Forsíđa   

 26.05.2015
 Táldraumar í vísindaskáldskap og nútímaauđrćđi



Bláhringur fjalla í
íslenskri náttúru,
ljáði nýafstaðinni
Hvítasunnu ákveðinn
draumablæ sem minnti
á skil heimanna og
það hve lítt við sinnum að
skoða með opnum hug
eðli og leiðsögn drauma.

Þá tengingu milli
raunheims okkar og
dýpri andlegra heima
sem nútímadraumfræði
gera ráð fyrir að
draumarnir séu; að
sérhver draumur feli
í sér marga fleti, líka hina
andlegu með rætur í ljósi.


Hvítasunnumorgun þegar
allt sefur samkvæmt
fornri þjóðtrú okkar:
þegar meira að segja
tröll og forynjur sofa
rótt og án vara á sér.
Náðarstund Móður Náttúru.


Vísindaskáldskapur á
Vesturlöndum fjallar
 iðulega um máttinn til
góðra og göfugra verka,
til að skapa og vinna
með lífi og náttúru
en alls ekki til að
deila og drotttna.
Vísindaskáldskapur á
sér sögulegt upphaf
í skrifum höfunda
á borð við H.C. Wells.


Herbert George Wells,
hét hann fullu nafni,
 og fæddist í Kent á
Englalandi á síðari
helmingi 19. aldar.
Nú gjarnan kallaður
faðir vísindaskáldsögunnar.


Mörg verka Wells
hverfast um skil heima,
leika á mörk svefns og
drauma, fjalla um framtíð
og alheim, og hafa verið
kvikmynduð á seinni tíð.
Ennfremur hafa þau
haft ómæld áhrif
á andrúm, þemu og
hugmyndaheim í
öðrum þekktum verkum,
svo sem í Dr. Who,
Battlestar Galactica,
og Lois&Clark.


Dæmi um verk Wells
sem hafa haft áhrif
í heimi kvikmyndanna,
 eru The Time Machine,
The Invisible Man,
The Island of Doctor Moreau,
The War of the Worlds og
The Play of Things to Come.


Sýn Wells á framtíðina
- nútíð dagsins í dag
og komandi daga -
er oft speglun á fagurri
draumsýn sem síðan
reynist tál í raunheimi.
Framtíðarvonir sem reynast
brostnir draumar þar sem
ekki er hægt að sjá við tíma
og rúmi, mannlegri græðgi
og hverfulleika hlutanna.


Í bókinni The Sleeper Awakes
frá árinu1910, segir Wells
frá Graham, ungum manni
sem tekur lyf við svefnleysi
sem hann hefur lengi þjáðst af,
sofnar loks og sefur í 203 ár!
Þegar hann vaknar
er heimurinn gjörbreyttur
og hann orðinn bæði
ríkastur og voldugastur
allra Jarðarbúa, (það eru
raunar vextir á arfi á
 bankabókum hans sem
hafa skapað honum
 margfaldan auð).
En reynt er af alefli
 að halda honum frá þeim
nöturlega raunheimi
sem almenningur stritar í.


Graham tekst þó
að sleppa úr hinum
þægilega gullheimi sínum
og skoða heiminn fyrir utan.
Þar eru hræringar í átt
til betrumbóta sem síðan
snúast upp í andhverfuna
 - svona eins og þegar
byltingin étur börnin sín.


Þar þróast lýðræði yfir
í lognmollu og fláttskap,
ekki bara í einræði heldur
í auðræði - plútókratí -
e.k. auðmannaveldi.
Ekki ólíkt því sem sést
í nútímanum þar sem
fámenn auðstétt ræður
 lögum og lofum alls
staðar á byggðu bóli
og þarf ekki einu sinni
að vera í pólitík til þess
heldur eru stjórnmálaöflin
í eigu og þjónustu hennar!


Graham vaknar til martraðar
hvar baráttan er þrotlaus
og firringin ómæld.


Tími til að vakna af
svefninum langa.
Þegar forynjan sefur,
þá er lag líkt og
þjóðtrúin kennir...
Náttúran lætur ekki að sér
hæða og á sína mótleiki;
á sínar rætur í Ljósi.




*



Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144  145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA