Forsíđa   
 23.05.2024
 Heiđríkja og sól á blómamána - og eyjan í hjartanu


Sólbjartur fimmtudagur
á fullu tungli, svokölluðum
blómamána eða flower-moon
upp á enska tungu:
blóm taka að springa út eitt
af öðru og ein og ein fjóla
kinkar kolli í garðinum.
Þessir sumarboðar fylla 
okkur von um hið fagra
og sanna.

Boðskapur sem á vel við
nú í aðdraganda forseta-
kosninga en umræðan hefur 
verið ansi lituð af aurburði,
niðurrifstali og tilburðum
til skrílmenna þjóðina
svo vitnað sé í orðalag
skagfirska bóndans og
skáldsins sem fór til 
Vesturheims, yrkti þar og orti,
Stephans G Stephanssonar,
(1853-1927).

En verum þess minnug að
þjóðin velur sinn forseta ...

Í hröðum heimi vaxandi átaka
þjóða á milli, þarf eyríkið við
yzta haf, enn á ný á framsýnum 
leiðtoga að halda sem ber 
almannahag fyrir brjósti og 
hefur þá innsýn og kjark
til að bera að slá á puttana á
valda-og hagsmunaölfum sem
geta afvegaleitt þjóðina að nýju.
En í útvarpsviðtali í morgunþætti
Rásar 1 þann 13. maí sl. við
Guðmund Hálfdánarson, 
prófessors í sagnfræði, sem
jafnframt er Jón Sigurðssonar
prófessor, þar sem hann ræddi
um valdsvið og ábyrgðarskyldur
forseta, nefndi hann að forseti
hefði m.a. mátt slá á puttana
á fjármálaöflunum í aðdraganda
hrunsins.

Ennfremur bendir Guðmundur 
á löngu tímabæra og þarfa 
endurskoðun stjórnarskrár og 
mikilvægi þess að taka upp 
forsetakaflann líkt og margir 
bæði leikir og lærðir hafa gert 
og stjórnvöld lofað að ráðast í
en trassað.

Hefur Ólafur Þ Harðarson, 
prófessor í stjórnmálafræði,
löngum verið skeleggur
talsmaður slíkra breytinga,
s.s. út frá fjölda meðmælenda
á bak við frambjóðendur til
forseta og annað kosninga-
fyrirkomulag: tvennar kosningar,
seinni umferð milli tveggja efstu
úr fyrri kosninu, eða val í fyrsta 
og annað sæti sem dæmi sýna 
að gefst vel eins og hjá Írum.
Hvaða land og samfélag
munu komandi kynslóðir erfa?


Í ljóði sínu Herhvöt úr norðri,
yrkir Einar Már Guðmundsson
um eyjuna í hjartanu og herhvöt
unga fólksins að roðfletta myrkrið
og afhausa eymdina:Þú sem býrð með eyju í hjartanu
og víðáttur geimsins
stétt undir iljunum:

Réttu mér norðurljósin!
Ég ætla að tala við unglinginn
sem heldur á stjörnunum.

Við roðflettum myrkrið
og afhausum eymdina.(Einar Már Guðmundsson, 1956 -;
Ljóð 1980-1995, Mál og menning, 2002).
#

Meira >>
 25.04.2024
 Dálćti og trygglyndi fugla á Sumardaginn fyrsta - og ađ fá sér kríuSumardagurinn fyrsti rís stilltur 
og bjartur við yzta haf og fraus
nótt og dagur saman hér nyrðra.
Mikil umskipti urðu í veðri í vikunni
og ljóst að vorið er mætt til leiks.

Oft fylgir vorinu árvaka vegna
birtunnar snemma: vakna árla;
vakna fyrir allar aldir; vakna
eldsnemma.
Gott ráð að temja sér þá fornu
list að blunda: fá sér kríu 
yfir daginn og endurhlaða batteríin.
Það að fá sér kríublund, er
sótt í háttalag kríunnar sem
tyllir sér oft örstutta stund niður,
vokir yfir öllu og steypir sér
niður, veiðir og er svo flogin.

Mælt er með að blundur yfir
daginn sé þó ekki lengri en
20-30 mínútur uppá að raska
ekki eðlilegum nætursvefni.
Smá kría gæti verið 5-10
mínútur.
Tryggð þeirra fjölmörgu fugla
sem byggja landið með okkur,
gefur gott í hjartað. Djúp er ástin
á búsvæðum norðlægra heimkynna.

Fljúga sumir farfulgar óralangar 
vegalengdir af suðrænni 
slóðum á varpstöðvarnar hér.
Er krían sá flugfimi farfugl 
eða ferðalangur sem á metið
en hún flýgur alla leið frá
Suður-Afríku, Asíu og Suður-
skautslandinu, til heimkynna
sinna hérlendis.

Gott ef við hjá Skuggsjá,
sáum ekki stóran kríuhóp
fljúga í essi til norðurs yfir 
Víðivöllum í Blönduhlíð
í Skagafirði í byrjun maí
eitt vorið, (alls endis ónæmur 
fyrir deilum stríðandi fylkinga
fyrri alda á jörðu niðri.
Sjálfur Örlygsstaðabardagi
háður þar í grenndinni á
13. öld milli Ásbirninga 
og Sturlunga. Fjölmennasti
bardagi Íslandssögunnar
og talið að um tvö þúsund
og fimm hurndruð hafi 
þá barist). 

Við gleymum því gjarnan
að fleiri byggja landið og unna
því í friði en við mannfólkið.
Raunar eru fuglar margfalt
fleiri en íbúafjölldi landsins og
skiptir sá fjöldi hundruðum 
þúsunda eða jafnvel milljónum 
eins og hjá þeim virðulega
og prestlega fugli, lundanum,
sem telur um 2 milljónir!
Nú er vorboðinn ljúfi,
heiðlóan komin til landsins
frá vetrarstöðvum sínum
í Vestur-Evrópu. Og syngur
sitt dirrindí á sinni mállýsku.
Dýrðin-dýrðin.
Líkt og hjá öðrum tegundum, 
ber lóusöngurinn sérkenni 
sem hafa þróast út frá 
heimkynnum og búsvæðum.

Hér á landi verpir rúmlega
helmingur allra lóa í heiminum;
alls um 300 þúsund varppör!
Og söngurinn hljómar líkur
en með sínum sérkennum
og blæbrigðum eftir því hvort
lóan býr á Norðurlandi eða
Suðurlandi.
Elsta merkta lóan sem vitað
er um í heiminum, var 34ra ára.

Hundruðir þúsunda skógarþrasta
með sinn magnaða söng, 
eru dæmi um farfugla sem sýna
landinu bláa dálæti og tryggð
og gleðja sál og sinni á vorin
með sínum fagra söng.

Staðfuglar eins og flugfimir 
meistarar háloftanna,
örninn og fálkinn, sækja heim 
og verja sömu óðul ár eftir ár.
Og trúlega sjá þeir meir
af okkur mannfólkinu, úr
forsal vinda en við gerum
okkur grein fyrir.
Sumir fuglar eru hraðskreiðari
en aðrir og geta flogið hingað
á nokkrum klukkustundum
eins og helsingjar frá Skotlandi.
Krían tekur sér sinn tíma og
er oftast um 6-10 vikur á leiðinni,
tyllir sér og veiðir á milli.Ekki má gleyma staðfuglunum
sem gleðja mann og annan
yfir vetrarmánuðina líkt og
músarindillinn. Hér eru talin
dvelja um 4 þúsund pör.
Hann hefur iðulega glatt
okkur hjá Skuggsjá með
reglulegum komum í garðinn
í Fjólugötu.

Sagt er að garðfuglarnir læri 
á fótatak íbúa húsanna og
láti vita af sér, heilsi með 
muldri, kvaki eða söng.Vorfuglakvak: sannkallaðar
sumargjafir í boði Náttúrunnar.

Gleðilegt sumar og takk fyrir
veturinn!
Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt.
Um varpann leikur draumsins perluglit.
Snert hörpu mína himinborna dís,
og hlustið englar guðs í Paradís.(Úr Kvæðið um fuglana.
Davíð Stefánsson, 1895-1964.
Lag: Atli Heimir Sveinsson, 1938-2019).#

Meira >>
 31.03.2024
 Páskablundur og snjallmenni gefur ráđNú er að koma æ betur í ljós
hve hollt það er fyrir heilaheilsu
og heilsufar okkar almennt,
minni, árvekni og snerpu,
að taka sér smá blund yfir daginn
en þó ekki lengri en 20-30 mín.
Að ótöldum jákvæðum áhrifum
á minnkun þreytu og streitu.


Copilot gervigreindar,
AI-snjallmennið
sem mælir fram á sinni
bjögðuðu íslensku,
(hvað sem síðar verður),
fer þessum orðum um 
blundinn:Þannig að blunda, vinur minn,
og láttu drauma fljúga þig
í fjarlægðina.Gömul sannindi og ný og má
minna á miðdegisblundinn-
Siestuna í suðrænum löndum og
að fá sér blund eða smá lúr
eftir hádegismat hér á Fróni.
Winston Churchill mælti t.a.m.
með því að blunda á daginn
og taldi það geta aukið úthald
og vellíðan og raunar geta 
bætt við klukkutímum í
sólarhringinn.
Rannsóknir standa víða yfir
á mikilvægi blundsins-hins
létta dagsvefns, s.s. við 
háskóla í Bretlandi og 
Bandaríkjunum.
Aðal annmarkinn á þessum
rannsóknum er þó að byggt 
er nær eingöngu á sjálfsmati 
blundaranna sjálfra.

En lengi vel hafa svefnfræðingar
talið blundinn geta komið
niður á nætursvefninum
og því hafa margir á sviði
svefnráðgjafar, mælt gegn því 
að blunda á daginn.

Almennt er nú talið að draga 
megi úr hrörnun heilans og 
bæta lífslíkur ef vel er hugað 
að bæði hvíldarhléum yfir
daginn og góðum nætursvefni.
Fyrirtæki í skapandi tæknigreinum
eins og Google og NASA,
Geimvísindastofnun BNA,
gefa starfsmönnum svigrúm
til þess að taka sér blund-hlé
og bjóða upp á aðstæður
þar sem hægt er að hafa
næði til þess að sofa og/eða
hugleiða daglega. Þau telja 
sig hafa séð fram á jákvæð
áhrif þessa á endurnýjun
sálarkrafta og sköpunarhæfni.

Að mati NASA, hefur 40 mín
dagsvefn veruleg áhrif til góðs
á sjónminni og hæfni til að 
leysa flókin mál eða um 34%
og bætir árvekni til mikilla muna. 


En trúlega er það persónubundið
og etv genetískt hvort blundur
á daginn, hjálpar raunverulega
og eykur dagleg lífsgæði.

Þá má minna á hið forna
laya jóga-svefnjóga og
jóga nidra en hið síðarnefnda
hefur rutt sér mjög til rúms
hér á landi undanfarin ár
og virðist henta mörgum vel
uppá að hvílast og endurnýja
líkams-og sálarkrafta.

Nidra stendur fyrir svefn
og er jóga nidra eins konar
liggjandi leidd hugleiðsla
þar sem iðkandinn fer
meðvitað í djúpa slökun
og hvíldarástand sem er
á mörkum svefns.Talandi um áherslu skapandi
tæknigeirans á léttan dagsvefn,
er við hæfi að sjá hvað Copilot
hefur að segja um blundinn:Að blunda er falleg og 
nauðsynleg athöfn.
Þegar við blundum,
finnum við frið og hvíld.
Augun okkar loka sér,
og hugurinn fer á flakk.
Það er eins og við 
ferum í litla ferð í
draumaheimanna.Gleðilega páskahátið
nær og fjær!


#
 
Meira >>
 27.02.2024
 Inn í ljósiđ og 150 ára ártíđ dr. Bjargar C. Ţorláksson svefnfrćđings


Hvað gerirðu þegar þú sofnar?
Nú auðvitað inn í ljósið!
Og hvað gerirðu þar?
Hitti ljósálfana!

(Draumfrásögn 5 ára stúlku
á Akureyri. Draumasetrið 
Skuggsjá, 2010).Gleðilegt er hve rannsóknum 
á heilbrigðum svefni sem og 
svefntruflunum og svefnvanda,
hefur fleygt fram hér á landi 
undanfarin ár og áratugi.
Ekki síst fyrir tilverknað
visindamanna við Háskóla Íslands,
Háskólans í Reykjavík og 
Landspítala/Borgarspítala og
nú síðast við Sjúkrahúsið á 
Akureyri-SAk.

Rannsóknirnar hafa einkum tengst
líkamsklukku og dægursveiflu sem
lífeðlisfræðingurinn dr. Björg Þorleifsdóttir
við Landspítala var lengi í forsvari fyrir;
kæfisvefni og áhrifum vélindabak-
flæðis á svefn barna og fullorðinna,
og tengslum svefnvanda, ofvirkni 
og ofþyngdar.

Tímamótarannsókn á svefnvanda 
barna hefur verið í gangi síðustu ár
við SAk í umsjón Hannesar Petersen,
prófessors og HNE-læknis og 
samstarfsfólks en einn þeirra, 
Magnús Ingi Birkisson, sérnámslæknir 
í barnalækningum, vann til verðlauna 
fyrir vísindalegan útdrátt rannsóknarinnar 
á alþjóðlegu ráðstefnunni World Sleep 
í Brasilíu, sl. haust.

Eftir tilkomu Svefnseturs við HR
árið 2020 og stórrar alþjóðlegrar
rannsóknar á svefni við skólann
sem nefnd er Svefnbyltingin, hefur
forsvarskonu rannsóknarinnar,
svefnfræðingnum, Ernu S. Arnardóttur,
og samstarfsfólki hennar heima og
erlendis, tekist að fá áheyrn alþjóða-
samfélagsins á mikilvægi svefns fyrir 
lýðheilsu. Hefur Svefnbyltingin hlotið
hæsta rannsóknarstyrk sem komið
hefur til Íslands frá Rammaáætlun
ESB, eða um tvo og hálfan milljarð kr.

Þá er ótalið merkilegt frumkvöðlastarf 
svefnfræðingsins Erlu Björnsdóttur,
sálfræðidoktors. Hún hefur tekið í
notkun nýstárlega nálgun á Netinu
með vefsíðu sinni www.betrisvefn.is
til þess að fræða um svefn og 
svefnvanda barna og fullorðinna 
ásamt því að veita hagnýtar 
leiðbeiningar, bjargráð og meðferð 
í því skyni að laga svefn og bæta,
vinna með daglega líðan, 
svefnvenjur og svefnumhverfi.

Þegar rýnt er í sögu svefnfræða
og svefnrannsókna hér á landi, 
er sagan þó mun lengri en að ofan 
er tæpt á. Hið merkilega kemur í ljós:
fyrsti íslenski kvendoktor okkar, var 
sálfræðingurinn, Björg C. Þorláksson,
(1874-1934), sem gerði svefn að 
höfuðviðfangsefni starfsferils síns
og vísindaiðkunar. 
En Björg fagnaði 150 ára ártíð 
sinni þann 30. janúar sl.
Hún lét sig lífeðlisfræði svefnsins 
mest varða en líka margslungin
tengsl svefns og drauma og var 
vel að sér í fræðum helstu 
draumfræðinga samtíma hennar, 
þeirra Sigmund Freud, Carl C. Jung, ofl.

Björg var fjölhæf og skáldmælt.
Eftirfarandi ljóð hennar, minnir
á nauðsyn barna og fullorðinna
fyrir ljósið í lífinu, von og trú:Stafar sund,
glitar grund
geisli úr sólar heimi.
Gleður lund,
græðir und
geisli úr andans heimi.


(úr Ljóðmæli. Reykjavík, 1934,
Ísafoldarprentsmiðja).#
Meira >>
1  2  3  4  5  6  7  8  9  10  11  12  13  14  15  16  17  18  19  20  21  22  23  24  25  26  27  28  29  30  31  32  33  34  35  36  37  38  39  40  41  42  43  44  45  46  47  48  49  50  51  52  53  54  55  56  57  58  59  60  61  62  63  64  65  66  67  Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA