Forsíđa   

 31.12.2015
 Tíminn í vöku og draumi á 13 tungla ári



Tíminn hverfist
um sjálfan sig
á áramótum;
hjól hans færir
okkur æ nær
bæði upphafi
og endalokum.

En höfum við
gengið til góðs...?


Einhverjir mestu
þjóðflutningar
sögunnar eru hafnir.
Eðlileg og nauðsynleg
mannleg þrá að eiga
grið í viðsjárri veröld,
skjólshús, heimili.
Og skyldi engan undra
þessa flutninga nú.


Þjóðflutningar fyrri alda
kenna okkur margt,
 eins og hrakningar
Indíána Norður Ameríku
frá heimkynnum sínum.
Dæmi þar um er þegar
Cherokee þjóðin var
flutt af löndum sínum
í Norður Karolínu
til auðnarlegri
landsvæða í Oklahoma.


Talandi um Indíána,
þá var tunglið þeim
mikilvægur vegvísir
 í náttúruspeki og lífstrú.
Ekki síst var 13 tungla
 ár talið ofurmagnað,
jafnvel ógnþrungið.


Nú er 13 tungla árið 2015
senn liðið í aldanna skaut.
Það hefur sannarlega
markað stór söguleg skil,
hvað snertir náttúru,
veðurham og heim manna.


 Norðurkarólínski rithöfundurinn
Charles Frazier sem m.a.
skrifaði skáldsöguna
Cold Mountain og sem
kvikmynduð var 2006,
hefur ritað eftirminnilega
sögu af þessum flutningi
Cherokee Indíána um
miðja 19. öld. Hann nefnir
bókina Thirteen Moons.


Frazier styðst þar við
ævi fyrsta og eina
 Indíánahöfðingjans
af hvítum ættum,
William Holland Thomas.
Í bókinni kallast hann
Will Cooper og er
sem ungur drengur
tekinn í fóstur af Bear,
höfðingja Cherokee Indíána.


Söguhetju verður tíðrætt
um tímann og lærdómana
af samvist sinni við Bear.
lærdómana um grið
fyrir alla, ekki bara suma,
 undir skínandi festingunni.
Hvernig tíminn mótar
okkur í vöku og draumi.
Og hvernig Náttlandið-
Nightland,
sækir
alla heim um síðir:



And, big or small,
whatever the season,
 the moons had begun
 to streak across
the graphite bowl of sky
at a harder pace
in the later years.
Alarming, really,
how all the wheels
of the world--
the days and nights,
the thirteen moons,
the four seasons,
and the great singular
round of the year itself--
begin spinning faster
and faster the closer
we get to the Nightland.




Munum að tíminn
er dýrmætur og
við ættum að nýta
hann vel í þágu alls
sem lifir og deyr og
hverfur að lokum
inn í Náttlandið.





*








Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128  129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA