Forsíđa   

 16.11.2022
 Hjartaţungt í heimi; skuggabaldur úii einn...



Í dag eru 215 ár liðin frá
fæðingu listaskáldsins góða
og orðasmiðsins knáa,
Jónasar Hallgrímssonar,
(16.11.1807 - 26.05.1845).

Þrátt fyrir um margt óblíða ævi
og fálæti valdsmanna um
hans lífshagi - og síðar bein -,
hafa fáir samlandar náð að lyfta
okkur í sál og sinni og láta okkur
dreyma um betri tíð fyrir mann
og annan; sannkallaður
ástmögur þjóðarinnar.
Slíkt er hans aðdráttarafl, bæði fyrr
og nú, að fjömargir geta samkennt
sig við hann í íslenkum raunveruleika
og aðstæðum. En aðdráttarafl er
eitt af nýyrðum Jónasar.

Ljóðin hans, nýyrðin, náttúrufræðin,
allur sá afrakstur, ber vott um
gríðarlega elju, afköst og næmni
skálds og fræðimanns sem lést
langt fyrir aldur fram, aðeins
37 ára gamall.
Jónas var menntaður í steinafræði
og jarðfræði innan náttúruvísinda
og hafði áður lagt stund á guðfræði
og lögfræði. Telst prestssonurinn úr
Öxnadal, - þar sem háir hólar,
hálfan dalinn fylla, - best menntaði
Íslendingurinn og fjölfræðingurinn
á sinni tíð.






Talandi um tíð og tíma: Jónas
var afar glöggur á hringrásina í
náttúrunni og gang himintungla
og þýddi m.a. merkilegt rit um
stjörnufræði eftir danska
stærðfræðinginn, G.F. Ursin.
Kom Stjörnufræði, létt handa alþýðu,
út í Viðey, árið 1842.
Í þeirri þýðingu er að finna
fjölmörg frábær nýyrði sem hafa
eignast fastan sess í þjóðtungunni.
Dæmi þar um eru reikistjarna,
sporbaugur, ljóshraði, aðdráttarafl
og þyngdarafl.

Í skáldskap og fræðum Jónasar,
má sömuleiðis víða finna falleg
og hnittin nýyrði, eins og haförn,
leðurblaka, útsýni, niðaþoka,
molla, sunnanvindur, sjónstjörnur,
sviphrein, ylhýr og hjartaþungt.
 



Nýlega kom út hjá Sögum útgáfu,
kærkomið bókverk sem segir
frá nýyrðasmíði Jónasar og
lýsir sögu hans í myndum,
eftir þær Önnu Sigríði Þráinsdóttur,
málfræðing og Elíni Elísabetu
Einarsdóttur, teiknara.
Verkið kallast Á sporbaug.



Þennan afmælisdag Jónasar,
grúfir skammdegismyrkrið við
marauða jörð snemmmorguns
og rakt er í lofti, síðan tekur
að rigna á köflum en léttir á milli
í hægstreymi seinnipartsins - og
um lágnættið, tekur hljóðlátt
næturmyrkrið völdin.

Óhætt að segja að hjartaþungt
í heimi nú um stundir og
skuggabaldur og skuggavaldra,
sé víða að finna í hamfaraveðri
tíðar og tíma. Missum ekki vonina
um betra útsýni í mannheimi.

Í einn af veðurvísum Jónasar,
yrkir hann svo:



Skuggabaldur úti einn
öli daufu rennir.
Skuggavaldur, hvergi hreinn,
himnraufar glennir.



#










Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20  21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA