Forsíđa   

 20.11.2016
 Draumurinn um OM - hiđ helga upphafshljóđDraumurinn um innsta
tón tilverunnar og það hljóð
sem sköpunarverkið
sprettur frá, hið helga OM
 - upphafshljóð heimsins -,
hefur lifað um árþúsundir.
Orðmyndin er upphaflega
 komin úr sanskrít og
Hindúasið og er samstofna
AMEN í vestrænni heimspeki,
trú og helgisiðum.OM kemur fyrir í óteljandi
möntrum og bænum
líkt og AMEN gerir.
Hin opna Faðir vor bæn
sem endar á AMEN,
gæti raunar fallið inn í
bænabækur allra trúarbragða.OM er táknrænt fyrir
innri sál alls sem lifir,
Atman, sem dvelur innra
með sérhverjum manni,
í smíðaverki Brahman,
heimssmiðsins eina.Úpanishöður Hindúa eru
108 talsins og segir þar
víða frá hinu helga OM.
Í Mundaka, Úpanishöðu
númer 5, 2.2.2. -
2.2.4., er OM lýst:
OM is the bow, the arrow is the Soul, Brahman the mark,
By the undistracted man is to be penetrated,
One should come to be in it,
as the arrow becomes one with the mark.
Megi okkur auðnast
að virða og fara með
hið helga og alheimslega
máttarorð kynslóðanna:
OM, AMEN.Fara með OM fyrir
friði og réttlæti til handa
hrjáðum börnum
okkar vitfirrtu veraldar.
Búið er að ræna
merkingarbærum minningum
og vonardraumum frá
stríðshrjáðum börnum.
Rústa heimilum og
fjölskyldum saklauss lífs;
örkumla börn ævilangt
eða svelta til bana.Heimsbyggðin getur ekki
bara staðið hjá eins og
áhorfandi að leiknum
harmleik, sviðsettu leikriti.
Þetta er hinn kaldi
veruleiki og það að
sýna af sér afskiptaleysi
- indifference - í þessu ástandi
heimsmála, er ein versta og
slóttugasta birtingarmynd
ofbeldis, sem um getur.
Við erum ekki í sýndarveruleika,
sama hvað við seljum
okkur, eða látum selja
okkur af lygi.OM: umbreyting á hjörtum
þarf að verða í samræmi
við innsta hljóm tilverunnar,
til að bæði sjá og gera.Kanadíska söngvaskáldið
og nýlátni aðgerðasinninn
,
Leonard Cohen, s
egir
svo í ljóði sínu Anthem
 á Future albúminu frá 1992:
There is a crack in everything, a crack in everything.
That's how the ligth gets in.
*


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112  113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA