Forsíđa   

 08.04.2012
 Gleđilega páska - draumar og upprisa

Til forna var litið á drauma
sem annað hvort tjáskipti
við æðri máttarvöld
eða skilaboð
frá guðdóminum.

Þekktur er draumur
Jakobs af himnastiganum
er hann var á leiðinni
frá Berseba til Haran.

Jakob lagðist til svefns
með stein undir höfði,
þreyttur og angurvær
en vaknaði endurnærður
og glaður eftir
magnaða draumsýn.

Fékk hann ákveðin svör
í draumnum sem gerðu
samband hans við Guð
dýpra og persónulegra.

Draumur hans
af himnastiganum
var á þessa leið,
skv. Jeremía:


Og sjá, hann sá stiga á jörðu
sem náði upp til himins
alla leið inn í himininn,
og sjá, englar guðs
fóru upp og niður hann. Margir nútíma draumfræðingar
eru í stórum dráttum
sammála Biblíunni
og öðrum trúarritum
um að sumir draumar
séu skapaðir af guði eða
öðrum yfirskilvitlegum öflum.
Aðrir efast um slíkt líkt
og Aristóteles forðum.

Þessir fyrrgreindu fræðimenn,
sbr. bandaríska guðfræði-
prófessorinn Kelly Bulkeley,
telja að hlutverk sumra drauma
sé að varða veginn fyrir
einstakling og samfélag;
að draumar feli í sér
möguleika til að endurnýja
þrek og þor og stuðla að nýrri
umbreytingu í samfélaginu.

Í anda páska og upprisu.


Þú skalt vera stjarna mín Drottinn
yfir dimm höf
yfir djúpa dali
og eyðimerkur

ég geng í geisla þínum

og eitt sinn mun geisli þinn verða að gullstiga
þar sem ég geng upp fagnandi skrefum.


(Ragnhildur Ófeigsdóttir, 1996,
úr Andlit í bláum vötnum).


'


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203  204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA