Forsíđa   

 13.02.2011
 Sjálfsrćkt, minningavinna og draumarNútíminn með hraða sinn
og óhóf neysluhyggjunnar
verður gjarnan til þess
að fólki finnst það
missa tengslin
við sinn innri mann;
það upplifir firringu.

Sjálfsrækt og terapía
sem felur í sér
minningavinnu
með drauma
getur reynst hjálpleg
til að endurnýja
tengslin inn á við
þannig að fólki komist
aftur í snertingu við
rætur sína,
sitt innra rann
.

Í slíkri minningavinnu
með drauma
er byggt á eins konar
draumleiðslutækni
þar sem viðkomandi
vinnur t.a.m.
í tímalínu með
ákveðin tímabil
eða þemu og atvik
úr lífshlaupi sínu.

þegar lagst er til svefns,
íhugar dreymandinn
að leita í
sjóð minninganna,
dreyma ákveðna reynslu
í þeim tilgangi
að tengjast
sjálfum sér betur.

Í leiðinni auka

jafnvægi sálarlífsins
og opna á nýja
hugsun og þróun.


Í bók Isabel Allende
Dóttir gæfunnar
frá árinu 2000,
er minningavinnu
söguhetjunnar með
bernsku sína
fyrir tilstuðlan
draumreynslu
og ákveðinnar
lærðrar draumtækni,
lýst eftirminnilega
:


Í vöku var ekki auðvelt
að henda reiður á neinu
í þessari gríðarlegu óreiðu
en henni tókst
það ævinlega í svefni,
eins og Mamma Fresía
hafði kennt henni
á mildum
nóttum bernskunnar
þegar útlínur
raunveruleikans
voru aðeins
fíngerðar strokur

í daufum lit.

Hún hélt
á vit draumanna

um fjölfarinn veg
og sneri aftur
af mikilli gætni
svo að viðkvæmar
sýnirnar hyrfu ekki
þegar þær bar við
óvægið ljós
meðvitundarinnar.

Hún treysti á þessar ferðir
líkt og aðrir treysta á tölur...


'Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217  218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA