Forsíđa   
 31.12.2025
 Stillt vakir ljósiđ...


Árið 2025 líður senn
í aldanna skaut.
Ár sem hefur vakið 
mörgum spurn um 
hvert við sem mannkyn 
séum í raun að stefna.


Víða er einmanaleiki
að aukast; æ tækni-
væddari veröld að taka
daglegt líf yfir - og
lítið pláss fyrir drauma.
 
AI-gervigreindin,
vitvélin, gengur ekki
fyrir draumum og
innsæi, hún er fyrst
og fremst rökræn
nema þegar hún
bregður fyrir sig 
lygafætinum og 
skreytir frásögn 
sína og svör þegar
hún hefur ekki svörin
á reiðum höndum.

Skák og mát;
spyrjum að leikslokum...
Hljótum að læra
að lifa með vitvélinni
og hún með okkur.



En ekki að undra að
föst heimsmynd
margra riðlist nú
sem aldrei fyrr.


Andlegur tómleiki
hið innra og bakland
í samfélagi sem var,
farið út um gluggann,
tómlæti litar dagana:

heimagerð flatneskja
í borgum, bæjum og
þorpum og lífið búið 
að missa sinn lit.
Tilfinningin að tilheyra
samfélagi og menningu,
æ vandfundnari, finna
til nándar:

í miðbæjum er nú í 
tísku tómleikans 
að hafa þar fátt sem 
þjónustar fólk eins og
kjörbúð, pósthús, 
apótek, bakarí, vínbúð! 
(En já, litlar einingar
of dýrar í rekstri).
Ljót hús rísa og græn
svæði í útrýmingarhættu.
(Það er ekki bara 
græna gímaldið!)

Halló! Við erum bara
venjuleg og ekki
að biðja um mikið
en mættum við fá 
miðbæi aftur til baka!




Myndirnar sem herja
á okkur daginn út og inn:
stríðshaukar og einræðis-
herrar, berjandi sér á brjóst.
(Þeir brosa allir eitthvað
svo lymskulega...).
Ekki berjandi á brjóst
fyrir manngæsku,
svo mikið er víst.
Mannslífin skipta engu.

Í einni alverstu mannúðar-
krísu heims í Súdan,
er talið að um 400
þúsund manns hafi 
týnt lífi á árunum
2023-2025. Si sona.


Svo er það orðavaðallinn
sem engu skilar eða
eins og Jón úr Vör.
(1917-2000), orðar 
svo snilldarlega:



Stillt vakir ljósið
í stjakans hvítu hönd
milt og hljótt fer sól
yfir myrkvuð lönd.

Ei með orðaflaumi
mun eyðast heimsins nauð.
Kyrrt og rótt í jörðu
vex korn í brauð.



Já, stillt vakir ljósið
og færir okkur áfram
til nýs tíma hins 
nýja árs.

Það er kærleikur,
von og undur
í veröldinni þrátt
fyrir allt:og skapandi
hugir.

Desember rennur nú 
sitt skeið en um hann
kvað Jón úr Vör svo:



Vetrarjómfrú 
með langar fléttur,
rólur
handa englum,

stráir örsmáum rúsínum
á hlaðsteinana:


kandíshjarta,
gullterta,
siflurkleina,
stjörnubjart 
jólabrauð.

Uppi í 
norðurljósaskýjunum
kindur á fjörubeit.


#
Meira >>
 24.12.2025
 Í hverju barni sé ég ţína mynd...



Jólin fæðast í hjörtunum
í helgu ljósi vonarinnar.



Minnumst orða Dalaskáldsins
Jakobs Jóhannessonar Smára,
(1859-1929), um jólabarnið:



Ó Jesúbarn, 
þú kemur nú í nótt
og nálægð þína 
ég í hjarta finn.

----

Þín heilög návist helgar
mannlegt allt, -
í hverju barni,
sé ég þína mynd.




Jólin eru hátíð barnanna.
Megi þau eiga friðsæl jól 
um veröld víða.

Sorgin mesta er að
mörg eiga þau ekki 
sín jól fjarri vígaslóð.



Að mæta þeirri vifirringu
sem viða ríkir hvar ekkert
er heilagt, er verkefni
sem við sem mannkyn
getum ekki skorast 
undan að leysa.
Megi okkur auðnast 
gæfa og skír sýn
til þess að svo megi 
verða. Og að öll börn
alls staðar séu ekki 
rænd bernsku sinni,
draumum og framtíð.



Gleðilega hátíð og
góðar jólastundir
nær og fjær!



#
Meira >>
 21.12.2025
 Vetrarsólstöđur viđ rćtur Kerlingar - skuggavarpiđ og leiđarhnođiđ


Hæst fjalla á Norðurlandi í byggð,
er Kerling vestan Eyjafjarðarár,
um 1542 m að hæð, gerð úr
blágrýti en ljósu líparíti efst.

Frá hásléttunni á toppnum,
er einhver fegursta og besta
útsýn sem um getur á Fróni,
yfir allt Norður- og Austurland
og með jöklasóleyjar við fótmálið:


Vatnajökull, Hofsjökull, Langjökull,
Herðubreið, Snæfell, Dyrfjöll;
Tröllaskaginn og fjöllin á
Holtavörðuheiði sjást vel
í góðu skyggni, svo dæmi
séu tekin.

Ekki amaleg sýn; mættum
minna okkur á heiðríkjuna,
muna oftar að horfa
upp og láta okkur svífa
um þessi undursamlegu
víðerni þó ekki sé nema
í vökudraumi eða draumi
nætur; þau víðfemustu,
ósnortnustu í Evrópu: 
látum ekki taka þau
af okkur si sona!





Kerling skartar sínu fegursta 
í dag á Vetrarsólstöðum þegar
við stoppum við rætur hennar
stutt frá Hólshúsum og Grund,
á leið í sólarátt nú þegar
sólin hefur nýverið sest
og sjónarspil sólstöðu 
tekur við á suðvesturhimni 
kl. 15.03.
Sjálfur hringdansinn á
himinhvolfinu þegar
sólin hverfist um sjálfa sig.

Kærkomið að dag taki 
að lengja og skammdegið
að hopa; sólargangur rétt
rúmir 3 tímarnir undanfarið.



Látum ekki skuggavarp 
litllausrar dægurmenningar 
og hringekju misvísandi
fjölmiðlunar og staðnaðs
stjórnmálaþrass heima
og heiman, byrgja okkur 
sýn á það sem okkur ber 
að varðveita og virða 
í heimi hér.



Þrátt fyrir það hvernig allt 
veltist og snýst, heldur
Jörðin sinni rás áfram
meðal himintunglanna.
Það birtir á ný og hænufetið
er býsna drjúgt.
Ekki má gleymast að 
mannkynið er að ná árangri
í mikilvægum málum á
heimsvísu eins og hvað
snertir barnaþrælkun,
fátækt og heilsugæslu,
morð og mæðradauða.



En, já, það er kúnst að lifa
af andlega í nútímanum
þegar stanslaust dynja á
sál og sinni, hamfaratíðindi
af ólgu og upplausn hér
heima og um víða veröld.
Veröld flestra er skekin til
og hrist upp í fastmótaðri
heimsmynd. Ótti og kvíði
eykst í daglegri tilvist:
stríðsótti, hamfarakvíði,
loftslagsótti, afkomukvíði,
heilsukvíði.
Börn drepin eins og ekkert 
sé af vifirringum á
valdastólum hér og þar.



En sama hvað, umvefjandi
mannkærleikur og ræktun 
mennskunnar, meðlíðan -
(compassion), er ljós 
í myrkrinu, leiðarhnoðið.

Meðlíðan og manngæska...



#



Meira >>
 07.11.2025
 Lundabaggi er fugl af baggaćtt! Hvađ segir vitvélin í dag?

Meira >>
1  2  3  4  5  6  7  8  9  10  11  12  13  14  15  16  17  18  19  20  21  22  23  24  25  26  27  28  29  30  31  32  33  34  35  36  37  38  39  40  41  42  43  44  45  46  47  48  49  50  51  52  53  54  55  56  57  58  59  60  61  62  63  64  65  66  67  68  69  70  71  72  Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA