Forsíđa   

 17.04.2014
 Hrafn Sveinbjarnarson fyrsti lćrđi lćknirinn - dreymi og sýnir - og seinni tíma grćđarar og frćđararÁ Skírdegi og
Föstudaginn langa
skerpist á gildunum.
Til hvers er lifað?
Eða öllu heldur:
 til hvers er dáið?

Hrafn Sveinbjarnarson
Dýrfirðingagoði og
héraðshöfðingi frá
Eyri við Arnarfjörð
sem uppi var á
áratugunum í
kringum 1200
þegar miklar breytingar
urðu á grónu valdakerfi,
 er elsti lærði læknir
okkar Íslendinga.
Jafnframt er hann einn
fyrsti höfðinginn
að ganga til Róms;
íslenskur pílagrímur.

Læknisgáfa var í ætt Hrafns
en að öllum líkindum
hefur hann sótt nám
í læknisfræði við
Salerno háskóla á Ítalíu.
Ennfremur mun hann
hafa kynnt sér
starf munka af reglu
Jóhannesar skírara
fyrir sjúka og fatlaða
í borg heilags Egidíusar,
Ílansborg - St. Gilles -
á Spáni sem staðsett er á
helstu pílagrímaleið Evrópu,
Jakobsveginum svokallaða.
Áfram Veginn til hinnar
galisísku stjarnhvelfingarborgar,
Santiago de Compostela.
En lærisveinninn Jakob
boðaði kristni á Spáni og
eru helgir dómar hans taldir
varðveittir í dómkirkjunni í
Santiago de Compostela.
Hafa menn öldum saman
lagt á sig bótgöngur þangað.

Er heim kom gerðist Hrafn
mikilhæfur læknir á
líkamleg og andleg mein
og fetaði nýjar slóðir
í líkn og lækningum svo sem
í þvagfæraskurðlækningum.
Hefur óefað sótt þar
í afburða kunnáttu Mára
úr Spánarferð sinni.
Þá var hann þekktur
að því að lækna án
endurgjalds og m.a. þá
er tekið höfðu vitfirring.

Góðhjartaður og göfuglyndur
höfðingi sem stýrði búi
sínu af mikilli rausn.
Hagleiksmaður og lögvitringur.
Hrafn var líka sjáandi og
hafði góða innsýn í drauma
eins og segir frá í
Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar
og lesa má um í Sturlungu:Þá urðu í Vestfjörðum
mörg kyn í draumum
og sýnum...
Þá sáu þeir ljós mikið
fara úr austri í móti sér
frá bænum á Eyri.
Hrafn sá í ljósinu þrjá menn.
Þar þóttist hann
kenna sig í ljósinu
og tvo menn aðra.
Þessa sýn sagði
hann fáum mönnum.Þessi sýn Hrafns svo
og merkir draumar
sem mönnum gengju,
voru taldir fyrirboðar
að fráfalli Hrafns
sem hálshöggvin var
af frænda sínum og
höfuðandstæðingi,
Þorvaldi Snorrasyni,
Vatnsfirðingagoða.
(Heima á Eyri eins og
sýnin sagði til um).

Saga Hrafns er ein
merkasta heimild um
sjúkdóma, lækningar
og viðhorf til lækninga
á íslenskum miðöldum.

Hann hafði það að
leiðarljósi í lífi og starfi
að hreykjast ekki yfir
veraldlegu gengi og
gæðum en beina sjónum
sínum þess í stað að
fagnaði himinríkis dýrðar
.


Hrafn var vinur Guðmundar
biskups góða Arasonar
Hólabiskups hvers draumar
urðu snemma vel þekktir.
Tengdasonur Hrafns
var hinn húnvetnski
Eyjólfur Kársson,
giftur dótturinni Herdísi
og einn aðal kappinn í
liði Guðmundar góða.
Og galt fyrir með lífi sínu
í átökum vegna biskups.


Frá þeim Herdísi Hrafnsdóttur
og Eyjólfi Kárssyni,
kemur síðar til sögunnar
Miðfirðingurinn frá Mel,
Guðbrandur biskup Þorláksson,
Hólabiskup og forgöngumaður
prentunar á Hólum og
þýðinga og útgáfa
margra merkra rita
en þeirra kunnast
er Guðbrandsbiblía.
Prentað var á móðurmálinu

í prentsmiðjunni sem
áður var á Breiðabólsstað
í Vestur-Hópi hvar
Guðbrandur hafði
þjónað sem prestur.


Með varðveislu og
auknum framgangi
íslenskrar tungu,
birtist í fyrsta sinn
á prenti ýmislegt úr
íslenskri draumhefð
sem áður hafði gengið
í munnmælum eða
verið handskráð.

Og svo? Hvað með
síðari afkomendur?
Enn í lækningunum,
draumunum og
hinu ritaða orði?
Í nær vonlausri
baráttu í barbaríinu?

Við lifum myrka tíma
og reynir því á að
hafa gildin og trúna
á þróunina með í för.
Gildin eru dýpri og
þróunin með meiri
sveigju og seiglu en við
almennt áttum okkur á.
Gleymum því ekki;
sköpum vaxtarskilyrði
heilunar fyrir einstakling
og samfélag allt.
Seinni tíma græðarar
og fræðarar í anda
Hrafns Sveinbjarnarsonar.

Gildin; var einhver
að tala um
kærleikann?


*

Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144  145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA