Forsíđa   

 29.11.2015
 Von um sumarland á ađventu: draumur um innri kyrrđ og friđ



Þá er jólafastan
hafin með fyrsta
sunnudegi í aðventu.


Vonin um sólina og 
sumarlandið í
svörtu skammdeginu -
eða hvað það nú er,
eins og skáldið
Gunnar Gunnarsson
tjáði svo eftirminnilega
í sinni margfrægu bók,
Aðventu, frá árinu 1939,
sem nú hefur verið
þýdd á yfir 20 tungumál:



Og þarna í næturkyrrðinni
og einverunni undir
skörðum mána
hvarflaði að honum
aðkenning af aðventu,
leifar af hljómum,
endurminningar um
sólskin og heyilm,
von um sumarland -
eða hvað það nú var.
Ef til vill aðeins
einskonar kyrrð og friður.



Nýlega greindu
vísindamenn við UCLA
háskólann í Los Angeles,
frá niðurstöðum sínum
á stærstu rannsókn
sem gerð hefur verið
 á áhrifum hugleiðslu
á mannsheilann meðal
iðkenda sem stundað
hafa hugleiðslu lengi.
Í samanburðarhópnum
var fólk sem enga
hugleiðslu hafði stundað.


Í ljós kom að það
greindust ekki bara
jákvæðar breytingar
á afmörkuðum svæðum
heilans hjá iðkendum er
drógu úr aldursbundinni
hrörnun hins gráa
heilaefnis eins og
fyrri rannsóknir
höfðu gefið til kynna
heldur greindust og
jákvæð áhrif vítt og
 breitt um allan heila.



Aðventan er sannarlega
 tími íhugunar og leitar
að  dýpri merkingu;
 dagleg hugleiðsla
góð vörn gegn streitu
umbúðaþjóðfélagsins.



Nýjar kannanir á
samspili hugleiðslu
 og verkja við Wake
Forest læknamiðstöðina
í Winston-Salem
í Norður-Karólínu,
sýna ennfremur að
hugleiðsla í anda
núvitundar dregur
úr verkjaupplifun
í veikindum og
mildar áhrif kvíða.
Eflir þrek og þor
til merkingarbærrar
sóknar og nýs tilgangs.




*






Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132  133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA