Forsíđa   

 21.06.2021
 Jarđeldar á Sumarsólstöđum og draumar landnámsmannaMerk tímamót í náttúrunni eins og
Sumarsólstöður þegar sólin er nyrst
á sjónarbaug líkt og í nótt kl. 03.32,
hafa löngum verið talin gjöful til drauma.
Og framundan er sjálf Jónsmessan,
þann 24. júní, ein helsta draumanóttin.
Og þar næst sjálfur Sjösofendadagur,
27. júní en heitið var á Sjösofendur
vegna svefnleysis og hitasóttar m.a.

Fornmennirnir réðu bæði í drauma og
ýmis tákn náttúrunnar og sigldu eftir
stjörnunum. Þarf ekki að fletta lengi
í Landnámabók til þess að sjá tilvísanir
í drauma og ýmsar forspár víða.

Þegar reynt er að grafast fyrir um
hver hinn raunverulegi Ísólfur á Skála
kann að hafa verið, beinast sjónir helst
að landnámsmanninum Ísólfi á Búlandi
á Suðurlandi. Hann er einn af síð-
landnámsmönnum sem koma til landsins
á 10. öld og átti land milli Kúðafjóts og
Skaftár eins og lýst er í 86. kafla
Landnámabókar en þar eru merkar tilvísanir
í forspár og drauma.

Í þeim sama kafla er sagt frá landnámi
Molda-Gnúps sem var næst landnámi
Ísólfs og var á milli Kúðafljóts, Eyjaár og
Álftavers. Frjósamt og hlunnindamikið
landnám sem hann seldi af en varð
jarðeldum að bráð sem leiddi til þess að
Molda-Gnúpur og synir hans héldu á
Reykjanes og námu þar land í núverandi
Grindavík. En talið er að Ísólfur á Búlandi
hafi reynst Molda-Gnúpi vel og skotið
yfir hann og hans skyldulið skjólshúsi
vegna hremminga á Suðurlandinu.

Þessir jarðeldar sem Landnámabók vitnar
til, runnu yfir stórt svæði og gjörbreytti
afarmikið hraunið bæði landi og vötnum
þar eystra, m.a. Álftaverum. Eru leiddar
líkur að því að jarðeldar þessir, hafi átt
upptök sín í Eldgjá í Skaftártunguafrétti.

Í lýsingu 86. kafla Landnámabókar segir
líka frá þriðja landnámsmanninum sem
nam land vestan við Molda-Gnúp. Var það
Hrafn Hafnarlykill sem Landnáma segir að
hafi vitað eldsuppkomuna fyrir og verið
búinn að færa bú sitt áður...


Það eru stórir jarðeldar á Suðurlandi og
hraun sem fór vítt yfir og breytti landkostum
sem leiddi til landnáms við Grindavík.
Og mögulega útstöðvar Ísólfs á Búlandi
sem hann setti niður nálægt landnámi
Molda-Gnúps. Okkar tilgáta er að Ísólfur
hafi sett niður útstöð á Skála.
En snemma var vitað af fengsælum
fiskimiðum utan suðurstrandarinnar
og Skáli Ísólfs, sjávarjörð. Ennfremur
er vitað að fornmenn sóttu sjóinn
langt að og að á fyrstu öldum byggðar,
urðu til ýmsar þekktar verstöðvar á
þessum slóðum út frá bæjum á Suðurlandi,
s.s. í Grindavík, Krýsuvík og Selvoginum.


Landnáma segir að landvættir hafi fylgt
Molda-Gnúpssonum til ýmissa land- og
sjávarnytja. Og ber draumur Hafur-Björns
þess vitni af bergbúanum sem birtist
honum í draumheimum og óskaði eftir félagi
við Björn sem hann gekk að en eftir það tók
bústofn hans, m.a. huðnur og hafrar,
að aukast mjög. Í Landnámu segir að
Molda-Gnúpur og synir hans hafi haft fátt
kvikfjár með sér á Reykjanesið...


Yfirstandandi jarðeldar í Geldingadölum
hvar dys Ísólfs á Skála er talin vera,
kunna að standa lengi yfir og breyta
landslagi og landkostum með tíð og
tíma. Slík dyngjugos standa oft lengi.

En gæfan nú er sú að við höfum meiri
þekkingu, vísindi og tækni en forfeðurnir
sem þurftu að treysta á fosjálni sína,
þekkingu á landinu, forspár og drauma
til þess að talast á við elda þróunar og
margvíslegar hamfarir náttúrunnar.
Í dag höfum við tól og tíma til þess að
sýna þann viðbúnað sem dregur sem
mest og best úr skaða fyrir land, innviði
og samfélag. Jafnvel þó sjálf dyngjan
verði seint að háu fjalli, en allt er það
þróun háð, þá getur hraun frá
henni reynst víðáttumikið. Má nefna
magnaða dyngju í nágrenninu,
Þrándarskjöld í þessu samhengi.
Fer vel á að nefna núverandi dyngju
í þróun, Ísólfsskjöld, og hraunið eftir henni.
Og sjálfan gíginn: Ísólf.

Vofur tómlætis eða bölmóðs mega ekki
sigra í þeirri óvissutíð sem blasir við.
Verum hjartahraust!
Strandarkirkja í Selvogi nálæg og
minnir á vernd og engil vonar...
Í ljóði sínu Hjartað langar og flýgur,
kveður góðskáldið Ísak Harðarson,
(1956-  ), um hjartaflugið í magnaðri
náttúru lands og sjávar:
Langt langt burt það flýgur
yfir sofandi hjörtu á Bakka,
yfir Strandarkirkju og Kleifarvatn
hraunbakkafullt af nýjum
tunglum og næturskýjumSíđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38  39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA