Hæst fjalla á Norðurlandi í byggð,
er Kerling vestan Eyjafjarðarár,
um 1542 m að hæð, gerð úr
blágrýti en ljósu líparíti efst.
Frá hásléttunni á toppnum,
er einhver fegursta og besta
útsýn sem um getur á Fróni,
yfir allt Norður- og Austurland
og með jöklasóleyjar við fótmálið:
Vatnajökull, Hofsjökull, Langjökull,
Herðubreið, Snæfell, Dyrfjöll;
Tröllaskaginn og fjöllin á
Holtavörðuheiði sjást vel
í góðu skyggni, svo dæmi
séu tekin.
Ekki amaleg sýn; mættum
minna okkur á heiðríkjuna,
muna oftar að horfa
upp og láta okkur svífa
um þessi undursamlegu
víðerni þó ekki sé nema
í vökudraumi eða draumi
nætur; þau víðfemustu,
ósnortnustu í Evrópu:
látum ekki taka þau
af okkur si sona!
Kerling skartar sínu fegursta
í dag á Vetrarsólstöðum þegar
við stoppum við rætur hennar
stutt frá Hólshúsum og Grund,
á leið í sólarátt nú þegar
sólin hefur nýverið sest
og sjónarspil sólstöðu
tekur við á suðvesturhimni
kl. 15.03.
Sjálfur hringdansinn á
himinhvolfinu þegar
sólin hverfist um sjálfa sig.
Kærkomið að dag taki
að lengja og skammdegið
að hopa; sólargangur rétt
rúmir 3 tímarnir undanfarið.
Látum ekki skuggavarp
litllausrar dægurmenningar
og hringekju misvísandi
fjölmiðlunar og staðnaðs
stjórnmálaþrass heima
og heiman, byrgja okkur
sýn á það sem okkur ber
að varðveita og virða
í heimi hér.
Þrátt fyrir það hvernig allt
veltist og snýst, heldur
Jörðin sinni rás áfram
meðal himintunglanna.
Það birtir á ný og hænufetið
er býsna drjúgt.
Ekki má gleymast að
mannkynið er að ná árangri
í mikilvægum málum á
heimsvísu eins og hvað
snertir barnaþrælkun,
fátækt og heilsugæslu,
morð og mæðradauða.
En, já, það er kúnst að lifa
af andlega í nútímanum
þegar stanslaust dynja á
sál og sinni, hamfaratíðindi
af ólgu og upplausn hér
heima og um víða veröld.
Veröld flestra er skekin til
og hrist upp í fastmótaðri
heimsmynd. Ótti og kvíði
eykst í daglegri tilvist:
stríðsótti, hamfarakvíði,
loftslagsótti, afkomukvíði,
heilsukvíði.
Börn drepin eins og ekkert
sé af vifirringum á
valdastólum hér og þar.
En sama hvað, umvefjandi
mannkærleikur og ræktun
mennskunnar, meðlíðan -
(compassion), er ljós
í myrkrinu, leiðarhnoðið.
Meðlíðan og manngæska...
#
|