Forsíđa   

 31.12.2016
 Berfćttar sálir: ljóđ og draumar ljá okkur röddÁrið 2016 líður nú
í aldanna skaut.
Árið þegar heimurinn
- og er Ísland þar
engin undantekning -
var vakinn harkalega
af lúmskum blekkinga-
svefni rányrkjuauðræðis,
inn í firrtan nútíma
grimmra stríðsátaka og
hryðjuverka vargaldar,
siðrofs sem engu eirir.
Inn í tilveru sem telur
alls um sjö þúsund
og fjörgur hundruð
milljónir Jarðarbúa
hvar einungis eitt
prósentið á meirihluta
allra gæðanna...Árið þegar einkunnarorð
alþjóðahjálparsamtakanna
Lækna án landamæra:
stríð hafa vissar leikreglur,
 voru skekin að grunni
og svívirt ásamt öllum
eðlilegum mannréttindum.Ár vélunar; árið sem
kallað hefur verið ár
post-human rights og
post-truth staðreynda,
sem falskar fréttir eru
ein birtingarmyndin á.
Já; lævís og lipur lygin
 hefur selt sig vel og 
litar þá heimsmynd
sem við nú vöknum til
með vafasömum stjórnar-
 og stríðsherrum yfir öllu
og allt um kring.En árið 2016 var
líka ár vöknunar;
það skerpir vit og þor
að sjá nauðsyn þess
að takast á við vélun og
vitfirringu í heimi hér.
Barátta að hefjast og
eru von og draumar
hnattrænt hreyfiafl
 í slíkri sókn: ljá okkur
rödd andmæla.
Lengi væntir vonin,
segir gamalt máltæki.Páll Ólafsson kveður svo
 í ljóði sínu um vonina:Vonin styrkir veikan þrótt,
vonin kvíða hrindir.
Vonin hverja vökunótt,
vonarljósin kyndir.Ljóð og draumar eru
að sækja í sig veðrið
á þessum viðsjárverðu
 tímum og ný og öflug
ljóðlist sem andsvar við
ómennsku, er að
líta dagsins ljós, ekki
síst meðal skáldkvenna
á átakasvæðum.Um vonina og frelsið
og þrána eftir friði og
einföldum lífsgæðum,
yrkir sýrlenska skáldkonan
Maram al - Masra
í bók sinni Barefoot
Souls frá árinu 2015:All that I need
is a room,
a room with a window
through which space can penetrate -
the moon
the sun
and the stars...
the conversation of the world.


A room where I can await
the arrival of cherry time,
where I can dream of happiness,
redraw my smiles.


A room
that would house
my freedom.
*


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108  109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA