Forsíđa   

 11.02.2018
 Svefninn lćknađ getur...Líkamsklukka okkar
Íslendinga hefur ekki
verið í takt við hljómfall
og hrynjandi náttúrunnar
um hálfrar aldar skeið.
Hverju sætir?
Jú, klukkunni var breytt
vegna viðskiptahagsmuna
landans erlendis fyrir hartnær
50 árum en nú er öldin önnur.
Og hægt að stunda viðskipti
hvenær sólarhrings sem er,
m.a. með tilkomu Alnetsins,
stafrænnar miðlunar og síma.Líkamsklukkan stýrist af sólartíma
og hjá okkur er sólartíminn blöffaður,
er einni og hálfri klukkustund síðar
en hann er í raun í náttúrunni:
tími til að færa klukkuna
aftur á ný og eignast þannig
rúmum tveim mánuðum fleiri
birtustundir á vetrarmorgnum.
Og enda þótt birtustundum
fækki ögn síðari hluta dags,
þá ætti það ekki að koma
að sök því það myndi gerast
á vormánuðum og í sumarbyrjun
þegar birtutími er hvað lengstur.Mjög margir hérlendis búa
við raskaðan svefn, bæði
ónógan svefntíma og léleg
svefngæði, og eru ungmenni
þar stór hópur sem fara á
mis við endurnýjandi mátt
svefnsins í vexti og þroska.
Sofa mörg hver einungis
6 tíma þegar þau þyrftu 8-10
og þjást af slæmri klukkuþreytu
sem kemur niður á dagsformi,
aðlögun og námsárangri.Undanfarin misseri hefur
hljóðlát bylting verið að eiga
sér stað, eins konar svefnbylting.
En vísinda- og fræðimenn sem
hafa hleypt henni af stokkum,
leggja áherslu á að ónógur
og lélegur svefn hafi hamlandi áhrif,
ekki bara á vöxt og þroska
á öllum aldursskeiðum heldur
líka á lífsgæði, vellíðan og afköst,
að ekki sé nú talað um gæði
og dýpt mannlegra samskipta.Ekki eftir neinu að bíða hér
heima að breyta klukkunni:
hægt að styðjast við vandaða
úttekt starfshóps um breytingar á
klukkunni sem nýlega var kynnt.Vísindamenn við Oxford háskóla
undir stjórn prófessors Colin Espie,
hafa unnið gríðarlega merkt starf
í þágu lýðheilsu og svefngæða
með útgáfu fræðsluefnis og apps
um svefn og má lesa um þau mál
inni á síðu þeirra www.sleepio.com
Einn af stofnendum The Huffington
Post
árið 2005, hin eina, sanna
Arianna Huffington, hefur ritað
merka bók um svefn og svefnráð
sem Penguin gaf fyrst út árið 2016.
Óhætt er að mæla með bókinni
sem samantekt á öllu því helsta
sem nú er vitað um mikilvægi bæði
svefns og drauma fyrir líf og heilsu
og heilandi mátt svefns og drauma.
Bók Ariönnu nefnist THE SLEEP REVOLUTION 
TRANSFORMING YOUR LIFE, ONE NIGHT AT A TIME.
Í bókinni leggur Arianna áherslu á
að bættur svefn geti leyst nýja orku
og vellíðan úr læðingi og hvatt til
nýrrar sóknar, í einkalífi og á vinnusviði.
Ennfremur opnað á skapandi flæði
hins tímalausa draumheims og tengt
okkur betur við dýpri svið sálarlífsins.


 
Ef vel á að vera, þurfa fullorðnir
7-9 tíma svefn á sólarhring.
Munum að sofa nóg og efla góð
svefngæði líka, endurnýja kynnin
af góðum svefni og tengslin
við djúp draumheims og dular,
undur lífsins í djúpi verunnar.Svefninn læknað getur
,
kveður skáldið í Svefnljóði sínu:Eg skal vaka enn um stund,
að þér hlúa betur.
Hverja sviða, sorgarund
svefninn læknað getur
.
Svefninn læknað getur.(Kristján frá Djúpalæk, 1916-1994).*


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89  90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA