Forsíđa   

 20.12.2024
 Sólris í Vatnsdal og lengsta nótt ársins - Vetrarsólhvörf




Tignarlegt var að sjá sólina 
brjótast fram úr skýjahulunni
yfir Vatnsdalnum þegar
áð var í Sveinslundi upp
úr hádeginu á suðurleið.
Þingeyrar kúrandi í
skammdegiskyrrðinni.


Sólris varð klukkan11.33
í morgun og sólsetur varð
svo klukkan15.17.
Framundan er lengsta nótt
ársins--gjarnan talin mikil
draumanótt--og stystur dagur 
á sólhvörfum á morgun
klukkan 9.21.

Hænufetið er drjúgt þegar
sólin, eftir að standa kyrr
og hverfast síðan um
sjálfa sig á Vetrarsólhvörfum
morgundagsins, tekur 
að hjóla ofar á himinbaug.





Hæglátt streymi tengir 
okkur við innri mann,
aðra menn, og lífið sjálft.
Í slíku hæglæti náum
við dýpra - inn í eigin
veru og dulúð sköpunar.
Við sjáum skírar og
finnum upphafningu
vitundarinnar í vöku
jafnt sem svefni þar
sem draumarnir eru
ljósir; núvitund eykst 
svo og meðvitund um
að vera að dreyma
í skírdreymisflæði.

Lengi væntir vonin um 
betri tíð og bættan 
almannahag.
Við getum breytt erfiðum
og óttavekjandi draumum
í mildari og betri upplifanir.
Og tekist á við armæðu 
daganna með nýrri hugsun.
Náum að sjá nýja kosti
í vöku sem svefni;
eflumst að kjarki og þor.
Erum ekki ein.





Munum að anda og vera
til; hylla landið eins og
Jóhannes úr Kötlum 
nefnir í ljóði sínu
Í guðsfriði frá 1970:




þá verða öll orð tilgangslaus
- þá er nóg að anda

og finna til
og undrast

Maðurinn í landinu
landið í manninum
- það er friður guðs.




#








Síđasta frétt 1 2 3  4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 270 271 272 273 274 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA