Forsíđa   

 14.04.2017
 Dymbilvikudreymi í anda Vegarins og norrćnnar gođafrćđi...



Við lifum á tímum
hinnar upphöfnu lágkúru,
segir Thor Vilhjálmsson,
skáldið góða sem vílaði
ekki fyrir sér að feta
langan Pílagrímsveg
í merkingarleit og
 í virðingarskyni við
Almættið í hárri elli.



Sjálfsdýrkun - narsissmi -,
er sterkt einkenni
í fari nútímamannsins
á kostnað þess að
finna til samlíðunar
með meðbræðrunum.
Ástand sem einkennist af
hinu íburðarmikla auvirði,
segir Thor, og kemur í veg
 fyrir að við losnum úr
ánauð sjálfshyggju og
öðlumst hlutdeild í lífinu.




Nú þegar nýjar
uppgötvanir á sviði
stjarnvísinda streyma inn,
sem opna á möguleikann
á lífi á öðrum hnöttum,
eins og á tunglum
Satúrnusar og Júpíters,
standa vonir til að
mannfólkið þurfi
að endurskoða margt
í eigin fari sem herrar Jarðar
og einu lífverur sólkerfisins.
Gæti það lækkað rostann
og dregið úr sjálfsdýrkun?



En spurningin snýst
ekki eingöngu um
heima og geima og
aðra hnetti, líf og verur,
heldur um þann tíma og
þá tilvist sem við lifum,
Veginn sem við rötum.
Hvort hugsanlega séu til
svokallaðir fjölheimar
eða multiverses,
innan hnatta og heima?
Að okkar heimur sé ekki eina
mögulega birtingarmyndin?
(Þessi fjölheimasýn
er býsna dulmögnuð
og sver sig í ætt drauma).



Útgangspúnktur eins
þekktasta kvæðabálks
Eddukvæða frá 13. öld,
hinnar óræðu Völuspár,
er í þeim anda að
við upphaf sköpunar,
hefði alheimur getað
þróast í hinar og þessar áttir.
En við tilkomu Sólar og
Mána, Æsa og Vana,
Jötna og Manna,
og innbyrðis baráttu,
tók okkar heimur þá
mynd sem við þekkjum
í þeirri línulegu tilvist
sem við miðum út frá:




Sól varp sunnan,
sinni mána,
hendi inni hægri
um himin og jódýr.
Sól það né vissi
hvar hún sali átti,
stjörnur það né vissu
hvar þær staði áttu.




Það er ánægjulegt
til þess að vita að
nýjasta bók Íslands-
vinarins Neil Gaiman,
leitar fanga í norræni
goðafræði og ber það heiti.
Nánast er um endursögn
að ræða sem er svo vel
heppnuð að bókin fór
strax í 1. sæti metsölulista
í BNA, Kanada og Bretlandi
þegar hún kom út í febrúar sl.



En ungir sem aldnir hér á landi
kannast margir við rómantísku
ævintýramyndina Stardust
frá árinu 2007, sem byggð
er á samnefndri bók
Gaiman frá árinu 1999.
Eflaust víða á heimilum
landsins í spilun eina
ferðina enn í páskafríi.



Í Sandman seríunni svokölluðu
frá níunda og tiunda
áratugnum, skrifaði Gaiman
um Draumsmið Endalausra,
Dream of the Endless, sem
ræður yfir draumheimum,
líkt og Óðinn yfir goðheimum.
Þar fjallaði hann líka
um verur eins og Skugga,
Shadow, sem leikur stórt
hlutverk í bók hans
American Gods, sem út
kom upp úr aldamótunum.
Nýverið var hún skrifuð
fyrir sjónvarp og fara
þættirnir í loftið 30. apríl nk.



Gaiman sækir mikið til Íslands,
að eigin sögn, og þakkar
reynslu sinni af landinu
og af norrænni goðafræði,
innblástur að American Gods.
Það eru bæði gamlir guðir
sem fólk flutti með sér,
og nýir guðir tækni og
vélhyggju, (og vélbragða),
sem kljást um yfirráð
í veröldinni/veröldunum.
Hið makalausa er
að þeir eru raunar til,
ef ekki sem guðir,
þá sem hugsanaform
út frá því vægi sem
við gefum þeim...




Before the Beginning
there was Nothing
No Earth
No Heaven
No Stars
No Sky;
Only the Mist World,
formless
and shapeless,
And the Fire World,
always burning.



(Norse Mythology, 2017,13).




*


 



Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101  102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA