Forsíđa   

 31.12.2022
 Ađ una viđ sitt í Ţórđargleđi samtímans




Þórðargleði, skemmdargleði,
skaðagleði - schadenfreude -,
er sú tilhneinging kölluð
að gleðjast yfir mistökum
og óförum annarra og viðhalda
síðan í orðræðu og umtali.
Nútími vor er undirlagður af
slíkri iðju og eiga þar fjölmiðlar
og samskiptamiðlar stóran
þátt. Og skila peninga-
maskínunni sínu og öfugt.




Hin fornu Hávamál töluðu
um að:öng er sótt verri
hveim snotrum manni
en sér engu að una.



Að una við sitt og fá frið
til þess og finna raunverulega
gleði í hinu daglega, er viss
kúnst íæ flóknari heimi fyrir
friðelskandi borgara, að ekki
sé mú talað um svæðin hvar
stríðsherrar reka fleyg inn
í líf venjulegs fólks, að þeim
óforspurðum, murka úr
þeim líf eða hrekja á flótta
úr heimkynnum sínum;
traðka á öllu sem mannlegt
getur talist.

Ná stríðsherrarnir nokkru
sinni að una við sitt með
stækkandi herfang og gróða?



Laskaður heimur lá vel
við höggi eftir kófið, að fá
yfir sig stríðsrekstur og
tilheyrandi hörmungar enda
ljóst að tækifærið var nýtt.

Kannski sofnuðum við
á verðinum, töldum okkur
trú um að við værum komin
lengra í mennskunni en
reyndist vera?

Ekki eina skýringin; sagan
sýnir að einn geðvilltur leiðtogi
með hirð um sig af sínum
líkum, nær að spilla friðnum,
og ræna fólk, þjóðir og þjóðar
-brot, friðnum til að una við sitt
en leita líka fram, vaxa og dafna.


Og nú um stundir eru ótrúlega
margir slíkir mannfjendur við
völd hvar sem litið er á
heimskringlunni.
Lygin sjaldnast langt undan.



Ef við sundurslítum lögin,
sundurslítum við líka friðinn:
hornsteinn samfélags okkar
við yzta haf.
Heimsins bíður nú það
verkefni að setja lög og
endurbæta alþjóðalög og
regluverk og endiurskoða
sögulega samninga.
Geópólitík og landfræðilegir
hagsmunir í alþjóðatengslum
ríkja á milli, er flókið úrlausnarefni
og óhjákvæmilegt.
Áskorun sem ekki verður
unnin nema með samstilltu
ataki, sögulegri innsýn,
deiglu,visku. Ekki yfirgangi,
óttta og sundrungu.




Hinum einstaka alþýðulistamanni,
Samúel Jónssyni, í Selárdal,
(1884-1969), varð gjarnan
að orði: homm og sei sei.
Mættum við fá frið til þess
að anda og vera til og gleðjast
í homm og sei, sei.
Landið er á sínum stað þessi
áramót í heimafirði listamannsins
með barnshjartað,
tignarlegum Arnarfirði
hvar Dynjandi í klakaböndum
stendur sína vakt að venju,
óhaggaður.


Við eigum hvert annað að,
munum það og verndum
og verjum, nú þegar árið
2022 er kvatt og nýtt ár
bíður okkar:



Veistu ef þú vin átt
þann er vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.


(Hávamál, 44. vísa).


#
 





Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17  18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA