Forsíđa   

 05.08.2015
 Óraunvera allra hluta og endurskin blás mána



Tunglið - fylgihnöttur
Jarðar - hefur þegar verið
sótt heim af mannfólkinu.
Og ef til vill svipt dulúð
sinni með heimsókninni?
En Jörðin öðlaðist
alveg nýtt samhengi
í hugum mannfólksins;
blá og fögur að sjá
 líkt og fyrstu myndir
tunglfaranna sýndu.
 Gjarnan síðan nefnd
Bláa plánetan.


Áfram heldur tunglið
sína rás með sín
kunnu áhrif á sjávarföll
og hræringar í náttúrunni;
á dægursveiflu líkamans,
svefn og drauma.


Í nýafstöðnum júlí voru
tvö full tungl á himni,
hið síðara þann 31. júlí,
eins konar blár máni,
ofurstór og nálægur.


Tungláhrifa og endurskins
 á hrynjanda náttúrnnar
gætir víða, og þjóðtrúin
kennir að bláum mána
geti fylgt ýmsar hamfarir.


Hvað sem líður, þá er
óhætt að segja að veðurfar
á Vestfjörðum og á
Norður - og Austurlandi, hafi
verið með sérstæðasta móti
í júlí og alls ekki hásumarlegt.
Ekki laust við að það gæti
upplifunar óraunveruleika
og sálrænna tungláhrifa;
hvaða tími er eiginlega...


Nú ganga draumar og
aðrar forspár glöggra
Veðdurklúbbsmanna á
Dalvík þannig að áttir og
vindar taki að breytast með
nýju tungli þann 14. ágúst nk.
sem kvikna mun í suðvestri.
Þeir telja að þá muni vindáttir
snúast í suðvestlægar áttir
og hitastig fara hækkandi
eftir langdregnar hæðabylgjur
frá Grænlandi undanfarið.
Síðsumar geti því reynst gott
með mögulegum sumarauka.


Talandi um dulúð tungls
og óraunveru allra hluta,
þá yrkir Stefán Hörður Grímsson
eftirminnilega um það þema
í ljóði sínu Endurskin:


Getur það verið
að við lifum
einungis hádag
ellegar blánótt
sem við gleymum?

að allt hitt sem við lifum
sé bara aðdragandi
og endurskin?

Ýmsir fullyrða
að tunglsljós
sé heillandi
og hér verður
engum hallmælt
fyrir þá skoðun.



(Úr ljóðabókinni Tengsl, Mál & Menning, 1987).


*


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138  139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA