Forsíđa   

 31.12.2014
 Húmađir draumar: er lífiđ mestmegnis sólskin - ţrátt fyrir allt?Síðasti dagur ársins
í húmuðu sólskini
og fámuna stillu
og blíðu eftir
hamfarir í veðri
nú í desember.

Já; maður veltir
fyrir sér hvort lífið
sé þrátt fyrir allt
mestmegnis sólskin
eins og þriðji forseti
BNA og einn aðalhöfundur
Sjálfstæðisyfirlýsingarinnar,
1776, Thomas Jefferson,
komst svo vel að orði.

En mennskunni er
ógnað sem aldrei fyrr
í hörðum heimi
og myrkur tekur
 sólskin yfir.
Margir meðbræður
okkar, ekki síst konur
og börn, búa við
grimmdarverk
sem engu eru lík.

Ár kristalsins er
senn að baki
og við þökkum
velunnurum og
vinum Skuggsjár
nær og fjær þeirra
samfylgd og stuðning.
 
Í dag, Gamlársdag,
var meira að segja
hringdur inn
merkur draumur
sem birtur verður
fljótlega á nýju ári.

Okkur hefur verið
tíðrætt um tímann
 á árinu 2014 og
höfum m.a. skrifað um
hann í draumabókinni
TRANSFER og
pílagrímaferðina til
ríkis steina og kristalla
og ævafornra jyotíra í
 Ljósaborginni Kashi,
(hvort sem þeir komu
nú upphaflega utan
úr himingeimnum
í formi loftsteina eða
 djúpt úr möttli Jarðar).

Árið í vísindum
hefur ekki síst
einkennst af merkum
uppgötvunum í
ríki steina og kristalla
eins og frekari
staðfestingu á tilurð
skuggaefnis að baki
hins sýnilega alheims.
Ennfremur skekkir
órætt rykið í geimnum
eldri kenningar um
upphaf Alheimsins,
kenningar um Stóra
hvell
eða Big Bang.
Að ógleymdri nýrri
tækni sem áður var
bara möguleg í
vísindaskáldskap eins
og í Star Wars, smíði
nýs leysigeislatækis,
- tractor beam -
sem getur
t.a.m. dregið til sín
hluti úr fjarlægð.

Svo er það gamla Frón,
sem lætur ekki að sér
hæða frekar en fyrri daginn:
Holuhraun og Vatnajökull,
þvílíkt undur og sjónarspil.

Og hreint ótrúlegt
hvernig velviljuð
niðurröðun hlutanna

hefur markað þessum
eldsumbrotum þá bestu
rás sem hugsast gat.

Bendum í þessu
samhengi á draum
fyrir eldsumbrotunum
frá 14. ágúst, stuttu
 áður en gosið hófst,
og birtur var hér
á vefsíðu Skuggsjár
þann 22. ágúst undir
 tenglinum Fréttir,
 


Vinátta er dýrmæt,
ekki einungis í forsælu,
heldur einnig í
sólskini lífsins.
Og svo er velviljaðri
niðurröðun hlutanna
fyrir að þakka að
lífið er mestmegnis
sólskin.
*


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151  152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA