Forsíđa   

 29.08.2017
 Draumlendingur á Höfuđdegi og hyggiđ og skynugt hjarta



Höfuðdagur er samkvæmt
fornri veðurtrú, - þessi dagur
sem kenndur er við afhöfðun
Jóhannesar skírara -,
 merkasti veðurdagur ársins.
Horft var til sólar og
stöðu hennar, og voru árstíðir
tengdar gangi jarðar um sólu.
Víða veðurfegurð í dag
enda þótt skúri sums staðar.



Veður á Höfuðdegi var
álitið segja til um veður
næstu 3 vikur fram til rétta
og allt að 40 daga þar eftir.
Sólin fer að ganga undir
á Norðurpólnum og fæða af
sér nýja árstíð, haustið.



Það er margt í veðurkortunum
á heimsvísu þessi dægrin,
(sem margir hefðu hér
áður fyrr tengt við nýafstaðinn
almyrkva á sólu í BNA og áhrif
hans á plánetuna Jörð
og veðurkerfi hennar).



Eðalskáldið og orðhákurinn
Steinn Steinarr, sagði eitt sinn:
þegar stór tíðindi gerast,
eiga litlir kallar að þegja.



Óhætt að segja að
valdahroki hafi smækkað
margan þjóðhöfðingjann
á valdasviði nútímans;
þeir hafa ekki beðið
um gaumgæfið hjarta til
að stjórna þjóð sinni...
heldur miklu fremur auðæfi
og veraldargæði, svo vitnað
sé í fræga draumvitrun
Salómons konungs á
samtali við Drottinn.



Í ljóðinu Haust í Þjórsárdal,
yrkir Steinn um draumlendinginn,
sem einn situr hjá alfaravegi
í haustrauðri sól og dreymir
dimman draum og leyndar kenndir.
Minnir á að draumar á krossgötum
voru til forna taldir forspáir:




Og vitund mín gróf sig
í myrkur og moldu
með sóttheitum unaði
svita og blóðs


Og hjarta mitt sló
undir stálofnum stakki
hins sterkasta manns


Mín leyndasta kennd
og minn dimmasti draumur
lýstu sem eldur
úr augum hans




Djúpsæi andans, hyggið
og skynugt hjarta
til að skynja hvað er rétt
í málum manna,
svo vitnað sé enn og
aftur til kviða Salómons,
draumar til verndar
og viðhalds plánetunnar,
þarf nú sem aldrei fyrr
inn í veraldarbröltið
og veraldarbölið.
Læsi á dul mannsins,
skuggann, óskapnaðinn...




*




 


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95  96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA