Forsíđa   

 21.05.2013
 Vökul hjörtu í draumaborginni Bangor; Bítlarnir og velsk hugleiđsluhefđNú hefur hin margrómaða
Sálfræðideild Bangor háskóla
í Wales sett á laggirinar
fyrstu rannsóknarmiðstöðina
fyrir hugleiðslu og gjörhygli
í breska konungdæminu,
The Centre for Mindfulness
Research and Practice.


Miðstöðin gefur fólki færi
á að ljúka þar margs konar
námi, s.s. meistaragráðu,
ýmist með áherslu á
taugavísindalega nálgun
og streitustjórnun MBSR:
Mindfulness Based
Stress Reduction, eða
MBCT: Mindfulness
Cognitive
Based Therapy,
hugleiðslunálgun með
áherslu á gjörhygli og
hugræna meðferð.


Unnið er út frá hugmyndum
um að lifa lífinu í vakandi
athygli hverju sinni,
mæta hugsunum og
tilfinningum án dóma.
Skapa með slíkum æfingum
tækfifæri til að tengjast
innri sviðum vitundar
í vöku sem draumi.
Tengjast innsæi og
umbreytingarkröftum
og opna á græðandi
mátt líkama og sálar.
Uppskera bætta heilsu og
betri lífsgæði í núinu.

Styrkja hjartað til
að sjá betur með
augum hluttekningar.

Það fer vel á að miðstöðin
eigi heimilisfesti í Gwynedd,
einu hinna fornu konungsríkja
Wales sem liggur að
Snowdoníu fjallgarðinum,
Menai sundinu og fögru
eyjunni Anglesea
hvaðan stutt er yfir
til írskra nágranna.

Ró og friður allt um kring;
himin, haf og jörð
mætast sem órofa heild.

Hér í Bangor háskóla
heyrðu Bítlarnir fyrsta sinni
í indverska meistaranum
og forvígsmanni TM -
Innhverfrar Íhugunar

(Transcendental Meditation),
Maharishi Mahesh yoga
árið 1967 sem upp frá
því gerðist gúru þeirra.


Owain Glyndwr var
velskur prins á 15. öld
og ein helsta frelsishetja
Walesbúa (Cymro)
bæði fyrr og síðar.

Oft er vísað í gröf hans
sem aldrei hefur fundist
og hið eilíflega vökula
dreymandi hjarta hans
sem tíminn hefur
ekki náð að eyða:Time shall not touch it;
decay shall not dishonor it;
for that grave is in the heart
of every true Cymro.
There, for ever, from
generation unto generation,
grey Owen´s heart lies
dreaming on, dreaming on,
safe for ever and for ever.


'

Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158  159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA