| 
 
 
 Á fullu tungli gærdagsins, 
 svokölluðum ofurmána, (frostmána; sorgarmána, 
 líkt og Indíánar BNA  eða Keltar nefndu það),
 snjóaði drjúgt hér nyrðra. Og nú á Degi íslenskrar tungu, hvílir snjóbreiða hvít og hrein, yfir öllu. Fyrsti alvöru snjór þessa vetrar. Kannski við sjáum Norðurljós og stjörnur  við frostmarkið...
 
 
 
 Skírdreymi er einn flokkur 
 drauma sem nú er verið að rannsaka enn frekar. Hreinn tærleiki náttúrunnar eða skírleiki nú um stundir, á sér samsvörun í draumum næturinnar þegar dreymandi upplifir sig að vera skír eða  vitandi um að vera að dreyma.
 Getur horft á drauminn og velt fyrir sér eða jafnvel breytt framvindu hans. Hafa sumir  náð að breyta erfiðum draumum  og draga úr ógninni frá þeim, með því að skoða nýjar leiðir til þess að vinna með hættuna í draumi/um í slíku ástandi. 
 Ennfremur hefur bæði lista- og vísindafólk talað um 
 skapandi flæði í skírdreymi sem þeim tekst svo að fanga til nýrra verka í vökunni. 
 
 
 
 Alþingiskosningar í nánd;  fyrir margt löngu hefði þó verið hægt að færa margt til betra horfs 
 með endurskoðun og uppfærslu  laga í takt við nútíma lýðréttindi, s.s. varðandi vaxtalög og kafla um okur í gömlum refsilögum frá því í kringum 1960. 
 Eða skoða möguleikana á að festa gengi krónu við annan og stöndugri gjaldmiðil án þess að þurfa að ganga í einhver sér 
 bandalög sem einkum eru sniðin fyrir ríki á meginlandi Evrópu. 
 Kanadabúar buðu Íslendingum t.d. aðstoð í Hruninu en á þeim  tíma var kanadadollar talinn einn styrkasti gjaldmiðill í heimi.  Hvort sá möguleiki var tekinn  til skoðunar, er til efs. 
 Löngum hefur verið bent á  að taka þurfi tiltekna kafla  stjórnarskrár til endurskoðunar eins og forsetakaflann en látið reka á reiðanum svo og  margt varðandi kosningar  eins og atkvæðamagn á bak  við hvern þingmann.
 
 Í þessu ljósi m.a. er engin  furða að margir hafi litla trú
 á raunhæfum beytingum  sem skapað gætu eðlileg 
 og streituminni skilyrði til heilbrigðs lífs og búsetu  í landinu. 
 
 
 
 Landið okkar gefur þó skíra von um góða hluti þrátt fyrir  allt. Mörg eru góðu gæðin. Megum ekki gleyma að  margt er bæði vel gert hér og til hagsbóta fyrir alla.
 Munum eftir skyldum okkar við landið og skírum vonar- draumum í svefni sem vöku: 
 að halda tryggð við landið  sem okkur hefur verið fengið  til fylgdar.
 Auðsýna mildi og elskusemi  í mannlegu samfélagi: 
 
 
 
 
 Ó dunandi eyja sem á dögum sköpunarinnar! ennþá í smiðju elds, kulda og vatns engan stað á jörðu eigum vér dýrari 
 því þetta land var sál vorri fengið til fylgdar. 
 
 
 (Hannes Pétursson. Óður um Ísland. Heimkoma. Helgafell,1974). 
 
 #
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 |