Forsíđa   

 21.03.2019
 Á vćngjum drauma sálir svífa...



Nú í kjölfar jafndægra
á vori og fulls tungls,
er dagur ljóðsins haldinn
hátíðlegur um heim allan.
Minnir á öll þau góðu
sönglög og texta sem
tónlistarmaðurinn og
Vestmanneyingurinn
Oddgeir Kristjánsson,
(1911-1966), samdi
ásamt fleirum.




Einn textasmiðurinn var
kennarinn, rithöfundurinn,
þýðandinn og blaðamaðurinn
Loftur Guðmundsson,
(1906-1978).
Loftur kenndi um árabil
úti í Eyjum en fluttist
síðan til Reykjavíkur
og vann þar við þýðingar,
ritstörf og blaðamennsku
um áratuga skeið og þýddi
m.a. bækur Hergé um Tinna.




Í tilefni dagsins og með
þrautseigju vonarinnar,
--frelsi blaðamanna
og fjölmiðla í huga--,
birtum við hér ljóð Lofts,
Fyrir austan mána,
við sönglag Oddgeirs.
Bent skal á að
söngkonan góða,
Sigríður Thorlacius,
á til eftirminnilegan
flutning þessa fallega
ljóðs og lags ásamt
Hafsteini Þórólfssyni
og félögum í Tríó Glóðir
á diskinum Bjartar Vonir
með lögum Oddgeirs
frá árinu 2015;
já, það birtir á Fróni!





Er vetrarnóttin hjúpar hauður
í húmsins dökka töfralín
og báran smá í hálfum hljóðum,
við hamra þylur kvæðin sín.
Á vængjum drauma sálir svífa
frá sorg, er dagsins gleði fól
um óravegu ævintýra
fyrir austan mána og vestan sól.




Þótt örlög skilji okkar leiðir
í örmum drauma hjörtun seiðir
ástin heit, sem fjötra alla brýtur
aftur tendrast von, er sárast kól.
Við stjörnu hafsins ystu ósa
í undraveldi norðurljósa
glöð við njótum eilífs ástaryndis
fyrir austan mána og vestan sól.




*


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73  74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA