Forsíđa   

 27.02.2024
 Inn í ljósiđ og 150 ára ártíđ dr. Bjargar C. Ţorláksson svefnfrćđings



Hvað gerirðu þegar þú sofnar?
Nú auðvitað inn í ljósið!
Og hvað gerirðu þar?
Hitti ljósálfana!

(Draumfrásögn 5 ára stúlku
á Akureyri. Draumasetrið 
Skuggsjá, 2010).



Gleðilegt er hve rannsóknum 
á heilbrigðum svefni sem og 
svefntruflunum og svefnvanda,
hefur fleygt fram hér á landi 
undanfarin ár og áratugi.
Ekki síst fyrir tilverknað
visindamanna við Háskóla Íslands,
Háskólans í Reykjavík og 
Landspítala/Borgarspítala og
nú síðast við Sjúkrahúsið á 
Akureyri-SAk.

Rannsóknirnar hafa einkum tengst
líkamsklukku og dægursveiflu sem
lífeðlisfræðingurinn dr. Björg Þorleifsdóttir
við Landspítala var lengi í forsvari fyrir;
kæfisvefni og áhrifum vélindabak-
flæðis á svefn barna og fullorðinna,
og tengslum svefnvanda, ofvirkni 
og ofþyngdar.

Tímamótarannsókn á svefnvanda 
barna hefur verið í gangi síðustu ár
við SAk í umsjón Hannesar Petersen,
prófessors og HNE-læknis og 
samstarfsfólks en einn þeirra, 
Magnús Ingi Birkisson, sérnámslæknir 
í barnalækningum, vann til verðlauna 
fyrir vísindalegan útdrátt rannsóknarinnar 
á alþjóðlegu ráðstefnunni World Sleep 
í Brasilíu, sl. haust.





Eftir tilkomu Svefnseturs við HR
árið 2020 og stórrar alþjóðlegrar
rannsóknar á svefni við skólann
sem nefnd er Svefnbyltingin, hefur
forsvarskonu rannsóknarinnar,
svefnfræðingnum, Ernu S. Arnardóttur,
og samstarfsfólki hennar heima og
erlendis, tekist að fá áheyrn alþjóða-
samfélagsins á mikilvægi svefns fyrir 
lýðheilsu. Hefur Svefnbyltingin hlotið
hæsta rannsóknarstyrk sem komið
hefur til Íslands frá Rammaáætlun
ESB, eða um tvo og hálfan milljarð kr.

Þá er ótalið merkilegt frumkvöðlastarf 
svefnfræðingsins Erlu Björnsdóttur,
sálfræðidoktors. Hún hefur tekið í
notkun nýstárlega nálgun á Netinu
með vefsíðu sinni www.betrisvefn.is
til þess að fræða um svefn og 
svefnvanda barna og fullorðinna 
ásamt því að veita hagnýtar 
leiðbeiningar, bjargráð og meðferð 
í því skyni að laga svefn og bæta,
vinna með daglega líðan, 
svefnvenjur og svefnumhverfi.





Þegar rýnt er í sögu svefnfræða
og svefnrannsókna hér á landi, 
er sagan þó mun lengri en að ofan 
er tæpt á. Hið merkilega kemur í ljós:
fyrsti íslenski kvendoktor okkar, var 
sálfræðingurinn, Björg C. Þorláksson,
(1874-1934), sem gerði svefn að 
höfuðviðfangsefni starfsferils síns
og vísindaiðkunar. 
En Björg fagnaði 150 ára ártíð 
sinni þann 30. janúar sl.
Hún lét sig lífeðlisfræði svefnsins 
mest varða en líka margslungin
tengsl svefns og drauma og var 
vel að sér í fræðum helstu 
draumfræðinga samtíma hennar, 
þeirra Sigmund Freud, Carl C. Jung, ofl.

Björg var fjölhæf og skáldmælt.
Eftirfarandi ljóð hennar, minnir
á nauðsyn barna og fullorðinna
fyrir ljósið í lífinu, von og trú:



Stafar sund,
glitar grund
geisli úr sólar heimi.
Gleður lund,
græðir und
geisli úr andans heimi.


(úr Ljóðmæli. Reykjavík, 1934,
Ísafoldarprentsmiðja).



#





Síđasta frétt 1 2  3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA