Forsíđa   

 29.07.2021
 Ljósheimur Vatnajökuls og draumur og vera í Hoffelli



Í fagurri júlísól og alltumlykjandi
heiðríkju í hinu forna landnámi
Auðuns rauða við rætur Hoffellssjökuls
í Hornafirði, sem er einn skriðjökla
úr Vatnajökli, verður sáttin við landið
nálæg og kyrrðin áþreifanleg.
Vegurinn liggur frá jörðu til himins
og öfugt: Taó og skilin renna saman.
Draumur og vera verða eitt.

Áðurnefndur Auðunn reisti heiðið
hof á þessum magnaða stað og
hafði keypt sitt landnám í Hoffelli
af Hrollaugi Rögnvaldssyni,
landnámsmanni Hornafjarðar.





Laxness talaði um ljósheim, ljósheim
Vatnajökuls, sem gefur samspili ljóss,
himins, jökuls og vatns, nýja dýpt.
Síbreytilegur jökullinn og vatnið,
sem frá honum kemur og þessi
leikur ljóssins, minnir stöðugt á
undur sköpunarverksins sem okkur
ber að vernda og verja.





Merkar þjóðsögur og sagnir tengjast
Hoffellssjökli og Hoffellssfjöllum
og svæðinu öllu, sem Guðmundur
Jónsson bóndi á Hoffelli, safnaði
í byrjun 20. aldar. Þorsteinn M.
Jónsson á Akureyri ritstýrði verkinu,
sem Marteinn Skaftfells gaf út árið
1946 undir heitinu Skaftfellskar
þjóðsögur og sagnir. Skrudda
endurútgaf verkið árið 2009.

En í nábýli manns og jökuls hefur
skapast margvísleg þekking
leikra sem lærðra í gegnum árin
og saga og staðhættir órofa heild.
Einstakt dýra-, fugla-, og gróðurlíf
einkennir svæðið, sem er heimkynni
heimskautarefsins--the arctic fox--,
hreindýra og hagamúsa ofl. dýra;
fugla á borð við hrafna, grágæsir,
tjalda og músarindla, og fágætra
plantna á borð við bergsteinbrjót,
burkna, fléttur og skófir.





Hoffelssjökull er dæmi um þær miklu
breytingar sem orðið hafa víða á
náttúrunni í kjölfar veðuröfga og
hlýnunar og hefur hopað umtalsvert
á síðustu árum og áratugum.
Fáir íslenskir skriðjöklar hafa verið
jafnvel og lengi rannsakaðir og
hann, m.a. vegna hraðs skriðs,
einstaks vatnafars og síbreytilegrar
úrkomu.

Geitafellseldstöð er í Hoffellsjökli
og hefur merk jarðsaga jökulsins 
getið af sér steinategundir eins og
gabbró, silfurberg, líparít og jaspis.





Óhætt að segja að hægt sé að gleyma
sér í þessari fögru náttúruvin og
endurnýja sál og sinni í mystískum
ljósheimi Hoffellsjökuls - og láta sig dreyma.





#







Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38  39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA