Enn á ný eru Jól--Hátíð Ljóssins--
haldin hér í heimi; ekki að undra að
mannkyn hafi frá örófi alda
velt fyrir sér ráðgátunni um það
undur sem ljósið er.
Við tökum raunar mörgu sem
svo sjálfsögðu í lífi okkar í
nútímanum að okkur hættir til
að gleyma að hrífast yfir sköpunar-
verkinu og sýna því lotningu.
En að finna til lotningar gagnvart
náttúrunni og Alheimi og upplifa
einingarkennd með öllu lífi,
var sá hæfileki mannsins sem hinn
mikli eðlisfræðingur og höfundur
afstæðiskenningarinnar um rúm
og tíma, Albert Einstein, taldi að við
mættu alls ekki missa sjónar af.
Talandi um ljósið og undur þess,
þá má segja að íslenskur kristall
hafi gjörbreytt ljósfræðinni og allri
rannsóknartækni og þar með
náttúruvísindum og vísindasögunni.
Lagt grunn að framþróun sem varð
undirstaða nýrrar samfélagsgerðar.
Þessi kristall er hið einstæða, stóra
og tæra silfurberg á Austfjörðum,
sem finnst í svokallaðri Helgustaða-
námu eftir samnefndum bæ
við Reyðarfjörð. Og lesa má um
í stórmerkilegri bók feðganna Leós
Kristjánssonar og Kristjáns Leóssonar,
Silfurberg - Íslenski kristallinn sem
breytti heiminum. Bókin kom út hjá
Máli og Menningu nú fyrir jólin.
Íslenska silfurbergið--Iceland Spar--sem
er af kalsít kalksteini og fyrirfinnst jú víðar
á jörðinni en er hér stærra og hreinna og búið
þannig kostum, að það gerði m.a.framleiðslu
og flutning raforku mögulega og stuðlaði að
framförum í efnistækni og fjarskiptum og
matvæla-og efnaframleiðslu. Olíuvélar og
efnaframleiðsla á iðnaðarskala tók nú við
af hestvögnum, gufuvélum og gaslömpum.
Þetta hreina, stóra og tæra silfurberg af
Austfjörðum, komið úr iðrum Jarðar en í
leiðinni dásamlegur Sólarsteinn til siglinga,
reyndist lykill að ráðgátum um eðli ljóss,
raf-og segulhrif, uppbyggingu efnisheims,
víxlverkun ljóss og efnis og eðli rúms og
tíma í Alheimi sem vísindamenn á borð við
Einstein og þar áður Skotinn James Clerk
Maxwell ofl. ljósfræðingar, bæði þekktu og nýttu.
Þessar uppgötvanir má rekja til notkunar
svokallaðs prismaglers sem unnið
var úr íslenska silfurberginu og skapaði
tvöfalt ljósbrot í stað einfalds ljósbrots
glerja sem áður höðfu verið notuð.
Prismaglerið ættað úr austfirskum firði,
hafði afdrifarík áhrif á framþróun vísinda
á 250 ára tímabili, allt frá 17. og fram á
20. öld, eða þar til farið var að nýta
plastefni í ljósfræðitækjum.
Töfrum lík saga og sönn í íslensku
sem alþjóðlegu samhengi, byggð á
gjöf Fósturjarðar vorrar sem ruddi
brautina að nútíma tækni, vísindum
og lifnaðarháttum!
Um leið og við höldum hátíðleg Jól
og hyllum Ljósið, munum eftir að
gleðjast yfir töfrum tilverunnar,
finna sinn hjartastað og setjast að.
Verum þess minnug að
Jólin eru sáttmáli um frið sem við
gerum allan heiminn við, eins og
segir í nýju lagi Baggalúts og Bríetar
og Valdimars, Jólin eru okkar:
Jólin eru sáttmáli um frið sem við gerum allan heiminn við,
Hlið við hlið.
Jólin eru okkar og allt sem fylgir þeim,
Lýsa upp töfraheim...
#
|