Forsíđa   

 29.11.2020
 Draumur og vera ţessa heims og annars...



Tími vor á jörðu hér er ólíkindatól,
sem markar mannlífinu viss tímabil
vaxtar og þroska eftir hverjum aldri.
Og tíminn er ekki allur þar sem
hann er séður: hann er afstæður!
Skuggsjá tímans óræð með órofa
tengingu við heima, rúm og
víddir þessa heims og annars.
Forngríski spekingurinn Antiphon -
sófistinn Antífon -, (og fjölmagir aðrir
fyrr og síðar), taldi að tíminn væri
frekar hugtak, mæling en raunvera.
Í nútíma skammtaeðlisfræði virðist
þessi forna sýn eiga sterka stoð.
Antífon reit merkt rit um drauma og
túlkun þeirra; talinn óratór á 5. öld
f. Kr. og samtímamaður Sókratesar.
Draumar vekja spurningar um þróun
vitundarinnar og tíma og rúm,
dreymandinn upplifir ákveðið
tímaleysi og nær að svífa um
víddir rúmsins ófjötraður af
takmörkunum vökuvitundarinnar.







Nú er genginn á vit forfeðranna
okkar ástkæri fræðari í rannsóknum
þessa heims og annars, prófessor
Erlendur Haraldsson, kennari í jafnólíkum
greinum og Tilraunasálfræði og Dulsálfræði
við Háskóla Íslands. En hann var leiðbeinandi
að BA-ritgerð Bjargar, forstjóra Skuggsjár,
um trúarreynslu í ljósi Trúarlífssálfræði -
Psychology of Religion - og umbreytingarmátt
djúprar mystískrar reynslu á persónuleikann.
En rannsóknir sýna, að leitin að merkingu
er sammannleg, og að þeir sem telja sig
trúlausa, upplifa líkt og trúaðir, umbreytingu
við djúpa einingar-og náttúruskynjun; sýnin
til lifs og Alheims verður önnur.


Erlendur lést sunnudaginn 22. nóvember sl.
tæplega níræður að aldri og vann nær
óslitið að sínum hugðarefnum allt til enda. 
Hann var magnaður vísindamaður og
kennari og lagði gríðarlega mikið af mörkum
til vísindalegra rannsókna á sviði Dulsálfræði -
Parapsychology og skrifaði um það efni
fjölmargar greinar og bækur. Einhver
afkastamesti fræðimaður á sviði
íslenskrar sálfræði fyrr og síðar, en á
ritaskrá hans, sem spannar nær 60 ár,
eru um 360 titlar greina og bóka.







Við kunnum Erlendi hugheila þökk fyrir
hans styrku ráð, alúð og stuðning við
starfsemi Skuggsjár í gegnum árin.
Hann náði að hefja Dulsálfræðina til
vegs og virðingar með því að beita
vel ígrunduðum vísindalegum tólum
Tilraunsálfræðinnar - Experimental
Psychology - og skapa sér fastan sess
innan fræðasamfélagsins heima og erlendis.
Afstæði tíma og rúms, heima og vídda, og
endalok lífshlaupsins og hvort eða hvað þá
tæki við, framhaldslíf, ein jarðvist, eða fleiri,
voru hugleikin viðfangsefni ásamt dulrænum
málefnum, s.s. skyggni og miðilsgáfu
og sýnum fólks á dánarbeði. Dulargáfur
eins og hugmegin, (psychokinesis), fjarvísi,
fjarhrif og hugsanaflutningur og ýmsir
yfirnáttúrulegir hæfileikar, svokallaðir siddhis
indverskra jóga, voru einnig rannsóknarefni.
Rannsóknir hans á trú, þjóðtrú og reynslu
Íslendinga af yfirskilvitlegum fyrirbærum,
forspárhæfni og berdreymi Íslendinga og
trúnni á líf eftir dauðann, eiga enn í dag
fáa sína líka hvað gæði vísindalegra
rannsókna og alla  framsetningu varðar.
Og lesa má um í tímamótaverki hans frá
1978, Þessa heims og annars, útgefnu
hjá bókaforlaginu Skuggsjá í Hafnarfirði.
Af sinni alkunnu hógværð og rökfestu,
svaraði Erlendur eitt sinn spurningu
blaðakonu um það hvort hann teldi
sjálfur líf eftir dauðann:
Mér kæmi á óvart ef svo væri ekki.


Við trúum að Erlendur muni eiga góða heimkomu,
eins og Indriði miðill, hefði orðað það, en um hann
reit hann bókina Indriði Indriðason - Merkasti íslenski
miðillinn, ásamt kollega sínum, Lofti R.Gissurarsyni;
kom bókin fyrst út á ensku 2016 og á íslensku 2019.
Fari hann blessaður á vit handanheima eftir langa
göngu á lífsins vegum og haldi för sinni ótrauður áfram.






All the world's a stage,
And all the men and women merely players;
They have their exits and their entrances;
And one man in his time plays many parts,
His acts being seven ages...



(W. Shakespeare, 1564-1616;
úr As You Like It).




#






Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48  49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA