Forsíđa   

 08.07.2013
 Eru vökudraumar ungs fólks í dag orđnir martađir?



Margt bendir til að það
sé æ erfiðara að fóta sig
sem barn og unglingur
í nútíma samfélagi
hvar áferðafallegar
afurðir neysluhyggjunnar
reynast mörgum eitraðar.

Samkeppnin er hörð:
útlitsdýrkun, netfíkn
og einelti vaxandi,
keppni við að ná stalli
 í námi og einkunnum
og finna sína fjöl á
harðari vinnumarkaði
og standa sig í vinahópi,
klám og eiturlyfjavæðing
ríkjandi kúltúrþemu,
 bæði almennt og í
óvægnum kimum.

Samfélagið er úr takti,
andrúmsloft þess firrt;
hvar finnst vonin
 og framtíðarsýnin?

Vitað er að geðvandi
barna og ungmenna
er vaxandi vandamál
á Vesturlöndum.
Vökudraumar margra
orðnir hreinar martraðir.

Sem viðurkenningu á
þessum aukna vanda,
 ákváðu bresk stjórnvöld
 nýverið að veita 56 milljónum
punda - um 10.5 milljörðum
 ísl. króna - til að bæta aðgengi
barna og ungmenna að
 geðheilbrigðisþjónustu og
sálfræðimeðferðum þar í landi,
(sbr., fréttavef BBC 5. júlí sl.).

Ef við horfum til Íslands,
þá er aðgerða sannarlega þörf.
Í sjónvarpsviðtali fyrr í sumar,
upplýsti formaður Barna-og
 unglingageðlæknafélags Íslands
að of fáir barnageðlæknar
væru starfandi á landinu
og næðu einungis að anna
um 30% þess vanda
sem við væri að etja.

Og alltof fáar stöður
sálfræðinga sem
sérhæfa sig í meðferðum
svo og annarra sérhæfðra
 fagmanna eru til á landinu.

Að mati Konunglega breska
geðlæknafélagsins er nú talið
að um 10% einstaklinga
af þjóðarúrtaki muni upplifa
 kviðaröskun einhvern
tímann á lífsleiðinni
og um 20% þunglyndi.
Ennfremur að um einn
af hverjum 100 muni
þjást af geðklofa og
um einn af hverjum 100
tvískautaröskun (bipolar).
Um einn af hverjum 10 muni
upplifa persónuleikaröskun
 og ein af hverjum 150
unglingsstúlkna við 15 ára
aldur muni upplifa átröskun.

Tilvistarvandi getur hæglega
þróast yfir í alvarlegri
sjúkdómseinkennki ef
ekkert er að gert eins og
með fræðslu, fyrirbyggjandi
aðgerðum og heppilegum
inngripum og aðstoð.
Í þessu samhengi, mætti
velta fyrir sér nýgengi
örorku ungs fólks hér
á landi sem þjáist
af geðröskunum.


Tölfræðin lýgur ekki,
svo mikið er víst.
Ekki eftir neinu að bíða
 lengur hér heima.
Bretta þarf upp ermar
og setja fjármuni í
það sem mestu skiptir:
fólk og fjölskyldur,
frantíðarheill lands
og þjóðar.



Tifar lífsins blóm ég tóri ef ég nenni
tárast silfurberg svo langt frá steinhúsi
andar sunnanblær og eflist af lífskrafti
enginn maður veit og enginn fær að vita.



(Úr Leyndarmál, texti Júlíus Aðalsteinn Róbertsson
og Einar Georg í flutningi Ásgeirs Trausta).



*













Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177  178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA