Forsíđa   

 31.12.2021
 Dynjandi rymur í klakaböndum í árslok '21 - og óskabarn ţjóđarinnar




Nú er árið 2021 senn liðið.
Fjöll Dýrafjarðar og Arnarfjarðar
spegla sig í blikandi haffletinum
og náttúruvættið Dynjandi,
rymur við raust þó í klakabrynju sé.
Vatnið jaðigrænt og streymandi
inni á milli og yfir klakaböndin.


Þökk sé verndinni yfir ættjörð vorri.
Hvers kyns óárán og plágur
hafa steðjað að lítilli þjóð norður
við heimskautsbaug í gegnum
aldirnar - og hún lifað af.

Nú síðast plága ein kennd við kórónu!
Tilurð hennar furðuleg og framganga
yfir heimsbyggðina, lygi lkust.
Að ógleymdu því hörmulega manntjóni
og efnahagslegu hremmingum,
sem hún veldur, þessi ógnvaldur.




Víkur sögu að ólíkindatólinu Ísólfi:
Nú hafa 150 milljónir rúmmetra
hrauns komið upp á Reykjanesi í
mögnuðu eldgosinu í Fagradalsfjalli.
Hinu fyrsta í 800 ár.
Heiðra skyldi landvætti og landnáms-
menn vora, Ísólf á Skála, þ.m.t..





Forfeður vorir þraukuðu í
harðneskjunni við yzta haf
í harðbýlu landi og oft erfiðu
yfirferðar. En landið reyndist
gjöfult um margt. Og gott gat
reynst að vera til hvar maður
var manns gaman.

Ákveðin kúnst að lifa og
vera til eins og lífshlaup
Jóns Sigurðssonar, forseta,
ber vel með sér.
Eins mesta heimsborgara
okkar Íslendinga á sinni tíð
og talsmann á erlendri grund,
sem fékk mikilleika vestfirsku
fjarðanna og fjallanna með
móðurmjólkinni. Og drunur
Dynjanda sem hinn fegursta
hvatningarsöng...




Jón fæddist 17. júní 1811 á
Bótólfsmessu og ólst upp til
18 ára aldurs á prestsetrinu
Hrafnseyri við Arnarfjörð
hvar faðir hans, séra Sigurður
Jónsson, þjónaði. Var snemma
mikill bókaormur og sagt
að hann hafi legið í bókum
þegar færi gafst til. En iðinn,
hirðusamur og vandvirkur
Listaskrifari frá því hann lærði
að draga til stafs; skrift hans
höfð sem forskrift af mörgum.

Móðir Jóns var Þórdís Jónsdóttir
en um hana sagði eiginmaðurinn:
Þú vilt gefa allt, Þórdís, svo var
hún gjafmild við fátæka og þá
sem minna máttu sín.

Sem dæmi um sjálfsbjargar-
viðleitnina í faðmi blárra
og þverhníptra fjalla, stundaði
séra Sigurður, sjóróðra á vorin
og var talinn góður sjómaður
og fengsæll. Fór svo heim um
helgar til að sinna embættis-
verkum á Hrafnseyri.

Systkini Jóns forseta, voru
Margrét, síðar húsfreyja
í Steinanesi í Arnarfirði,
og Jens, kennari og síðar
rektor Lærða skólans
í Reykjavík.




Átthagarnir voru sem sé í
stórbrotinni fegurð
Arnarfjarðar og hafa þeir
eflaust blásið ungum manni
þrek og þor í brjóst til þess
að takast á við flóknar
áskoranir síðar á ævinni.
Lengi býr að fyrstu gerð...




Við eigum óskabarni þjóðarinnar,
Jóni Sigurðssyni frá Hrafnseyri,
afar margt að þakka, þessi þjóð,
og hollt að minnast orða hans
um vandmeðfarið frelsið.
Þessi ötulasti talsmaður
fyrir frelsi þjóðar, sómi hennar
sverð og skjöldur, benti af
sínu raunsæi líka á hina hliðina:
stjórnleysið og agaleysið.




Nú um stundir í heimi tækni
og samskipta, (sem við vissulega
gleðjumst yfir--Dýrafjarðargöngin
yfir til Arnarfjarðar, eru gott
dæmi þar um, sem létta líf margra
og skapa færi á að kynnast og
njóta íslenskrar náttúru--), er
stjórnleysi samfélaga og
agaleysi á samfélagsmiðlum
og í fjölmiðlum, afbakanir,
upplýsingaóreiða, og falsfréttir,
(misinformation og disinformation),
farið að ráða vettvanginum og
daglegri líðan.

Eiturspúandi vélar samfélags-
miðlanna: já, þær eru í það
minnsta, nýting tækni án ábyrgðar,
oft á tíðum.
Hvað með sjálfstæðið og lýðræði
í heimi valdsækinna tæknirisa,
sem eiga aðgang að miklu meiri
upplýsingum um menn og málefni
en áður hefur sést í mannkynssögunni?



Eins og fram kemur hjá Vilhjálmi
Þ. Gíslasyni í ritinu, Jón Sigurðsson
í ræðu og riti, frá lýðveldisárinu 1944,
þá taldi Jón, frelsi án banda,
án takmörkunar, væri ekki frelsi,
heldur agaleysi og óstjórn
Bönd væru jafn nauðsynleg
inn á við sem út á við.




#







Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37  38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA