Forsíđa   

 01.06.2013
 Sjómannadagur og dreymandi sjómennNú er Sjómannadagshelgin
gengin í garð og mikið
um dýrðir um land allt.
Enda við hæfi að heiðra
aldagamla atvinnuhætti
sjómanna sem og
sjósóknir þeirra.
Við erum háð sjónum
um afkomu okkar
hér á Fróni og um leið
þeim sem hann stunda
til að sækja björg í bú
fyrir fjölskyldurnar í
landinu og þjóðarbúið.

Vel á minnst,
kvenmannsnafnið Björg
er sjómönnum fyrir góðu
í gömlum íslenskum
draumráðningum og eins
það að dreyma sig sigla
uppundir björg þar sem
brimar að og fuglalíf er
mikið, veit á góðan afla.


Fleiri draumtákn er varða
aflasæld og veðurfar eru
þekkt eins og það að fá á
sig ágjöf er fyrir góðum afla
eða að bátur eða skip manns
sökkvi er fyrir aflahrotu en
mikið útfiri eða ládeyða
er fyrir aflaleysi.Hátíðarkveðjur sjómenn
nær og fjær!


Við birtum hér veðurspá
Veðurklúbbsins á Dalbæ
á Dalvík fyrir veðrinu í júni
en spáin er að hluta byggð
á draumum klúbbfélaga
sem margir eru fyrrum
sjómenn og bændur
eða eiginkonur þeirra.Júnímánuður verður mun
hlýrri og mildari en
maímánuður enda sól
hærra á lofti. Þar við bætist
að sunnan og suðvestanáttir
verða ríkjandi í mánuðinum
sem bera með sér hlýtt
loft sunnan úr Evrópu.


Þessar væntingar og spár
eru m.a. byggðar á því
að tungl kviknar í suðri
þann 8. júní kl. 15:56 og
er það laugardagstungl.

Þá er þessi veðurspá
fyrir júní byggð á draumum
klúbbfélaga, draumum
sem eru fyrirboðar veðurfars.
Allt ber þetta að sama
brunni með vindáttir og hitafar.*


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181  182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA