Íhugun drauma
á sér gjarnan stað
við dögun þegar
dreymandinn nær
að meðtaka kyrrð
þessara mögnuðu
- og að virðist
áreynslulausu -
tímamóta nætur
og dagmála og
vera bara til
í Núvitund
svefnrofanna.
Vakna nýr til
komandi dags;
anda í hæglætinu,
tengjast kærleika
og vera í sátt.
Njóta kyrrðar og
hljóða Náttúrunnar
eins og kvaks fugla
þar sem það enn
fær frið til að hljóma í
skarki hljóðmengunar.
Hlusta á sálina
sem fer sér
mun hægar en
líkami og persónuleiki
í þeytivindu daganna.
Minnum í þessu
sambandi á
hugleiðsluvikuna
framundan:
Friðsæld í febrúar.
Sjá frekar á vefnum
Í boði náttúrunnar.
Í hugleiðingum
Más Elísonar,
tónlistarmanns
og prósahöfundar,
segir svo í ljóði
hans Kyrrð:
hvað sem á dynur,
þrátt fyrir hamingju, peninga
og spennu - þá
þrá allir það sama -
kyrrð - og aftur
kyrrð
kyrrð og ró,
fuglasöng -
og þyt í mó
og gjálf í sjó
sjálfið er í sjálfu nóg
hlustaðu á ekkert,
þá heyrirðu allt -
það er lífið sjálft -
í sjálfu sér.
*
|