Forsíđa   

 26.10.2024
 Sólrođi og glitský: vetur gengur í garđ - örugga draumarýmiđ og nćturterapían



Fyrsti dagur vetrar heilsar
með fögrum sólroða og 
bleikum glitskýjum í Norðrinu.
Heimur nýr og fagur...
Vekur hugsunina um
mikilvægi þess að eiga
aðgang að öruggu rými
(safe space), í sálinni,
jafnt í vöku sem svefni.

Á dagvaktinni, er örugga rýmið
gjarnan minning/reynsla
af kærri persónu/m og/eða
stað/aðstæðum úr bernskunni 
þar sem viðkomandi upplifir sig
öruggan og óttalausan, umvafinn 
vernd og skilyrðislausri elsku.





En það gerist líka heilmargt
á næturvaktinni hjá okkur.
Í svefni skapast örugga
rýmið í draumsvefninum.
Við þurfum ekki bara að sofa
heldur líka að dreyma.
Okkur dreymir allar nætur
jafnvel þó við munum
draumana ekki að morgni 
eða fáa og etv. bara draumslitur.

En getum gert margt til þess
að þjálfa draumaminnið með
því að skrifa draumana niður
og/eða tala um þá og halda
drauma-dagbók. Sést þá
gjarnan viss þróun yfir
tímabilin þegar skoðað er 
til baka. Hvaða tilfinningar
fylgdu draumunum og hvað
voru þeir að segja okkur?
Eru endurtekin mynstur 
eða þemu í draumunum
og eru endurteknir draumar
allt frá fyrri tímabilum, jafnvel
bernsku, að minna á sig?



Vert er að hafa í huga 
að draumar eiga sér
upphaf í dýpi vitundarinnar,
ekki bara í vökureynslu.
Og það er úr þessu
magnaða skapandi dýpi
vitundar okkar sem gjafir
draumsins berast í svefni.
Opna á nýja sýn og lausnir.
Þ.e.a.s. ef við tökum þann
pól í hæðina að draumar séu
ekki bara merkingarlaust rugl.
En því skal til haga haldið
að margir eru enn þeirrar
skoðunar, bæði leikir og lærðir.




Í draumsvefninum, svokölluðum
Bliksvefni -REM-Rapid Eye Movement
svefntímabil hraðra augnhreyfinga 
en algjörs hreyfingaleysis að öðru leyti, 
verða vissar breytingar á efnafræði
í heila þar sem segja má að
streituhormónið-noradrenalín, sé
lokað úti. Raunar eina skiptið á
sólarhringnum sem miðtaugakerfið
losnar undan kvíðahormóninu.

Færi skapast á að endurupplifa
óttavekjandi og erfiða reynslu 
vökunnar í öruggu rými/umhverfi
draumsvefnsins, sjá nýja fleti
og opna á aðlögun og heilun
tilfinninga og hugsana.

Þegar unnið er með martraðir
sem gjarnan fylgja mikilli
áfallastreitu, er markmiðið
að finna leið til þess að endur-
skrifa martröðina og milda hana; 
draga úr ótta og hjálparleysis-
tilfinningum.

Hægt að byrja á að tengja sig
við jákvæðar myndir, liti, 
öruggar senur úr vökunni sem 
gefa gleði, vernd og ótttaleysi.
Og smám saman ná að opna
á og deila efiðri draumreynslu 
eða martröð með þeim sem 
við treystum, trúnaðarvini, drauma-
dagbókinni eða terapista. Öðlast 
endurlit (rehearsal), á íþyngjandi 
draumreynsluna og áföll vökunnar.
(Imagery Rehearsal Therapy - IRT).



Dag skal að kveldi lofa, segir
hið fornkveðna og mikilvægt
að muna eftir að dvelja líka
í hæglætinu í amstri dagsins
og gefa gaum að rólegum 
undirbúningi fyrir svefninn 
að kvöldi.

Ljóst vitundin starfar ötullega
allan sólarhringinn og gefur
okkur góð bjargráð til þess
að dvelja í öruggu rými drauma
og ná að heilast í terapíu nætur.

Það kemur alltaf nýr dagur...



#







Síđasta frétt 1 2  3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 270 271 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA