Forsíđa   

 06.09.2011
 Heilandi máttur barnadrauma - og vetraropnun í FriđbjarnarhúsiDraumar hjá ungum og öldnum
búa sumir yfir heilandi mætti.
Til forna var þessi viska virt
og voru draumar hjá
mörgum fornþjóðum
notaðir í lækningaskyni.
Var draumleiðsla (incubation)
m.a. stunduð í þessu skyni,
fólk bað fyrir eða reyndi
að kalla fram drauma
sem fólu í sér vísi
að lækningu eða gáfu
aukna trú og kjark til að
takast á við veikindi.

Í nútíma taugavísindum

er athyglinni æ meir beint 
að gildi svefns og drauma
fyrir sálarlíf og heilsu og
komin viss staðfesting á því
að draumar geti leitt til
heilunar fyrir sál og líkama.

Talið er að sumir draumar
veiti dreymandanum
aðgang að vissri tegund
greindar djúpt í heilastofni
sem sendi boð um heilabörk
og þaðan út í vefi og
ónæmiskerfi líkamans
sem síðan virkji eigin
lækningamátt líkamans
og efli heilsu og vellíðan.

Margir barnadraumar
hafa heilandi áhrif á sálarlífið
eins og úrvinnsludraumar
á áreitum vökunnar og martraðir
en eitt meginhlutverk þeirra
er að losa um spennu
og koma á auknu jafnvægi.

Sýning Skuggsjár
á barnadraumum í
Friðbjarnarhúsi á Akureyri
sem staðið hefur yfir
í sumar í samvinnu við
Leikfangasýningu Guðbjargar,
hefur nú verið framlengd
allt til áramóta.
Vetraropnun verður
alla laugardaga
milli kl. 14 og 16
og eins geta skólahópar
komið eftir samkomulagi.
Hafið samband við
Guðbjörgu Ringsted
í síma 863 4531.

Skuggsjá þakkar öllum þeim
börnum sem komið hafa
á sýninguna í sumar
og sagt frá sínum draumum
og/eða teiknað þá.
Þannig hefur enn bæst við
barnadraumasafn Skuggsjár
og er nú unnið að útgáfu
á litlu kveri um efnið
sem mun koma út í vetur.

Talandi um heilandi og
græðandi mátt drauma,
 þá birtum við hér draum
Jakobs 7 ára af báttinu
sem læknaðist í draumi:

Ég gat læknað báttið
í nótt
í draumnum mínum
með þvi að sveifla
töfrasprotanum.

Sérðu, ég var með svona
sár
hérna á puttanum,
og það er alveg horfið.


'


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181  182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA