Á nýju ári þegar ný
vegferð hefst, er
kjölfestan i voninni,
öllum mikilvæg.
Margir eru vegalausir
um veröld víða og þörfin
fyrir fæði, klæði og
húsaskjól hrópandi brýn.
Allir þurfa að eiga sitt heima.
Og í því samhengi ekki
að undra að draumar
af húsi/húsum eru einna
algengustu draumarnir
sem greinast í rannsóknum
draumfræðinga víða um heim.
Skáldið Steinn Steinarr,
(1908-1958), talar um leitina
sem öllum er í blóð borin,
leitina að finna sér stað
í tilverunni, í ljóðabálki sínum,
Tíminn og Vatnið. Segir svo
í númer 7:
Himininn rignir mér
gagnsæjum teningum
yfir hrapandi jörð.
Dagseldur, ljós,
í kyrrstæðum ótta
gegnum engil hraðans,
eins og gler.
Á fullu tungli gærdagsins,
hófst afar merkileg
uppröðun plánetanna
sem ekki hefur orðið
í 144 ár. Alls 6 plánetur
munu nú raðast upp í línu
að virðist og Merkúr sú sjöunda
kemur svo inn í uppröðunina
í kringum 25. janúar.
Tungl skín skært og Venus
og Mars ásamt Júpíter
sjást vel; Úranus, Neptúnus
og Satúrnus í daufara skini.
Í gær hófst stærsta trúarhátíð
Indverja--Maha Kumbh Mela--
nálægt hinni ævafornu borg,
Kashi eða Varanasi í Uttar
Pradesh fylki á NA Indlandi.
Hátíðin er haldin á 12 ára fresti
og tengist hringrás Júpíters
um sólu og hverfingu sjávar.
En í þeirri umbyltingu, töldu
Forn-Indverjar að raunveruleg
dýrmæti og ódáinsveigar/nektar,
kynnu að verða guðunum
aðgengilegar.
Talandi um hafið og gersemar
þess, má minna á að vel lagaðar
perlur úr ostruskel, finnast einungis
í 3 til 4 skejum af 3 tonnum!
Hátíðin er nú haldin í bænum
Prayagraj á ármótum þriggja
helgustu áa Indlands, Ganges
og Yammuna og hinnar
ósýnilegu og goðsagnakenndu
Saraswati ár sem kennd er
við samnefnda gyðju mennta,
menningar og lista, eiginkonu
himnaguðsins Brahma, æðsta
guðs og skapara alls sem er.
Búist er við hundruðum milljóna
þegar líður á hátíðina sem
munu baða sig í ármótunum og
biðja fyrir helgun og hreinsun.
Hátíðin stendur í 45 daga og
mun ljúka á helgustu nótt Hindúa,
Maha Shivratri þann 26. febrúar,
kennd við höfuðguðinn Shiva
og konu hans, móðurgyðjuna
Parvati.
Shiva, guð eilífrar hringrásar
lífs og dauða, sköpunar og
eyðingar. Og Parvati, gyðja orku,
kærleika, tilbeiðslu og fæðu.
Mannfjöldinn er slíkur að hann
sést utan úr geimnum!
Reynt er að sjá til þess að
engan skorti fæði á Kumbh Mela
og hafa ýmis gjöful fyrirtæki
landsins og hreyfingar Hindúa
víða um heim, s.s. Hare Krishna
hreyfingin, gefið fríar daglegar
máltíðir, veitt margvíslega
þjónustu og lýst upp mótsvæðið
sem er á við 4 þúsund
fótboltavelli!
Fók er að koma saman
til þess að tigna Guð eða
guði sína og beina sjónum
bæði innávið og útávið.
Að ótöldu því að eiga samfélag
við aðra en eitt af því sem
hefur einkennt Hindúa og
átt sinn þátt í lífsgleði þeirra
og bjargfastri von um
merkingu og tilgang, er sterk
samfélagskennd þeirra í
gegnum súrt og sætt, bæði
heima og heiman:
að tileyra hópi, samfélagi.
Ein himnagyðja Hindúasiðar
er Bhuvaneshwari, gyðja
geimsins og óendanlegra
möguleika. Hún er jafnframt
talin ein birtingarmynd Parvati.
Að dvelja í kyrrð og hæglæti
og hefja augu sín til himins;
horfa líka með innri sjónum
og upplifa alheimsrýmið í öllu:
einfalt en árangursríkt ef við
bara brjótum odd af oflæti
okkar og meðtökum gjafir
gyðjunnar, myndu eflaust
margir segja sem nú sækja
Maha Kumbh Mela heim:
Om HreemShreemKleem
Bhuvaneshwari Namaha
Hvað sem líður, mun þessi
fjölmennasta trúarhátíð
heims sem jafnframt er
friðarhátíð, marka söguleg
spor sem vonandi verða
til að mannfólkið læri
betur að greina á milli
raunverulegra verðmæta
og gerviverðmæta og
standa vörð um það sem
raunverulega skiptir okkur
öll máli.
En jafnvel þó Guð sé til/
væri til, og ekta eilífur sannleiki,
sýnir sagan að minnið
um Guð er útsett fyrir
hættuna á að Guð verði
nýttur í ógöfugum tilgangi
meinlegra afla og fjandsamlegra
valdsmanna. Vilja vera guðir...
Sofa vængbláar hálfnætur
í þakskeggi mánans,
koma mannstjörnur,
koma stjarnmenn,
koma syfjuð vötn.
Kemur allt,
kemur ekkert,
gróið bylgjandi maurildum,
eins og Guð.
Guð.
(Steinn Steinarr. Tíminn og Vatnið.
Helgafell, 1948).
#
|