Forsíđa   

 07.05.2017
 Ferđalangur á ţjóđvegi 1 rekst á hvítfálkapar og dreymir uppruna ţjóđar og dularfullan förunautÞegar ferðalangur
á þjóðvegi 1 rekst á
hvítfálkapar í vegarkanti,
þá veit hann ekki hvað!
Nema að blessa slíka
upplifun og þakka pent
fyrir sig að hafa svona
tignarlega samfylgd
á vegferðinni.Jú, vissulega rekst
hvítfálkinn stöku
sinnum til Íslands
frá Grænlandi,
raunar oftar nefndur
Grænlandsfálki.
Var ekki einmitt
hvítur Íslandsfálki
- snæfálki - á bláum
 feldi, í skjaldarmerki
ættföður úr Eyjafirði?
Síðar í skjaldarmerki
Íslands frá 1903?
En hinn verðmæti,
 stóri og glæsilegi
hvíti Íslandsfálki dó út
sökum skefjalausra veiða
og gripdeilda manna,
þjálfaður sem veiðifálki
og seldur dýru verði
tignum og konungbornum.Satt: vegirnir liggja víða;
vits er þörf þeim er
 víða ratar, segja Hávamál,
og á bæði við um menn
og málleysingja.
En hvað skyldi fálkinn
segja okkur um sjálf okkur
og uppruna þjóðarinnar?Mikilvægi fálka
til veiða er ævaforn
siður og er talinn
eiga uppruna sinn á
gresjum og í stórbrotnu
fjalllendi suðvestur Asíu,
einna helst meðal
hirðingja í Túrkmenistan.
Hvítfálkinn var vel
þekktur hjá þeim.
Voru fálkar álitnir
verðugar gjafir til
konunga, svokallaðar
konungsgersemar;
því miður er rányrkja á
þeim stunduð enn í dag.
Hvað með Ísland?Þegar öllu er á botninn hvolft,
þá erum við ef til vill
í ætt lengra aftur við
túrkmenskar fálkaþjóðir,
- hirðingja og
slynga veiðimenn -,
 í Túrkmenistan, (Merv),
sem síðar mynduðu
þjóðirnar sem festu
bólsetu í löndum
á borð við Georgíu,
Armeníu, Azerbaijan
og Tyrkland og færðust
æ nær Svartahafi og
Miðjarðarhafi í Anatólíu.
Vitað er að Keltar
byggðu líka á
þessum svæðum.
(Túrkmenistan er heiti
yfir landsvæðið sem
afmarkast af Síberíu
í norðri, Gobí í austri,
Tíbet, Indlandi og
Afghanistan í suðri,
Kaspíahafi í vestri).Margt í siðum okkar,
 fornri trú og menningu,
kallast á við siði þjóða
af þessum svæðum,
að ekki sé nú minnst
á goðafræðina,
Óðin alföður og hina
margslungnu baráttu
skyldleikatengdra og
venslaðra og baráttu
góðra og illra afla,
vélabrögð og svikara...Enhverra hluta vegna,
vildu ýmsir norskir
höfðingjar, þar á meðal 
Bjarni buna Noregsjarl,
ekki sæta ofríki í Noregi.
Afkomendur hans hættu
frekar á að flytja
sig norðar á bóginn,
og geta þar með haldið
í ævafornt siðrænt inntak
og réttláta samfélagsgerð.Draumahefðir eru
um margt sambærilegar
hjá okkur og Túrkmenum:
trú á leiðsögn og
viðvaranir drauma,
draumar af fæðingum,
nafngiftum og lífshlaupi,
draumleiðsla sem
tenging við innri vé,
draumar af látnum
ástvinum og forfeðrum
alþekktir og draumsýnir
virtar sem merkir fyrirboðar.
Líkt og hjá Íslendingum,
ríkti sterk trú á framhaldslíf.Draumur elur vonir,
segir hinn helgi læri-
meistari, Ibn Arabi,
í þáttunum Dirilis,
eða Upprisa, um
 Ertugrul, bardaga-
og trúarhetju,
 (gazi), af túrkmenska
 Kayi ættflokknum af
þjóð Oghuz Tyrkja í
norðvestur Anatólíu,
sem sýndir eru á Netflix.
Hafa draumar merkingu í
 daglegu lífi Kayi hirðingja.
Og sjá má tignarlegan
hvítfálka hringa yfir
tjaldbúðum þeirra...Ertugrul er talinn faðir
Osman 1, stofnanda
Ottóman ríkisins, eða
Tyrkjaveldis sem hélst
óslitið í rúm 600 ár,
frá 1299 fram til 1922.
Seljuk prinsessan af Rum,
Halime Hatun, ættmóðirin.
Tyrkneska lýðveldið var
 síðan stofnað 1923.
Hinn helgi Ibn Arabi,
sem leikur í þáttunum
merkilegt hlutuverk í
 framþróun sögunnar,
var uppi á 12.-13. öld.
Hann er talinn meðal
helstu lærimeistara Súfa
  fyrr og síðar og skrifaði
á sinni tíð merk rit
um hina mystísku hlið
trúarinnar og einingu
mannsins við sinn
 innri guðdóm og
leiðina að einingu við
LOGOS: Alvitundina.Nú í einstakri veðurblíðu
og vorgróanda hér á Fróni,
 er víða um lönd verið að
halda 6. maí hátíðlegan
til að sýna hinum
ódauðlega dýrðlingi,
al-Kidhr - stundum
nefndur Hizir - virðingu.
Kidhr er meistari
 meistaranna og lærifaðir
Ibn Arabi og álitinn
hafa leiðbeint andans
stórmennum í rás
tímans á borð við
Móses og Múhameð,
 og veraldlegum á borð
við Alexander mikla.Kidhr er tákngervingur
lífsgjafar vatnsins
og náttúrugróandans,
endurnýjunar í lífinu.
Gjarnan sýndur í grænum
klæðum, hrumur öldungur
með stóran vefjarhnött.
Hann á margt sammerkt
  með minninu um Græna
manninn - the Green Man -
í þjóðtrú víða um lönd
og á líka tengingu við
heimssýn Drúída og
raunar víðar um álfur.Sumir sjá Kidhr í
Óðni í líki Ganglera,
hins eílífa vegfaranda.
Lífsspeki Gylfaginningar
 og Hávamála kunnugleg
stef í þessu samhengi.
Kidhr er förunauturinn
andlegi á lífsins vegum,
(sem sumir álíta að
geti líka holdgervst),
og ákallaður í nauð
þegar allt um þrýtur.
Græðarinn mikli sem
blæs þolgæði og
trúfesti í brjóst manna,
vekur drauma og vonir
til að sækja fram
og sigra mótlæti,
ofsóknir og ofríki.
Eða eins og
Ibn Arabi segir:
When Kidhr is your companion,
fortune is always on your side.
*

Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98  99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA