Forsíđa   

 12.05.2012
 Steinblómadraumar Jarđar - kristallar og rafheilar (tölvur)Það var við lok
19. aldar sem rafeindin
(elektrónan) var
uppgötvuð og nokkru
síðar hið svokallaða
piezo-rafmagn sem
sækir styrk sinn í
notkun kvartzkristalla
og rafleiðni þeirra
og liggur að baka
sílíkonflögunnar
eða örflögunnar og
örgjarvans í heila
nútímatölva.

En lýsandi merking
íslenska orðins tölva
fyrir enska orðið
computer
fæst úr
samsetningu orðanna
 tölu og völvu.
Upphalfega var talað
um rafheila fyrir tölvur.

Kristallar mæla líka
hjartslátt tímans
í úrum og klukkum,
og gera okkur
kleift að hlusta á
Ljósvakann, útvarpið,
og horfa á sjónvarp,
nota gsm síma,
lasera og hátíðni.

Segja má að
kvartzkristallar
séu eins konar
steinblóm Jarðar,
draumur hennar
um framþróun
til viðhalds lífs
í mannheimi
sem öðrum.
Kristallar vaxa upp
af föstum merg í
þrívíðu plani líkt og
önnur blóm Jarðar
enda þótt vaxtartíminn
sé margfalt lengri,
árþúsundir jafnvel.

Segja má að þessi
steinblóm Jarðar
hafi lagt grunninn að
 nútíma tölvutækni og
fjarskiptamenningu í
alheimslegu tilliti.

Útvarpslampinn gerði
mönnum á sínum
tíma kleift að
stjórna rafstraumi.
Síðan þá hafa
reiknivélar unnið
með rafmerki
en ekki eingöngu
tannhjól og stangir
líkt og áður tíðkaðist.

Fyrsta tölvan á rætur
í ENIAC reiknivél
Pennsylvaníu háskóla
frá árinu 1946.
Bell símafyrirtækið
smíðaði ári síðar
fyrsta spennubreytinn,
smára
eða transitor.
Um áratug síðar
voru rafrásir, smárar
og aðrir íhlutar
prentaðir á sílíkonflögu,
svokallaða örflögu;
stafræn tvíundartækni
  ríkir nú um stundir.

Uppúr 1970 bjó Intel
fyrirtækið til fyrsta
örgjörvann sem sér
einn um alla reikninga
og rökvirkni tölva.
Öll þessi tækniþróun
leiddi af sér byltingu
í virkni, hraða og
minnisgeymd tölva.

Fyrsta einkatölvan
í núverandi merkingu
hét Altair og kom fram
árið 1974 hjá MITS
og þurfti að setja saman
úr mörgum hlutum
eins og þær tölvur sem
áður höfðu verið til
og aðallega þá
í eigu skóla, banka
og ríkisstofnana.
Apple setti svo fyrstu
samsettu einkatölvuna
Apple II á markað
árið 1977.


Sama árið kom
á sjónarsviðið ein
frægasta afurð
poppmenningar,
fyrsta Star  Wars
myndin sem studdist
mikið við nýjustu
tölvu-og lasertækni
eins og sést best á
samtali Leiu prinsessu
við Obi-Wan Kenobi
þar sem hann
birtist í heilmynd.

En fyrsti vísir að
Netinu varð til 
í Kaliforníu
árið 1969 sem
tenging milli
háskólans í L.A.
og Stanford
rannsókna -
stofnunarinnar.
Eftir margvíslega
þróun var Internetið 
- hinn eiginlegi
Veraldarvefur -

sett í loftið 1991.
Opnaði m.a.
á netþjónustur,
leitarvélar,
vafra og tölvupósta
um heim allan,
þróun í leikjafræðum
og sýndarveruleika
og margháttaða
miðlun í
Netheimum.

Áfram heldur
sigurganga kristallanna,
þessara steinblóma
Móður Jarðar
sem eru að umbreyta
nútímamenningu
og auðvelda samskipti
um heim allan;
bylta samfélögum.

Og um leið breyta
vitundarupplifun
okkar og skynjun á
lífi og alheimi.
Spurning hvert þessir
steinblómadraumar
leiða okkur næst...


*


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200  201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA