Forsíđa   

 06.11.2018
 Draumurinn lifi: Skuggsjá fagnar 15 ára starfsafmćli!



Skuggsjá fagnar 15 ára
starfsafmæli nú um stundir,
skráð í nóvember 2003,
fyrsta setur um rannsóknir
á svefni og draumum
sem stofnað hefur verið
hér á landi og hefur alla tíð
síðan haft aðalbækistöð
sína á Akureyri.




Skuggsjá hefur unnið í
samstarfi við alheimssamtök
draumfræðinga við JFK háskólann
og Berkeley háskólann í BNA
og draumfræðinga, leika sem
lærða, víðar um heim, s.s. í
Evrópu, Kanada, Ástralíu, Kóreu,
Kína, Japan og á Indlandi.
Flutt fjölmörg erindi og staðið fyrir
spjaldasýningum heima og erlendis.
Þá hefur forstjóri Skuggsjár
skrifað tvær bækur um drauma,
aðra á íslensku og hina á ensku.
Fyrri bókin um svefn og drauma
kom út árið 2004, Draumalandið
draumar Íslendinga fyrr og nú og
byggði m.a. á stóri Gallup könnun
sem Skuggsjá lét gera á svefni og
draumum á stofnárinu 2003.
Síðari bókin Transfer in Kashi
and the River of Time kom út
árið 2014 og er eins konar
draumadagbók um ferð Bjargar,
forstjóra Skuggsjár, til einnar elstu
borgar heims, Kashi eða Varanasi,
á bökkum hinnar helgu Ganges ár.




Árið 2007 var síðan
vefsetri Skuggsjár
hleypt af stokkunum
www.skuggsja.is og var
eitt fyrsta draumasetrið
á heimsvísu á veraldar-
vefnum - Internetinu.
Framtakið hefur þótt
merkilegt víða um lönd
og verið fyrirmynd að
setrum um svefn og drauma
sem hafa komið fram á
síðari árum þar sem
markmiðið er að koma
fræðslu á aðgengilegan
hátt til almennings og
gefa fólki kost á að senda
inn drauma sína og svefnreynslu.




Mikil vakning hefur orðið
innan taugavísinda, sálfræði,
heimspeki og skyldra greina
á undanförnum árum á sviði
rannsókna á svefni og draumum.
Og fjölmargar bækur gefnar út.
Áfangar kenndir í sálfræðideildum
háskóla og hérlendra þjóðfræða
svo dæmi séu tekin. Og sterkra
draumáhrifa gætir í nútímabókmenntum,
kvikmyndum og öðrum listgreinum.
Ennfremur er nú talsvert
um greinar og skrif um svefn
og drauma á vettvangi
fjölmiðla og hefur breska ríkis-
úvarpið - BBC - verið ötult
að skrifa um efnið á mannamáli
og leita til sérfræðinga á sviðinu.




Nýlega birtist fræðsla á BBC
um mikilvægi svefnsins
fyrir heilsu, minni, sköpun,
lífsgæði og lífslíkur, starfsánægju
og framlegð, byggð á upplýsingum frá
taugavísindamanninum Matthew
Walker sem stofnaði Center for Human
Sleep Science við Berkely háskóla.
Einnig upplýsingar um helstu
draumþemu í svefnreynslu
fólks eins og að vera að borða,
(súkkulaði algengast);
litur/hvítur; kennileiti s.s. gata/bílar;
persóna/mamma; gæludýr/hundur;
viðmót/vingjarnlegur/aggressífur;
tilfinning/ótti; yfirnáttúrlegar verur,
s.s. andar, skrímsli; athafnir s.s.
að fljúga; element/vatn;
mannleg hegðun/kynlíf/peningar,
og drykkir eins og kaffi, ofl. ofl.




Þessi algengustu þemu í
draumum fólks koma fram
í víðtækri söfnun guðfræðingsins
Kelly Bulkeley við Berkeley háskóla
og má lesa frekar um á vefsetri
hans um svefn og drauma
sem hann stofnaði árið 20016,
Sleep & Dream Data Base
sleepanddreamdatabase.org
Ljóst er að mörg setur á
þessu sviði sækja fyrirmyndir
í starfsemi Skuggsjár sem þegar
árið 2003 sýndi þá framsýni
að stofna sérstakt rannsóknarsetur
um svefn og drauma og láta gera
fyrstu Gallup könnun í heiminum
á svefni og draumum og síðan
nýta sér Alnetið og bjóða þar
uppá fræðslu og kynningar á
svefni og draumum og gera fólki
fært að senda inn drauma sína.
Vefhönnun Premis vinnur nú
að nýrri útgáfu á vefsetri Skuggsjár,
uppfærslu á draumabloggi og
draumasafni ofl. og verður nýja
setrinu hleypt af stokkunum
á næstu vikum og tilkynnt síðar.




Draumurinn lifi,
jafnt í vöku sem svefni!



Sometimes on the way to your dream,
you get lost and find a better one...


(Lisa Hammond 1956 -    ).



*


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78  79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA