Forsíđa   

 29.03.2015
 Dagur Jarđar og háttađ í björtu...Dagur Jarðar verður
eftirleiðis haldinn
hátíðlegur síðasta
 laugardag í mars.
Þá verður víða slökkt
um byggt ból og
 hin náttúrulega birta
og hið náttúrurlega
myrkur tekur völdin.
Og rafljósin víkja með
 tilheyrandi ljósmengun
sem daprar sýn til
himinhvolfs og stjarna.


Pálmsunnudagur og
páskar í nánd og íslenskt
vor handan við hornið.
Með sinni einstöku birtu.


Um þá birtu og minningar
úr æsku, yrkir skáldkonan
Þóra Jónsdóttir frá Laxamýri,
 eftirminnilega í bók sinni
Línur í lófa frá árinu 1991,
í ljóðinu Háttað í björtu:Ljósfærin eru lögð á hilluna
Leysingarvatn sýnir dýpt bláloftanna
í skyndispegli allra lauta
Grasrótin rumskar og teygir úr sér
eftir rauðamyrkur ofurlangrar nætur
Myrkfælnin hefur dagað uppi
líkt og lánlausa tröllkonu
Nú er háttað í björtu
Bók undir kodda er lesin í nótt
Ó birta
Meðan heimskautsbörnin
þiggja linnulausa hvílukossa þína
vaxa þeim blá lauf
á bert vonartréð*Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126  127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA