Forsíđa   

 13.10.2010
 Sanskrít í vöku og draumi: Avatar, Namaste og Atma
Merkilegt hve hin forna, reglufasta
og fagra tunga Indverja, sanskrít,
nær nú eyrum manna um víða veröld.
Innan tölvumálvísinda telja margir 
sanskrít ákjósanlegasta forritunarmálið.

Eitt fyrsta sanskrítarorðið til að skera í gegn
í tölvuheimum var orðið Avatar.
Notað um líkamninga eins og t.d.
í tölvuleikjum og sýndarveruleika.

En Avatar er upphaflega tákn
hins eilífa andlega meistara

og frelsara í fornum fræðum Indverja,
sem lætur sig málefni
Jarðarbúa varða og kýs
að helga sig
þjónustu við mannkynið.

Nú hefur Avatar,
kvikmynd kanadísk/skoska
Balquhidderættaða leikstjórans

James Cameron um Na´vil kynþáttinn,
 sem lifir
í sátt og samræmi
við lögmál Náttúrunnar

og Alheimsmóðurina (Eywu),
slegið öll aðsóknarmet,
raunar orðin 

tekjuhæsta mynd allra tíma
með aðra mynd
Camerons,
Titanic
, fast á hælana.

Gullfalleg tónlistin
í báðum myndunum

eftir James Horner hinn bandaríska.

En Avatar er líka að brjóta sér leið
á sviði
ritunar og fræða
með sí aukinni kynningu

hér á Vesturlöndum
á hinum fornu Vedafræðum

- sálfræðum - Indverja
en í þeim er m.a.

að finna kortlagningu
á vitundarsviðum mannsins

og fróðleik um draumvitund
og draumheim.


Kanadíski fræðimaðurinn
Jeffrey Armstorng sendi nýlega

frá sér bókina
Spiritual Teachings of the Avatar

þar sem hann fjallar
á skýran hátt um Vedafræðin 

og þrískiptingu mannlegrar veru
skv. þeim í
holdlegan líkama,
draumlíkama og andlegan líkama.


Leggur út frá sanskrítar kveðjunni,
Namaste, (I see you
);

þeim sið að heilsa/hylla
innstu sál - atma hvers og eins,

sem jafnframt er
hluti alheimssálarinnar.


En um það fjallar einmitt titillag
Avatar myndar Camerons, I see you:

I see you
walking through a dream
I see you
My light in darkness breaking hope of new life
Now I live through you and you through me
Enchanting
I pray in my heart that this dream never ends...

'


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223  224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA