Forsíđa   

 25.07.2015
 Japanskur draumagleypir og alheimsţing ađ ári í YokohamaNú er ár þar til næsta
alheimsþing sálfræðinga
- ICP - (International
Congress of Psychology),
verður haldið í Japan,
 nánar tiltekið í Yokohama,
(sem margir kannast við af
samnefndum hjólbörðum).
Yokohama er önnur fjölmennasta
borg Japans og mikilvæg
höfn fyrir verslun og viðskipti
við Tókýóflóa á Honshueyju.


Þingið sem einungis er
haldið á fjögurra ára fresti,
 mun standa yfir dagana
24. - 29. júlí, 2016.
Yfirskrift þingsins er
Diversity in Harmony:
Insights from Psychology
.
Sjá nánar á www.icp2016.jp/


Áhersla alheimsþingsins er
á samræmdan fjölbreytileika,
hvað er líkt og hvað ólíkt,
og á lærdóm sálfræðinnar
af samtali innan og milli
menninga og samfélaga,
stefnur og strauma innan
sálfræðinnar sjálfrar.


Í Japan hefur lengi verið
áhugi á rannsóknum á
svefni og draumum og hafa
 japanskir sálfræðingar m.a.
sótt Ísland og Skuggsjá heim
í því skyni að læra um íslenska
draumahefð og bera saman
við hina japönsku.


Í japanskri þjóðtrú er talað
um goðsagnarkennda veru
og mikla kynjaskepnu,
Baku, sem er sambland
af mörgum dýrum
og er eins konar
draumafangari eða draumagleypir.
En það er kunnugt minni í
mörgum löndum og hvað
þekktast meðal Indíána Ameríku.


Kynjadýrið Baku þarf að ákalla
til þess að það komi og veiti
dreymandanum þá hjálp sem
hann þarf til að komast undan
oki erfiðra draumfara og
martraða; Baku gleypir
þá vondu draumana.


En líkt og gildin um virðingu,
fágun, hógværð og hófsemd,
segja til um í japanskri menningu,
þá þarf að umgangast Baku
á réttan hátt því um leið og
dreymandinn fer að ofgera
og stöðugt kalla Baku til,
þá er hættan sú að Baku
geti farið að leggjast
á dreymandann og íþyngja.


Nýlega hafa japanskir
vísindamenn á sviði
svefns og drauma
tekið að þróa tækni sem
á að gera það kleift að 
spegla myndir sem hugurinn
skapar á draumstiginu
eða í bliksvefninum.
Ekki ósvipað myndrænni
draumskráningartækni
sem birst hefur á Google.
Eins konar skuggsjá.


Spennandi að sjá hver
sú framvinda verður
ef þess er gætt að
fara að með gát og án þess
 að ætlast til um of líkt og
sagan um Baku kennir.


Nýlega kom út falleg þýðing
Kristínar Jónsdóttur á bók
japönsku skáldkonunnar
Hiromi Kawakami, sem
nefnist Stjörnur yfir Tókýó,
(á frummálinu Sensi No Kaban).
Holl lesning öllum
varðandi japanska
frásagnarhefð og
dýpri gildi í menningu
og mannlegri hamingju
í sínum ljóðræna
hversdagsleika.


Í bókinni leynist m.a.
eftrfarandi þýðing á ljóði
eftir skáldið og lækninn
Irako Seihaku sem uppi var
á Meji tímabilinu, 1868-1912.
En á Mejitímabilinu breytist
japanskt samfélag úr
aldagömlu lénsveldi
  til nútímalegs iðnveldis.
Hafnarlægi Yokohama reynist
æ mikilvægara; borgin
fær á sig kosmópólitískan
blæ og verður aðal útflutnings-
höfnin, s.s. fyrir japanskt silki:Titrar víðirinn
áin hvít í myrkrinu
mistur læðist hjá.

Handan árinnar
ofur veikt hljóð úr flautu
hjarta mannsins snart.
*


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138  139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA