Forsíđa   

 05.06.2017
 Skilabođ frá Jökli - Message from a Glacier



Nú stendur yfir
vinna við nýjustu
draumabók Skuggsjár,
Skilaboð frá Jökli,
- Message from a Glacier-,
sem kemur út í haust,
og fjallar um drauma
af náttúru nær og fjær.



Við heimildavinnu á
draumhefðum víða
um lönd, kemur í ljós
að þær þjóðir sem hafa
munað eftir að líta upp
og vegsama himininn
sem gjafara alls, eru
hvað umburðarlyndastar
í garð samborgara sinna,
annarra siða og trúarbragða.
Starfa með náttúrunni,
arðræna ekki, eða ofnýta.
Oft er mikil helgi á fjöllum
hjá þessum þjóðum,
líkt og finna má í fornum
fjallaátrúnaði hérlendis.



En víkjum að nútímanum:
himni, fjöllum og jöklum,
sem við höfum tekið sem
sjálfsagða hluti alltof lengi,
eða þar til nú, að himinn
kann að hrynja, og
fjöll og jöklar hverfa
í hamförum helstefnu.



Það eru mun stærri
breytingar að verða á
jöklum plánetunnar,
ekki síst Íslands en
fólk gerir sér etv.
almennt grein fyrir:
Tómas Jóhannesson,
jarðeðlisfræðingur
hjá Veðurstofu,
sagði nýlega frá því,
að skv. leysimælingum
á yfirborði jökla á
árunum 2008-2012,
 þá þynnast jöklar
landsins um rúman
 metra á ári og rýrna
þeir nú hraðar en
dæmi eru um áður.



Svo hraðar breytingar
munu hafa mikil áhrif
á byggð í landinu;
jöklar kunna að hverfa
á 150 til 200 ára tímabili
ef svo heldur fram sem horfir.



Sá jökull, sem nú er
talinn í hvað mestri hættu
af þessari aðsteðjandi ógn,
er hinn tignarlegi Snæfellsjökull.
Jökullinn sem vökulum augum
við ysta haf, bæði heilsar
landanum og kveður
dægrin löng. Um hann
kveður Steingrímur
Thorsteinsson svo:



Ljóst var út að líta,
Ljómaði fagurt oft
Snæfell hrími hvíta
Við heiðblátt sumarloft.
Skein þar mjöll á hnjúkum hæst;
Allt er hreint, hugði' ég þá,
Sem himninum er næst.




*



Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98  99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA