Forsíđa   

 09.09.2014
 Vögguvísur og barnagćlur á ofurtungli



 Fullt tunglið umhverfist í
sannkallað ofurtungl
þennan sólarhringinn,
verður stærra, bjartara
og nær jörðu en allajafna.

Oft er talað um
að fullt tungl auki
á flæði og spennu
í manni og náttúru
og hafi m.a. áhrif
á svefn og drauma.
Að svefn verði
slitróttari og lausari
og draumflæði aukist.

Ýmsar vögguvísur
og barnagælur hafa
orðið til í aldanna rás
sem raulaðar eru
til að auðvelda
börnum yfirfærsluna
 í draumalandið.

Og víða um hinn
evrópska heim
hefur varðveist
trú á einhvers
konar veru eða
 vætt sem færi
börnum drauma
þegar nætursvefn
sígur þeim á brá.
Segi þeim sögur
fyrir svefninn,
sögur sem eru á
 mörkum draums
og veruleika.

Eða bregði yfir þau
regnhlíf draumanna,
færi þeim góða nótt
og góða drauma 
og hindri flæði
vondra drauma;
sáldri dufti eða
sandi í augu þeirra
svo þau róist og syfji
og sofni værum blundi.

Til að mynda
er talað um
Óla Lokbrá og
Jón blund meðal
frænda vorra
Dana og Svía
og Sandmanninn
hjá Þjóðverjum.

Hér á gamla Fróni
er þekkt að tala um
kveldúlfinn sem
kemur í smáfólkið
eins og Sveinbjörn
Egilsson, skáld
og guðfræðingur
og fyrsti rektor
 Lærða skólans,
orti um í einni af
sínum barnagælum
Til Kristínar:


Fuglinn segir bí, bí, bí,
bí, bí segir Stína,
kveldúlfur er kominn í
kerlinguna mína.



Sveinbjörn er það skáld
okkar Íslendinga sem
einna helst hefur ort um
börn, svefn og drauma.

Þessi mikilsvirti þýðandi
kviða Hómers hefur
heldur betur hlúð að
ófáum börnunum
í gegnum tíðina
með þýðingum
sínum á kviðunum  
- sögum fyrir svefninn -
og kvöldljóðum sínum
- söngvum fyrir svefninn -.

En það var sonur hans
og Helgu Gröndal,
Benedikt Gröndal (yngri),
náttúrufræðingur og
skáld, sem síðan
tók við þýðingunum
á Hómer (og raunar
 pennanum líka).
 Er nýútkomin í kilju
bókin Dægradvöl,
einstök minningabók
  hins fjölfróða Benedikts.

 
Barnagælur Sveinbjörns
og vögguvísur svo sem
Fljúga hvítu fiðrildin og
Nú legg ég augun aftur,
eru alveg tímalausar.
Og við mjúklátt raul
þeirra sofna blessuð
börnin enn í dag
bæði sætt og rótt.



Sofa manna börn
í mjúku rúmi,
bía og kveða
og pabbi þau svæfir.

 


(Sveinbjörn Egilsson,
1791-1852;
úr Sofa urtu börn).


*


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158  159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA