Forsíđa   

 22.09.2016
 Jafndćgur á hausti: regnbogadraumar fyrir friđi - bifröstin er brú á milli heima



Regnbogar hafa sótt
okkur heim í meira
mæli en oft áður
nú í haustbyrjun.
Að kvöldi jafndægra
þetta haustið, birtist
tvöfaldur regnbogi
á kvöldhimni yfir
regnvotum Borgarfirði,
ekki amalegt það.
Brú eða bifröst á
milli heima...



Draumar vorir litast
af slíku endurkasti
náttúrunnar: sannkallaðir
regnbogadraumar fyrir
friði í harki og hamingju,
(eða óhamingju), hins
daglega veraldarvafsturs.



Fegruð og dulúð
himinskauta vekur
upp heimspekilegar
vangaveltur um
skil heimanna og
eru nútímafræðimenn
farnir að efast um
að skil heima og vídda
séu jafn skörp og oft
hefur verið haldið fram.



Þessar nýju hugmyndir
byggja á því að al-
heimi megi líkja við
stóra afsteypu eða
eftirhemun - simulation -,
nokkurs konar gangverk,
fylki, eða matrix, (í anda
Matrix myndanna), sem
stærðfræðin stjórni og
gagnabitar upplýsinga streymi:
við lifum í sýndarveruleika.
 Hvort einhver arkítekt
stjórni svo alheimi,
er enn önnur spurning.



Hugmyndir þessar
eru æði súrrealískar
 og draumkenndar
 og bera vissan keim
af vísindaheimspeki
og vísindaskáldskap
en eru langt frá
því nýjar af nálinni.
  Alheimi hefur iðulega
verið líkt við fagurt og
flókið stræðfræðilíkan.



Ítalski stjörnufræðingurinn
Galileo Galilei, sem með
sinni leiftrandi snilld,
kom sér undan ofsóknum
 Rannsóknarréttarins:
og hún snýst nú samt,
líkti náttúrunni við bók,
sem skrifuð væri á
tungumáli stærðfræðinnar.



Það skyldi þó
aldrei vera að við
 séum ekkert annað
en litil megabæt?
En breytir það svo
sem einhverju?
Eins og hæfileika okkar
til að hrífast og telja
bæði fyrirbærið og
 upplifunina ekta?



Hreyfiafl þróunar
í gegnum blekkingu
 til uppljómunar?
Möguleikinn að vera
ótengdur gangverkinu,
vera unplugged
fylkinu?




*

 



Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118  119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA