgefinn. Um það vitna þær
stríðshörmungar sem nú ganga
yfir í samfélagi manna í okkar
heimsálfu, Evrópu,




Fylgdarmaður húmsins, er heiti
heildarverka Kristjáns frá Djúpalæk
sem kom út hjá Hólum árið 2007
í umsjón Ragnars Inga Aðalsteinssonar
og Þórðar Helgasonar.

Kristján orti mörg einstök kvæði
sem tengdust húmi og vetrartíð,
svefni og draumum, og jólum.
Eru Hin fyrstu jól eflaust þeirra
þekktust sem Ingibjörg Þorbergs
söng svo fallega og fjölmargir síðan.
Annað er Jólafriður en í einu erindi
þess segir svo:




Þá tekur kyrrð í veröld völd
þá verður hýtt og bjart.
Og friður nær og fjær á jörð
er fegurst jólaskart.



Gleðileg friðarjól!



#


Meira >>
Síđasta frétt  1  2  3  4  5  6  7  8  9  10  11  12  13  14  15  16  17  18  19  20  21  22  23  24  25  26  27  28  29  30  31  32  33  34  35  36  37  38  39  40  41  42  43  44  45  46  47  48  49  50  51  52  53  54  55  56  57  58  59  60  61  62  63  64  Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA