Forsíđa   

 21.06.2018
 Sumarsólstöđur og leikvangur drauma í viđsjárverđri veröldLengstur sólargangur
í dag og sumarsólstöður
á nyrsta stað sólbaugsins.
Og Jónsmessan á næsta
leiti þegar dýrin tala og
döggin endurnýjar krafta...
Ungviðið fagnar léttleika
tilverunnar og finnur sér
ýmsa dægradvölina eins og
að liggja í grængresinu og
lesa í skýin og sjá úr þeim
alls kyns myndir; ferðast
með skýi til fjarlægra staða.
Að lesa í skýin og láta sig
dreyma, er ungviðinu í blóð
borið um alla jarðarkringluna.
En nú hefur verið hrist svo
óþyrmilega upp í veröldinni
og alþjóðakerfinu, - dagleg
sjokk meðferð í gangi -,
að hættan er stóraukin á
að þessi iðja ungviðisins
að láta sig dreyma um
heima og geima, fái ekki
að vera í friði frekar en margt
annað sem börn þurfa á
að halda til að vaxa og dafna.
Helst að taka þau líka
frá foreldrum sínum
og geyma í búrum...
Sjálfhverfur og hömlulaus
valdhafi, sem draumfræðingar,
heimspekingar, geðlæknar og
sálfræðingar vestanhafs kalla
Rocket man - Eldflaugamanninn,
er nefnilega kominn á kreik
með ekki síður ískyggilegan
þjóðaröryggisráðgjafa sér við hlið.
Valdhafinn hefur einn yfirráð
yfir kjarnorkuvopnakóðunum
hjá voldugasta ríki heims.
Kjarnaflaugum, sem hæglega
gætu rústað lífi og limum,
náttúru og heimsmenningu
á einu örskoti, skotið niður
skýin og himininn - og draumana.
Kjarnorkuváin er því miður raunveruleg.
Draumar breyta heimi,
satt er það, en sumir
eru bara svo háskalegir
og brjálsemi farin að lita
dagana og næturnar:
gjafir drauma rústaðar.
Dreymum fyrir betri
heimi fyrir börn alls staðar
- og látum í okkur heyra.

Skýin yfir jörðinni
leikvangur drauma
myndir þeirra skuggar og skin
og borgirnar allar(Snorri Hjartarson, 1906-1986).*

 

Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40  41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA