Forsíđa   

 22.11.2011
 Dagur heilagrar Sesselju: tónlistin og draumspektinÍ dag er dagur
heilagrar Sesselju,
(eða Cecilíu),
verndardýrlings
tónlistar og
tónsköpunar.

En Sesselja
tengist líka svefni
og draumum, ekki
síst því ástandi
að vera á milli
svefns og vöku,
vera vitandi í
 draumsvefni.
Í skírdreymisástandi
 upplifði Sesselja
andlegar vitranir
og meðtók æðri visku.

Þá eru sagnir af henni
í aldanna rás
þar sem hún hefur
birst fólki í svefni
því til leiðsagnar
og uppörvunar.

Ef til vill bæði
sá og heyrði hin
hreinlynda Sesselja
með hjartanu
en hún var uppi
á 3. öld; heyrði
himneska tóna
og lofsamaði Guð
með hljóðfæraleik
og söng á tímum
þegar kristni hafði
enn ekki verið
lögtekin í Róm.

Hlaut hún
píslarvættisdauða
er hún stóð
staðföst með
sannfæringu sinni
af góðu viti og

óloginni trú.

Mikill átrúnaður var
á Sesselju hér á landi
og hélst löngu eftir að
kaþólskan var aflögð.
Kirkjur að Nesi í Aðaldal
voru helgaðar heilagri
Sesselju og hefur nafn
hennar haldist í ættum
þingeyskra kvenna.


Árið 2009 orti
Thor Vilhjámsson,
fallegan texta
um heilaga Sesselju
við óratoríu
 Áskels Mássonar,
Söng Cecilíu.

Birtum hér brot
úr verki Thors:


Kváðu svo vottar
að blóm spryttu
í sporum hennar,
og fygldi sætur
ilmur hennar för;
angaði blómgresi
um velli, fór sveipur
um grösin ýmsu
og lághljómandi
bærðust tónaleiðslur.'Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211  212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA