Forsíđa   

 24.05.2023
 Leika sér ţar lömbin smá - og draumasafn Öxndćlings




Íslenska sauðkindin hélt lífi í
landanum í gegnum aldirnar
Tákn um tryggð og fórnargjafir.

Vorið góða grænt og hlýtt,
(þó býsna misjafnt eftir lands-
hlutum þetta árið), lyftir svo
sannarlega sál og sinni þessi
björtu dægur þegar skil dags
og nætur flæða í eitt gangverk.

En við tökum mörgu sem sjálfsögðu,
minnust of sjaldan flókins hlutskiptis
bóndans eins og þegar kemur að því
að skera lambfé að hausti.
Gefum okkur að þetta lærist og venjist.
Svo er þó alls ekki alltaf og sumir eldri
bændur hafa á endanum hætt sauðfjárrækt
vegna þessa. Í stað þess að harðna,
hafa þeir orðið meirari með aldrinum
og ekki lengur treyst sér til að sjá
á eftir fé sínu til slátrunar.





Nú hefur einn af velunnurum
Skuggsjár kvatt þennan heim.
Einstakur draumamaður sem
brá búi á sínum tíma og flutti
á mölina. Seinni hluta starfs-
ferilsins vann hann með bíla
og vélar og voru bílar og/eða kindur
tíð þemu í draumum hans.

Algengir veðurdraumar voru að
dreyma hvítar kindur saman sem
vissi á snjókomu. Það að dreyma
að hann væri að rýja fé, gat vitað
á góðan ábata, eða sjá kindur á beit,
að ákveðin mál myndu leysast vel.
Nokkru fyrir andlátið, hafði hann fært
Skuggsjá draumasafn sitt að gjöf.






Viðvörunardraumar eru gjarnan
tengdir rauða litnum og það
að dreyma endurtekið sama
drauminn af látinni og kærri frænku
koma brunandi á fagurrauðum bíl
inn á bílaplanið hans og staðnæmast
þar, var etv draumtákn sem rættist.
Forboði að eigin andláti, ekki löngu
eftir að hún sjálf hafði fallið frá.
Komandi að sækja hann.

Á slíkum draumum sést mikilvægi
þess að segja frá draumum sem
koma endurtekið og hreyfa við
okkur og einnig að skrá þá.





Þar sem háir hólar, hálfan
dalinn fylla, kvað Jónas um
æskuslóðir sínar í Öxnadal.
Með hverju árinu, er dalurinn
að taka æ betur við sér og
gróa upp með ægifögrum
Hraundröngum og tignarlegum
píramídanum--Þverbrekku-
hnjúknum--, sem framvörðum.
Ekki að undra að slíkt sjónarspil
Náttúrunnar, skapi búendum
líkt og nýlátnum velunnara
Skugggsjár, dýpri sýn á allt
sem er. Fóstri draumlyndi og
draumgáfu sem þeir hafa
hlotið í dýrmæta vöggugjöf.

Við rætur þessara mögnuðu
fjalla/fjallgarðs,hvíla bæirnir
Hraun og Háls.



Í Vorvísu Öxndælingsins frá Hrauni,
Jónasar Hallgrímssonar, (1807-1845),
segir m.a.:




Ærin ber
og bærinn fer
að blómgast þá.
Leika sér þar lömbin smá.




Hjartans þakkir fyrir draumana
og velvildina, SKÁ frá Hálsi!
Blessun fylgi nýrri vegferð.



#








Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18  19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA