Forsíđa   

 21.03.2023
 Vorbirtan unga vitjar eftir draumskyggđa vetrarnótt...
Jafndægur á vori boða nýjan tíma
og nú verður dagur lengri en nóttin.
Nýtt tungl rís, og þrátt fyrir kuldabola
heimskautaloftsins, heldur lífið sína
rás og vorbirtan unga vitjar eftir
draumskyggða vetrarnótt.
Frost fór í mínus 21 gráðu
að Torfum í Eyjafirði í gærnótt.
Og 18 mínus gráður um hádegisbil
út við vitann á Svalbarðseyri við
svarbláan blikandi sjógang.
Sólbjört vorjafndægur við yzta haf,
Kaldbakur snjóhvítur og hreint
konunglegur.

Á tímamótum í Náttúrunni líkt og nú,
er talið að draumar gangi mönnum
ljósir og lifandi. Svo var um næturdraum
um fílana þrjá að leik í drifhvítum snjónum
--einn stór og tveir ungar--,og sjalið sem
minnti á blómumsetta og litríka mosabreiðu
sem varpað var yfir þá til þess að verja
bitrum frostkuldanum.
Já, það er að koma vor og vonandi
kemur gróður vel undan vetri.

En þrír fílar í íslenskum snjó?

Fíllinn er löngum tákn trygglyndis,
ástríkis í garð afkvæma og hjarðar,
þolgæðis, góðs minnis og gáfna.
Og þrír fílar saman víða gæfumerki.
Kannski eru fílar í íslenskum snjó,
tenging til Austurlanda fjær og þá
einkum Kína, Indlandis og Indónesíu
þar sem Skuggsjá hefur sinnt
rannsóknum og nú síðast á Balí
hvaðan einn aðstandenda Skuggsjár
er nýkoiminn. Verður meira af slíku
þegar fram horfir. Að dreyma fíl/fíla
gjarnan talið tákna vekgengni í
viðskiptum og verkefnum.

Nú eru Indónesar að sigla inn í
nýtt ár skv. þeirra tímatali með sex
daga hátíðahöldum og fagna
fyrsta degi nýs ár--Nyepi--á morgun,
svokölluðum Degi þagnarinnar.

Fílar víða í Asíulöndum hafa misst
allt að 60-70% heimkynna sinna
vegna landbrots manna til búsetu
eða nýtingar lands til teræktunar
og gúmmívinnslu til að mynda.
Stofninn hrunið og þeir í útrýmingarhættu.
Verndarsvæði hafa verið sett upp,
s.s. á Balí.

Hvað sem líður draumtúlkun, draumvitundin
er mögnuð í sínum sjónarspilum!

Veturinn hefur markast af óvægnum
hristingi á heimsmyndinni; stríðsbrölti.
Jafnframt skerpt á fókusnum um hvað
er hvurs virði í veröld fánýtis og hégóma.
Þversagnir úti um allt og heimsmyndin
gjörbreytt.

Ef þú auðsýnir ekki miskunnsemi,
telstu ekki mennskur, áréttaði meistari
Meng eða Mencíus,(ca. 372-289 f. Kr.),
annar helsti siðspekingur kínverskra
Konfúsíusarfræða. Hann taldi þjóðar-
leiðtoga afgerandi hverju sinni í
framvindu samfélaga, til góðs eða iills.
Ábyrgð valdhafa er mikil.

Sjúkrahús, skólar og almannarými;
börn og almennir borgarar, nú skotspónar
eins og ekkert sé. Hlutgerð sem skotmörk.

Skáldið Valdimar Tómasson, (f 1971),
skrifaði nýlega sína sjöttu ljóðabók og
er hún í minningu Vilborgar Dagbjartsdóttur,
skáldkonu sem lést í september 2021.
JPV/Forlagið gaf bókina út sl. vor:
Blástjarna efans.

Valdimar yrkir um fánýti heimsins
og glámskyggni, þungan nið efa og
firringar. Sársauka og brostnar vonir,
trú og vantrú á tímum neysluhyggju
og tómhyggju; tómlæti.
En við seitlandi undirtón svefns
og drauma og líkn þeirra
Ljóðin tala inn í samtímann og
má líkja við lágstemmda en
áleitna og marglaga söngkviðu
sem hægt er að hlusta á aftur og
aftur og finna þar nýjan samhljóm
í hvert eitt sinn:Blikar á himni
blástjarna efans
og hver tunglgeisli
ber tinandi sársauka.

Harmljóðið dynur
í dauðakyrri nótt.


Það er vor í kortunum.
Kemur í einsemd sem öðru:


Þú drottning einsemdarinnar
draumskyggða vetrarnótt.
Minn tryggi vinur
er vetrarsnjórinn.

Mín vitjar um síðir
vorbirtan unga.#

Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17  18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA