Forsíđa   

 01.01.2021
  Í aldaheimi rís 2021 og draumar um réttlćti fyrir öll börn alls stađar
Nýtt ár er risið í aldaheimi og
vonandi færir það lausnir á margri
áþjáninni í veröldinni.
Vísindin efla alla dáð: það sannaðist
í tækluninni á kórónuveirunni og með
samstilltu átaki vísindamanna um heim
allan við þróun og gerð hentugs bóluefnis
á nýliðnu hamfaraári.

Árið 2021 er Ár friðar og trausts
manna og þjóða á meðal samkvæmt
markmiðum Sameinuðu þjóðanna--UNESCO.
Ár sjálfbærra hagkerfa og grænna
lausna, grænmetis og ávaxta. En ekki
síst Árið, sem er tileinkað afnámi barna-
þrælkunar um veröld víða.
Tökum árinu fagnandi og leggjum okkar
af mörkum til þess að stuðla að auknu
jafnvægi plánetunnar og réttlæti fyrir börn
í vinnuþrældómi, sem rænd hafa verið
bernsku sinni, möguleikum til heilbrigðs
vaxtar og þroska, menntatækifærum
og aðstöðu til að rækta manngildi sitt
og vera fjálsir þjóðfélagsþegnar í
heimkynnum sínum og í alheimsþorpinu.Vinnuþrælkun barna fyrirfinnst um allan
heim, og loks á allra síðustu árum hafa
þjóðir verið að vakna æ betur til vitundar
um þessi alvarlegu vinnuréttinda-og
mannréttindabrot og hafa sum lönd Asíu
eins og Indland til að mynda, sett á löggjöf
2016, sem bannar vinnu barna yngri en
14 ára að aldri.
Vesturlönd eru komin með slíka löggjöf
en spurningar þó hvort henni sé
framfylgt sem skyldi.
Afríka er sú heimsálfa þar sem flest börn
þurfa að sjá sér og/eða öðrum farboða,
eða eru hreinlega neydd til þrælknuarvinnu,
oft í löndum, sem eru illa hrjáð af stríðs-
rekstri, hnignun vistkerfa og innviða, rýrnun
landgæða og búferlaflutningum.
En samkvæmt eftirlitsstofnunum á borð
við ILO-Alþjóða Vinnumálastofnunina,
er talið, að a.m.k. 152 milljónir barna í
heiminum, um 64 millj. stúlkna og um
88 millj. drengja, neyðist til, eða séu neydd
til, að þræla fyrir lífsviðurværi fyrir smánarlaun,
föst í fátæktargildrum, iðulega til þess að auka
á auðsæld þeirra, sem skaffa sér vald yfir lífi
og limum annarra án þess að blikna.Í flatneskjuheimi rányrkjuauðhyggju,
þarf lítið út af að bregða, jafnvel hjá
velmegandi þjóðum, til þess að fólk
og börn lendi á vergangi og flosni upp.
Kórónuveiruplágan ætti að kenna
okkur meiri aðgát um þau gildi, sem
raunverulega skipta okkur máli og
eru til hagsbóta fyrir allt mannkyn.
Svo og dýralíf og gróður Jarðar.
Þrátt fyrir draumstola menningu/
ómenningu firrtra valdhafa og sam-
félaga víða, lifir draumurinn um
heimað, að eiga sitt heima, og er
öllum mönnum í brjósti borinn.
Virðum það og verndum, bæði
hér heima og úti í heimi og gætum
þess að halda áfram að láta okkur
dreyma og raungera vonardrauma
til handa öllum börnum alls staðar.
Að þau fái að vera börn og eigi sitt
örugga athvarf, sitt heima.


Mig er alltaf að
dreyma eitthvað

Mig dreymir um
að vera ég sjálfur

Mig dreymir um
að vera ekki
ég sjálfur

Mig dreymir um
að ég geti látið
mig dreyma

Mig dreymir um
betri heim

Mig dreymir um
annan heim

Mig dreymir heim(Gyrðir Elíasson, Draumar;
úr ljóðabókinni Draumstol;
Dimma, 2020).#Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47  48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA