Forsíđa   

 13.03.2011
 Vöggusöngur Edo - og hamfarirnar í trjáborg hinna ţúsund Búddha



Hugurinn er hjá Japönum
vegna hamfaranna
föstudaginn 11. mars sl.
vegna stórskjálfta
upp á 9 á Richter
með afdrifaríkri
flóðbylgju - tsunami -
sem hæst náði 10 metrum
og tilheyrandi aurskriðum.
Sem því næst fór
í slota yfir Kyrrahaf
allt að vesturströnd BNA.


Manntjón sem og
annað tjón
mest í Japan
en þó enn óvitað.
Þessu til viðbótar
yfirvofandi ógn
frá þarlendum
kjarnorkuverum.

Leiðir hugann
að borgum og
byggðum heimsins
og byggingarlagi
sem víða er ótraust
og má lítið út af bera.

Söfnunarsími Rauða krossins
fyrir Japan er 904 1500.

Japanir hafa farið
í gegnum
margar eldskírnirnar
í aldanna rás
eins og stóra skjálfta
yfir 8 á Richter
og vandað til traustleika
bygginga og mannvirkja.


Tókíó var fyrr á öldum
ein fjölmennasta
borg veraldar.
  Og er enn í dag
sú þéttbýlasta með
um 13 milljónir íbúa
og ásamt með
nærliggjandi svæðum
yfir 35 milljónir íbúa.

En trjáborg hinna
þúsund Búddha,
hin græna Sendai,
hvar stóri skjálftinn
átti nú upptök sín,
er norðaustur af Tókíó
og var upphaflega
valinn staður
vegna greiðfærðar
við stórborgina.

Lengi vel gekk Tókíó
undir nafninu Edo
- við flóann -
eða allt frá byrjun
17. aldar til
miðrar þeirrar 19.
að tímar breyttust
með nýjum herrum
og stjórnskipan.

Ljóðahefð Japana er
einstök og draumkennd
sbr. hækurnar margrómuðu;
söngvar fyrir svefninn
og sérstæðar vögguvísur
eru einnig stór hluti
menningarhefðar
í fortíð og nútíð.


Vöggusöngur Edo - Edo lullaby
eða Edo komoriuta
birtist hér á engilsaxnesku
og er eftirfarandi:


Huhsabye, Huhsabye!
My good Baby, sleep!

Where did my boy´s baby-sitter go?

Beyond the mountain,
back to her home.

As a souvenir from her home,
what did you get?

A toy drum and a sho flute.



Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245  246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 270 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA