Forsíđa   

 21.06.2012
 Sumarsólstöđur og stjörnutrésdraumurSumarsólstöður í
kortunum og magnaður
draumatími nú um
stundir skv. fornri trú;
fantasían tekur völd.
Jónsmessa framundan
þegar Náttúran talar
tungum og huldar
vættir fara á kreik...
Töfrar!

Til gamans birtum
við hér draum
frá síðustu nótt
sem við köllum
Stjörnutrésdraum
en það að sjá
himinhvolfið og
stjörnur í draumum
nætur hefur löngum
verið talið marka merk
 - jafnvel undursamleg -
tímamót fyrir
mann og annan:


Dreymdi að ég horfði
til himins, það var
að næturlagi og sá
þá einstaklega skýr
mörg stjörnumerki
eins og Karlsvagninn
og Sjöstirnið og fannst
nýtt stjörnumerki
komið þarna sem ég
áttaði mig ekki á.


Næst er ég stödd
í fallegum trjágarði
og var þar tré eitt
sem ég hafði ekki
áður augum litið.
Velti fyrir mér hvaða
tegund þetta væri
og hvað það héti.

Er ég færði mig nær
til að skoða betur,
sá ég að tréð teygði
greinar sínar mjög
langt í allar áttir
í stórum lundi og
á því voru stjörnur
himins og gafst
nú gott færi á
að skoða þær vel.Undrandi vaknaði ég
af þessum draumi:
þegar stjörnurnar
 - bæði sem ég þekkti
og þekkti ekki - tóku

að hreyfast eins og
fallegar bústnar og
glitrandi kúlur
á trénu góða -
og þakkaði það sem
fyrir augu hafði borið.

Svona draum geymir
maður í hugskoti sínu;
getur kallað fram,
dáðst að og skoðað
eins og dýrmætan
  eðalgimstein;
nálæga stjörnu af
hinu kosmíska tré.

Túlkun er óþörf
þegar mystíkin
tekur völd og
kosmísk reynsla
nætur litar daga
lífi og ljósi.'


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207  208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA