Forsíđa   

 31.12.2020
 Hélublóm á hamfaraári
Að sjá hið fagra í hinu smáa, og
taka eftir hélublómunum, er gerlegt,
sama hvernig allt veltist og snýst
í óblíðri veröld og hamfaratíð ársins,
sem er að líða. Að horfa og hlusta á
Náttúruna, hefur reynst mörgum
svölun á erfiðum kórónuveirutímum.
Um slík tengsl við náttúruna, yrkir Erla,
austfirska skáldkonan og 9 barna móðirin,
sem orti við dagleg störf á mannmörgu
sveitaheimili í Vopnafirði, á síðustu öld.
Eitt barna hennar var Þorsteinn Valdimarsson,
skáld og kennari.


Erla var skáldanafn en hún hét raunar
Guðfinna Þorsteinsdóttir, (1891-1972),
og var ættuð úr Eiðaþinghá, komin af merkum
sagnameisturum og orðsins jöfrum;
Sigfús Sigfússon, bóndi á Skjögrastöðum í
Vallahreppi hvar Erla fæddist, afi hennar,
safnaði m.a. þjóðsögum, sem lesa má
í Þjóðsögum Jóns Árnasonar.
Þessi einstaka skáldkona þýddi líka mörg
merkisverk úr ensku og Norðurlandamálunum,
og er hin undurfagra bók, Slagur Vindhörpunnar,
eftir færeyska skáldið William Heinesen, eitt merkra
þýðingarverka hennar og kom út hér á landi, árið 1956.
Hvernig Erlu tókst að afkasta öllu þessu í erli daganna,
ber glöggt vitni magnaðrar konu. Hún safnaði
ljóðunum sínum árum saman og orðin vel
fullorðin þegar fyrstu ljóðin tóku að birtast.
En fallegt og glæsilegt ritsafn verka hennar,
kom út árið 2013, útgefið af Félagi austfirskra
ljóðaunnenda.


Erla yrkir um náttúruna og birtuna í lífinu og
misjafnt hlutskipti mannfólksins í fyrstu bók sinni,
Hélublóm, frá árinu 1937. Mestu skiptir,
segir hún, að mæta aðstæðum með jákvæðu
hugarfari, þrautseigju og von í brjósti.
Treysta innri orkulindum í manni og alheimi.
Verum þess minnug nú þegar við kveðjum
hamfaraárið 2020, sem við vonandi lærum af.


Vertu ávallt hress í huga
hvað sem kann að mæta þér.
Lát ei sorg né böl þig buga.
Baggi margra þungur er.
Treystu því, að þér á herðar
þyngri byrði ei varpað er
en þú hafir afl að bera.
Orka blundar næg í þér.


#Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48  49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA