Forsíđa   

 27.07.2020
 Hin sćlu sólskinslönd sumardrauma...



Sumarið er tíminn þegar hjartað verður grænt
og augu þín verða himinblá ójá, syngur Bubbi.

Og um að gera að njóta þessa stutta sumars
hér á Fróni og safna góðum minningum
í sarpinn fyrir kaldari mánuðina.
Trúlega er fyrsta skrefið bara að anda og
vera til. En nú sýna æ fleiri rannsóknir
mikilvægi slakrar og djúprar öndunar
fyrir bæði andlega og líkamlega heilsu
og aukin lífsgæði eins og Harvard Health
hefur fjallað um varðandi tengsl öndunar
og heilsu í greinum sínum. Og vitnað til
merkra rannsókna á einföldum
öndunaræfingum og tengsla þeirra við
betri líðan og bætt heilsugæði í daglegu lífi.
Slíkar öndunaræfingar eru nú kenndar víða
um lönd, s.s. af Sudarshan Kriya Yoga, sem
hefur aðalaðsetur í Bangalore á Indlandi og
er með útibú hér og þar um heiminn.
Gjarnan skammstafað SKY.
(Sjá til að mynda www.artofliving.org).





Kriya Yoga er mörgum Íslendingum,
bæði fyrr og nú, vel kunnugt í gegnum
bók Yogananda, Sjálfsævisaga Yoga,
eða Hvað er bak við myrkur lokaðra augna,
eins og sú vinsæla bók hét í fyrstu útgáfunni,
þýdd af Ingibjörgu Th. Sörenson, og út kom
hjá Leiftri árið 1958 en upphaflega í BNA 1946.
Þar sem Kriya Yoga byggir á lífeðlisfræði
og aldagömlum vísindum, og iðkendur þurfa
ekki að aðhyllast ákveðna trú frekar
en þeir kjósa, hefur þessi snjalla en einfalda
iðkun eflaust náð að heilla marga,
trúaða sem trúlausa.
Það að hægja á okkur í daglegu lífi
og gefa okkur tíma til að huga að
önduninni og slaka á, fylgja hljómfalli
líkama og sálar, hefur líka áhrif á gæði
hvíldar og svefns, bæði djúpsvefns
og draumsvefns. Rannsóknir sýna, að
bæði þessi svefnstig lengjast í betri öndun.
Margir hafa einmitt bent á, að í covid hafi
þá aftur farið að dreyma meira og betur
og séu í nánari tengslum við sjálfa sig.







Eitt af því sem covid hefur vakið okkur
til umhugsunar um, er að bera ábyrgð
á okkur sjálfum og forgangsraða.
Hver andardráttur er dýrmætur en með
grunnri öndun í gegnum munn, sem okkur
er svo títt í amstri dagsins, erum við
ekki að ná dýpri tengingu eða betri fókus
heldur þvert á mótí, streita eykst og
við göngum á orkubirgðir okkar og
ónæmiskerfi og úr verður ákveðið
jafnvægisleysi. Nú sýna nýjar rannsóknir,
að lungun eru sérstaklega útsett fyrir
kórónuveirunni en einfaldar, daglegar
öndunaræfingar sem kosta ekkert, geta
styrkt enn betur lungu og öndunarfærakerfi,
og flökkutaugina svonefndu, (vagus nerve).
En sú taug á kjarna sinn í mænukylfu og
liggur frá botni heila niður í maga í gegnum
háls--kvíslast þaðan út í bringu og
niður í maga--, og er um 60 cm löng í
fullorðnum einstaklingi. Mikilvægi hennar í
heilsufari okkar, er að koma æ betur í ljós.
Þrengsli í koki, ör hjartsláttur, vöðvastífleiki
og þrenging í brjótskassa, sýna okkur m.a.
að flökkutaugin og þar með tenging líkama
við heila, er ekki í nógu góðu lagi.
Að anda djúpt, þýðir ma.a. að anda alla leið
ofan í maga, og styrkja með því móti starfsemi
þessarar mikilvægu taugar fyrir líkamlega
sem andlega vellíðan.






Já, munum að anda að okkur íslenska
sumrinu og vera til í hinum sælu
sólskinslöndum sumardraumanna---
þar sem yndi, vor og von, vagga hverju blómi,
eins og skáldið frá Hlíðarendakoti
í hinni fögru Fljótshlíð, kvað svo fallega,
Þorsteinn Erlingsson, (1858-1914).





#





Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52  53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA