Forsíđa   

 23.09.2011
 Á tali viđ ána á haustjafndćgrum: Laxáin álitsblá og fögurJafndægur þetta haustið
marka kærkomið upphaf
nýjasta verkefnis
Rannsóknarstofu Skuggsjár
um drauma á Norðurslóð
- Á tali við ána -
þar sem samtalið
og sambýlið við
hina dulmögnuðu
álitsbláu og fögru
Laxá í Aðaldal
skipar heiðurssessinn.

Eðlislægur næmleiki
og skörp innsæisgáfa
- eins konar innbyggt
viðvörunarkerfi -
sem birtist m.a.
í draumspekt,
 veðurvísi og
læsi á hegðan
dýra og náttúru,
leikur stórt hlutverk
í sjálfbærni, þróun,
lífsafkomu og menningu
á Norðurslóð;
í vistfræðilegu
jafnvægi í samspili
manns og umhverfis.

Þá er þekkt í
rannsóknum hve
næmt fegurðarskyn
og djúp upplifun
einingarkenndar
með náttúrunni
geta haft
umbreytandi áhrif
á persónu fólks
og endurnýjað
þrek og þor.

Læsi mannsins
á náttúrufar
Laxársvæðisins allt
frá Mývatnssveit
niður Laxárdal og
síðan Aðaldal til sjávar,
verður aðalviðfangsefni
rannsóknarinnar sem
unnin verður
í samstarfi við
Þekkingarsetur
Þingeyinga á Húsavík.

Margvíslegar
draumfrásagnir
og merkileg dæmi
af dularreynslu
hafa varðveist
af Laxársvæðinu
eins og sjá má í
hinni einstæðu bók
Björns Jónssonar
á Laxamýri
Rennt í hylinn
sem út kom stuttu
fyrir andlát hans
í ársbyrjun 1997.

Mikið hefur verið af
draumspöku fólki
í Þingeyjarsýslum
í gegnum tíðina,
og draumhefðin
haldist þar sterk
og margar merkar
draumskráningar til.
Að ógleymdu því að
fyrsta íslenska
sálfræðirannsóknin
var gerð á Drauma-Jóa,
draumspökum manni
 á Langanesi,
í byrjun 20. aldar
af Ágústi H.Bjarnasyni,
síðar rektor Háskóla Íslands.

Þekktir eru draumar
Sigurjóns skálds á Sandi,
draumfögur ljóð
Huldu skáldkonu
og tregablandinn
náttúrulífstónninn
sleginn í skáldskap
Jóhanns Sigurjónssonar
í þekktasta og áhrifaríkasta
vöggukvæði Íslendinga,
Sofðu unga ástin mín.

Draumar og sýnir
ábúenda við Laxána
frá ýmsum stöðum
og tímabilum
hafa varðveist
í minnisbókum,
sendibréfum,
dagbókum ofl.
gögnum og sögnum.

Birtum hér merkan draum
Sigríðar Þórarinsdóttur
á Halldórsstöðum
í Laxárdal, sem hana
dreymdi fyrir syni sínum,
Þórarni, ættföður
núverandi ábúenda.
Var þessi merka
draumreynsla síðar
skráð af hinum víðförla
Willa fjölfræðingi

frá Halldórsstöðum; 
(margt má um Willa
fræðast í Safnahúsinu
á Húsavík):Þá var það eitt sinn
skömmu áður en Sigríður
fæddi sitt fyrsta barn,
að hana dreymdi
að hún væri stödd út á hlaði,
sér hún þá koma
bjarndýrshún ofan af heiðinni,
stefna heim að bænum,
fer hún þá inn í baðstofu í rúm sitt,
kemur þá bjarndýrshúnninn
á eftir henni inn í baðstofuna
og sest þar og horfir á hana.Réð Sigríður draum sinn
þannig að húnninn
væri fylgja barnsins
en hún fæddi sveinbarn
- Þórarinn Magnússon -
skömmu síðar og var
síðan talið að
húnn fylgdi Þórarni.
En fylgjutrú hefur fylgt
Íslendingum allt
frá fyrsta landnámi
og er velþekkt meðal
veiðiþjóða á Norðurslóð.
Eru dýr, máttardýr,
þekktar fylgjur.

'


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217  218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA