Forsíđa   

 01.01.2015
 Ljóstćr uppspretta lífs og drauma: gleđilegt ár Ljóssins 2015!



Árið 2015 er gengið í garð.
Að þessu sinni tileinkar
UNESCO árið Ljósinu og
hinni ljóstæru uppsprettu
lífs og menningar
á plánetunni Jörð.
Eins og lesa má
nánar um á vefsíðunni
www.light2015.org

Tengslin eru sívirk
og síkvik á milli
ljóssins í himingeimi
 og geimsteina, stjörnuryks
og jarðarsteina
eins og kristalla
og ljóssins á jörðu
og í mannheimi.
Orka, efni, tími, rúm.

Óhætt er að segja
að Ljósið tengi
allt saman og
okkur öll saman
og sé hornsteinn
nútímatækni og
heimsmenningar.

Draumurinn um
ljósið eilífa og bjarta
- tengt steinaríki,
möttli jarðar og
himingeimi - sem
við kynntumst í
elstu borg Jarðar,
Ljósaborginni Kashi
og Skuggsjá lýsir í
TRANSFER ferða-
og draumsögu sinni,
kemur líka fram í
 evrópskum riddara-
sögum frá miðöldum
í minnum og sögnum
af Gralinu helga,
steinkerinu, kaleiknum,
eða gnægtahorninu
 sem íslenskir þýðendur
kölluðu gangandi greiða.

Í þann sagnabrunn
var leitað fanga í
doktorsrannsóknum
forstjóra Skuggsjár.
Var þar m.a. byggt á
Kvæðinu um Parsifal

sem ritað var á
háþýsku á 13. öld af
Wolfram frá Echenbach.

Miðaldir eru um margt
gullaldarskeið íslenskra
fræða og bókmennta.
Snemma voru ridddarasögur
þýddar á íslensku
líkt og Parcivals saga,
franska ljóðsagan um
Gralið og riddarann Parsifal.
Þar eru tengsl Gralsins
við ljós og steina mjög
sterk sem sjá má
í eftirfarandi Grallýsingu:



Af því skein svo mikið ljós
að þegar hvarf birta
 allra þeirra loga
er í voru höllinni
sem stjörnurbirta
fyrir sólarljósi.
Það var gert af miklum
hagleik af gulli og
öllum dýrstum steinum

er í voru veröldinni.




*


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151  152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA