Forsíđa   

 06.10.2018
 Tíu ár frá Hruni: er réttlćti enn ađeins til í draumi í íslenska lénsveldinu?Tíu ár frá því menn
voru að borða saman
kvöldmat og skelft andlit
birtist á skjá landsmanna.
Hlustuðum agndofa
á guðstal stjórans
í brúnni og barnið spurði:
en er hann prestur?
Í upphafi skyldi endinn
skoða: grunnlínur mynstra
eru snemma lagðar og hafa
áhrif langt fram í tímann.
Hjá okkur er hið staðnaða
valdamynstur sem hér
hefur ríkt í skjóli klíkustjórnmála,
rányrkjuauðræðis og
mannfjandsamlegra gilda
eins og að okra á
náunganum og líkja má við
lénsveldisskipulag, enn að setja
mark sitt á líf og kjör þjóðar
sem ekki var spurð álits.
Lögmál þróunar í lífinu
sem m.a. birtast í eðlilegu
sátta-og uppgjörsferli
í kjölfar hruns og kreppu,
ná ekki fram að ganga
í slíkum mynstrum,
ná ekki að vinna sín
heilandi og græðandi
störf í tíð og tíma.
Okur og skuldaánauð,
þjófræði og markaðsmisnotkun,
sjálftökur og stórfelldar
og einhliða eignaupptökur
tala sínu máli.

Margir Íslendingar eru heldur
ekki barnanna bestir eins og
þeir hafa þó lengi haldið fram.
Uppgangur og aukinn hagvöxtur
og túristinn bjargar þjóðinni:
allt drifið áfram af erlendu
vinnuafli sem níðst er á;
óþjóðalýður og alþjóðlegur
undirheimakúltúr malar gull
í endurreistu lénsveldinu.
En margt er líka á góðri leið,
því skyldi ekki gleyma, og
hjá smáþjóð sem á að baki
3ja stærsta gjaldþrot sögunnar,
- bara vondir útlendingar ollu Hruninu -,
hefur seiglan reynst ótrúleg.


 


Fólk lætur ekki blekkjast
eins auðveldlega og áður
og þar hefur þróun í tækni
og samskiptum mikið hjálpað
og samtal manna á milli
heima og á alþjóðavettvangi.
Þjóðin er að læra að stilla
sig saman og að átta sig
á að mannréttindahugsun
og lög og reglur þar um,
á langt í land í mörgum
málaflokkum og almenningur
þarf að eiga öfluga talsmenn.
Sjálft grunnmynstrið þarf
að breytast verulega og
stjórntæki samfélagsins
að vinna í þágu borgaranna
en ekki vera misbeitt gegn þeim...
Nú 10 árum síðar, er
aðilinn sem bauð upp á
góðan málsverð að kvöldi
6. október 2008, orðinn
ófær um að bjóða í mat,
orðinn alvarlega veikur
eldri borgari á lífeyrisþágu
sem dugar ekki fyrir
útgjöldum í daglegu lífi.
Gleymist gjarnan í íslenska
lénsveldinu að stjórnvöld
lofuðu að laga aftur skerðingar
sem eldri borgarar og öryrkjar
tóku á sig eftir Hrun.
Það var og er enn herjað
á þjóðina innan frá. Ójöfnuður vex.
Hið mikla fjárhagstjón sem
margir urður fyrir, liggur í láginni,
að ógleymdum eignamissi
þúsundanna sem ekki áttu
né eiga enn talsmenn inni
í réttarkerfinu og voru beittar
gríðarlegri hörku; manngerðar
hamfarir framkvæmdar af
undirlægjuhætti embættismanna-
kerfisins í þjónkun við ríkjandi
lénsveldisskipulag og fjármálavald.
Hjá fólki 60-65 ára og eldra, misstu
um 6.500 manns samtals yfir 11
milljarða, og það munar um minna.
En hvert fóru allir peningarnir?
Og hvað með harmsögur
og algjört kvalræði þeirra
tugþúsunda heimila og
einstaklinga sem misstu
allt sitt í hamförunum að
ógleymdum atvinnumissi margra?
Margar eru þversagnirnar
og nú 10 árum síðar,
er réttlæti á Íslandi enn
meira draumur um réttlæti
en raunveruleiki.
En draumurinn lifir, beittari
en öll ófrelsisstefna eins og
sjá má á nýjasta sigri fjölmiðlanna
Stundarinnar, Reykjavík Media,
og hins breska Guardian,
í lögbannsmálinu svokallaða í
Landsrétti á 10 ára Hrunafmælinu.
Makalaust að fjölmiðlarnir
beri einmitt nafnið Stundin
og Guardian og að sigurinn vinnist
gegn málflutningi sem upphaflega
var háður á neðsta löggæslustigi,
sama löggæslustigi og hefði
þurft að verja betur hagsmuni
borgaranna í baráttunni við
ofurvald gróðahyggjunnar.
Andi og inntak laga um
okur frá 1960 kveður ekki
einungis á um vaxtaþak ofan
á skuldir og við innheimtu,
heldur skerpir líka á rétti
þegnanna til réttlátrar
málsmeðferðar, og að ekki
megi misbeita þann valdi
er höllum fæti stendur
vegna aðstæðna sinna
við innheimtu skulda.
Þessi lög hafa verið vanvirt.
Skerpa þarf á okurlöggjöf
og á ákvæðum í stjórnarskrá
þar um, stoppmerkin vantar
en síðan þurfa ráðaöflin líka
að virða þau lög sem gilda.
Vitund um þegnréttinn er
loks að aukast, sprottin
úr kvalræði okurs sem
hefur náð að festa rætur
þvert á lög og rétt þegnanna.
Innheimtuiðnaðurinn hefur
bólgnað út svo um munar
frá hruni, hrein öfugmæli.
Stundin og Guardian:
tíminn og vörðurinn/verndarinn,
(svona er nú táknfræðin
í lífinu), sýnir að líf
í frelsisþróun er þrátt
fyrir allt öflugra en
öflin sem vinna gegn því.
Lífið blessar Ísland.
Þar sem er líf,
þar er von...
*
 Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78  79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA