Forsíđa   

 22.04.2012
 Dagur Jarđar - Taó - og innri draumsjónirÍ dag er Dagur Jarðar
haldinn hátíðlegur
 víða um heim.
Jarðarinnar, sem
elur okkur, er minnst
um leið og við
þökkum fyrir okkur.
Lofum að leggja
okkar af mörkum
til að virða hana,
vernda og viðhalda.

Í verkefni Skuggsjár
Á tali við ána,
sem unnið hefur
verið að í vetur,
hefur m.a. komið
í ljós í heimildarýni
að skáld, rithöfundar
og ýmsir hugsuðir
á Laxárbökkum,
hafa lengi sótt
sér innblástur í
Bókina um veginn.

Leitað í Taóisma og
hugmyndir þar
um að vinna
með náttúrunni
til mótvægis
við vélræna
hugmyndafræði
og ránsmenningu,
sem byggir á græðgi,
ójafnvægi og
yfirgangssemi
í garð Jarðarinnar.

Einn þessara mögnuðu
hugsuða, sem hafði
ungur kynnt sér taóisma,
 var Sigurjón Friðjónsson,
skáld og alþingismaður,
frá Sandi í Aðaldal.

En tekið skal fram,
að eflaust hafa margir
á Laxárbökkum
- bæði fyrr og nú -
aðhyllst  lífsskoðanir
Bókarinnar um veginn
án þess nokkru sinni
að hafa barið þá
mætu bók augum!
Þekktu Taó
í hjarta sínu
af Jörðinni,
 sem þeir yrktu
og unnu...

Í bók Sigurjóns
Skriftamál
einsetumannsins,

sem fyrst kom
út árið 1929,
síðar endurútgefin
1999 með formála
Páls Skúlasonar
fyrrum háksólarektors,
segir Sigurjón frá
vitundarsambandi
sínu við náttúruna
og hvernig sú
einingarskynjun
 hjálpaði honum
að takast á við
lífsverkefni sín.

Sigurjón var snemma
mikill draumamaður
og skráði drauma sína.
Hann talaði m.a.
um draumsjónir:
taldi  drauma
góða leið til
að sjá handan
rúms og tíma
og koma á hinni
mikilvægu tengingu
manns, náttúru
og Allífsins - Taó.
Öðlast sýn frá
Furðuströndum
eins og hann
orðaði það.


Til er í manneðlinu
vísir til sjónfæra
sem eru öðrum hætti
en hin vanalegu.
Til sagnir um það
að honum gefi sýn
yfir fjarlægðir í rúmi.
Til sagnir um það
að honum gefi sýn
yfir fjarlægðir í tíma.

Þetta verður
einkum í draumi.
Verður einkum
þegar lokað
er fyrir ys og þys
daglega lífsins.


(Sigurjón Friðjónsson,
Skriftamál einsetumannsins
,
1999, 46).


*Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209  210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA